Farage segist ekki hafa afvegaleitt markaðinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2018 06:00 Nigel Farage fagnaði ákaft þegar það lá fyrir að Bretland væri á leið úr Evrópusambandinu. Vísir/afp Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, neitar ásökunum um að hafa lýst yfir ósigri þegar kosið var um Brexit gegn betri vitund. Með háttsemi sinni gæti Farage hafa skapað væntingar á gjaldmiðlamarkaði sem ekki reyndust réttar. Í aðdraganda Brexit-kosninganna leituðu fjölmargir vogunarsjóðir til breskra ráðgjafar- og könnunarfyrirtækja um að gera útgönguspár fyrir kosningarnar. Sumir sjóðirnir greiddu allt að tífalt venjulegt verð, um eina milljón dollara, andvirði ríflega 100 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag, fyrir slíkar spár. Þetta kemur fram í stórri úttekt um málið. Sum fyrirtækjanna unnu samhliða aðrar útgönguspár sem sendar voru á fjölmiðla rétt eftir að kjörstöðum var lokað. Þær útgönguspár bentu til þess að Bretland yrði áfram innan Evrópusambandsins (ESB). Hinar útgönguspárnar voru fullkomnari að ýmsu leyti og bentu til þess að Bretland væri á leið úr ESB. Þegar upp var staðið reyndist það raunin. Samkvæmt Bloomberg fengu stjórnendur sjóðanna upplýsingar úr þeim spám nær jafnóðum og þær bárust. Um klukkustund áður en kosningu lauk höfðu þeir því nokkuð öruggar upplýsingar sem bentu til þess að Bretland væri á leið út úr ESB. Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið.Vísir/gettyÞær upplýsingar notuðu sjóðirnir til að skortselja bresk pund. Niðurstöður kosningarinnar þýddu að pundið féll um tæpan fjórðung og hafði ekki verið veikara í 31 ár. Skortsala sjóðanna sem keyptu útgönguspárnar skilaði þeim hins vegar hundruðum milljóna dollara í hagnað. Skömmu eftir að fyrstu útgönguspár voru kynntar birtist Nigel Farage á sjónvarpsskjáum landsmanna og tilkynnti að sennilega hefðu aðildarsinnar haft sigur í kosningunni. Það gerði hann fyrst fimm mínútur yfir tíu um kvöldið, en þá var kjörstöðum lokað, og á ný rúmum hálftíma síðar. Heimildir Bloomberg herma hins vegar að hann hafi fengið upplýsingar úr einni af hinum útgönguspánum áður en hann veitti þau viðtöl. Þær upplýsingar gætu hafa haft talsverð áhrif á markaðinn. Eftir að fréttaskýring Bloomberg kom út í gær neitaði Farage að hafa reynt að hafa áhrif á markaðinn með yfirlýsingum sínum. Hann neitar því meðal annars að hafa fengið upplýsingar um útkomu útgönguspánna fyrir viðtölin. Ásakanir um misvísandi upplýsingagjöf af hans hálfu séu fráleitar í öllu falli. Í Bretlandi varðar það fangelsisrefsingu og himinháum fjársektum að kunngera niðurstöður úr útgönguspám áður en kosningu lýkur. Í úttekt Bloomberg segir að fyrirtækin hafi hins vegar talið að með því að veita aðeins stökum, eða fáum, fyrirtækjum upplýsingarnar fengi svo lítill hluti almennings aðgang að upplýsingunum að háttsemin væri ekki í andstöðu við lögin. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52 Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, neitar ásökunum um að hafa lýst yfir ósigri þegar kosið var um Brexit gegn betri vitund. Með háttsemi sinni gæti Farage hafa skapað væntingar á gjaldmiðlamarkaði sem ekki reyndust réttar. Í aðdraganda Brexit-kosninganna leituðu fjölmargir vogunarsjóðir til breskra ráðgjafar- og könnunarfyrirtækja um að gera útgönguspár fyrir kosningarnar. Sumir sjóðirnir greiddu allt að tífalt venjulegt verð, um eina milljón dollara, andvirði ríflega 100 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins í dag, fyrir slíkar spár. Þetta kemur fram í stórri úttekt um málið. Sum fyrirtækjanna unnu samhliða aðrar útgönguspár sem sendar voru á fjölmiðla rétt eftir að kjörstöðum var lokað. Þær útgönguspár bentu til þess að Bretland yrði áfram innan Evrópusambandsins (ESB). Hinar útgönguspárnar voru fullkomnari að ýmsu leyti og bentu til þess að Bretland væri á leið úr ESB. Þegar upp var staðið reyndist það raunin. Samkvæmt Bloomberg fengu stjórnendur sjóðanna upplýsingar úr þeim spám nær jafnóðum og þær bárust. Um klukkustund áður en kosningu lauk höfðu þeir því nokkuð öruggar upplýsingar sem bentu til þess að Bretland væri á leið út úr ESB. Brexit-umræðunni er hvergi nærri lokið.Vísir/gettyÞær upplýsingar notuðu sjóðirnir til að skortselja bresk pund. Niðurstöður kosningarinnar þýddu að pundið féll um tæpan fjórðung og hafði ekki verið veikara í 31 ár. Skortsala sjóðanna sem keyptu útgönguspárnar skilaði þeim hins vegar hundruðum milljóna dollara í hagnað. Skömmu eftir að fyrstu útgönguspár voru kynntar birtist Nigel Farage á sjónvarpsskjáum landsmanna og tilkynnti að sennilega hefðu aðildarsinnar haft sigur í kosningunni. Það gerði hann fyrst fimm mínútur yfir tíu um kvöldið, en þá var kjörstöðum lokað, og á ný rúmum hálftíma síðar. Heimildir Bloomberg herma hins vegar að hann hafi fengið upplýsingar úr einni af hinum útgönguspánum áður en hann veitti þau viðtöl. Þær upplýsingar gætu hafa haft talsverð áhrif á markaðinn. Eftir að fréttaskýring Bloomberg kom út í gær neitaði Farage að hafa reynt að hafa áhrif á markaðinn með yfirlýsingum sínum. Hann neitar því meðal annars að hafa fengið upplýsingar um útkomu útgönguspánna fyrir viðtölin. Ásakanir um misvísandi upplýsingagjöf af hans hálfu séu fráleitar í öllu falli. Í Bretlandi varðar það fangelsisrefsingu og himinháum fjársektum að kunngera niðurstöður úr útgönguspám áður en kosningu lýkur. Í úttekt Bloomberg segir að fyrirtækin hafi hins vegar talið að með því að veita aðeins stökum, eða fáum, fyrirtækjum upplýsingarnar fengi svo lítill hluti almennings aðgang að upplýsingunum að háttsemin væri ekki í andstöðu við lögin.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52 Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59 Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári. 19. júní 2018 09:52
Airbus varar Breta við hörðu Brexit Forstjóri flugvélaframleiðandans segir að náist enginn samningur milli ESB og Breta um sambandið eftir Brexit sé það bein ógn við framtíð Airbus á Bretlandi. 22. júní 2018 08:59
Breskir ráðherrar ósáttir við viðvaranir fyrirtækja um Brexit Stórfyrirtæki hafa varað við afleiðingum þess að Bretar yfirgefi ESB án samnings. Það telja sumir íhaldsmenn grafa undan samningaviðræðum May forsætisráðherra við sambandið. 24. júní 2018 14:47
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila