Merkel heimsótti Trump Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 23:45 Leiðtogarnir tveir, Angela Merkel og Donald Trump, á blaðamannafundi. Visir / AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Washington í opinbera heimsókn þar sem hún fundaði með Trump Bandaríkjaforseta. Vel virtist fara á með leiðtogunum tveimur en Trump kyssti Merkel á báðar kinnar þegar hún kom til Hvíta hússins í dag. „Í raun hefur samband okkar verið frábært frá upphafi, það er bara sumt fólk sem skilur það ekki,“ sagði Donald Trump við blaðamenn. „Við tvö skiljum það hins vegar, og það er það sem skipir máli.“ „Ég vil dýpka samband okkar enn frekar og hlakka til þeirra góðu viðræðna sem við munum eiga í dag,“ sagði Angela Merkel. Í myndatöku á skrifstofu forsetans pössuðu leiðtogarnir að takast tvisvar í hendur til að koma í veg fyrir álíka uppákomu og varð í fyrra þegar Merkel heimsótti Trump og ekki mátti betur sjá en að Trump hefði hunsað boð hennar um þau tækjust í hendur. Emmanuel Macron kom einnig í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna nú í vikunni. Samkvæmt heimildum stilltu Merkel og Macron saman strengi fyrir Bandaríkjaferðir sínar og ræddu saman um í hvaða málum þau vildu beita Trump þrýstingi. Ýmsar yfirlýsingar Trump hafa valdið titringi meðal bandamanna, svo sem yfirlýsingar hans um að segja upp kjarnorkusamningi við Íran og hótanir hans um að setja upp tollamúra. Bæði gengur í berhögg við stefnu Merkel og Macron sem vilja friðsamlegar lausnir í alþjóðadeilum og frjáls alþjóðaviðskipti. Merkel vildi lítið gefa upp um árangur viðræðna þeirra á blaðamannafundi sem var að haldinn að viðræðunum loknum. „Forsetinn verður að ákveða þetta. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Merkel. Ekki lítur því út fyrir að Merkel hafi náð að sannfæra Trump um að láta af áætlunum sínum um að rifta kjarnorkusamningnum við Íran og að leggja aukna tolla á ál og stál frá Evrópusambandinu. Að óbreyttu munu tollarnir hækka þann 1. maí. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Trump og Merkel á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að Trump tók við embætti. Eitt sinn liðu fimm mánuðir án þess að leiðtogarnir tveir töluðust við. Slíkt er mikil breyting frá embættistíð Obama, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en í tíð hans var Þýskaland nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Evrópu. Athygli hefur vakið hve lítill íburður hefur verið yfir móttökunum sem Merkel hefur fengið í samanburði við móttökurnar sem Macron Frakklandsforseti fékk fyrr í vikunni. Macron fékk margra klukkustunda viðræður með Trump, tvo kvöldverði með Trump og forsetafrúnni og ferð á óperusýningu. Merkel virðist hinsvegar aðeins ætla að fá hádegismat og síðdegisfund. Þær fálegu móttökur sem Merkel fékk eiga að skýrast að hluta af því góða sambandi sem Merkel og Obama áttu. Trump á að sjá hana sem of tengda Obama, á meðan að Macron sé nær því að vera óskrifað blað. Trumps staðsetti sjálfan sig í skýrri andstöðu við Obama allt frá því að Obama byrjaði að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins.CNN greinir frá. Donald Trump Tengdar fréttir Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49 Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kom í dag til Washington í opinbera heimsókn þar sem hún fundaði með Trump Bandaríkjaforseta. Vel virtist fara á með leiðtogunum tveimur en Trump kyssti Merkel á báðar kinnar þegar hún kom til Hvíta hússins í dag. „Í raun hefur samband okkar verið frábært frá upphafi, það er bara sumt fólk sem skilur það ekki,“ sagði Donald Trump við blaðamenn. „Við tvö skiljum það hins vegar, og það er það sem skipir máli.“ „Ég vil dýpka samband okkar enn frekar og hlakka til þeirra góðu viðræðna sem við munum eiga í dag,“ sagði Angela Merkel. Í myndatöku á skrifstofu forsetans pössuðu leiðtogarnir að takast tvisvar í hendur til að koma í veg fyrir álíka uppákomu og varð í fyrra þegar Merkel heimsótti Trump og ekki mátti betur sjá en að Trump hefði hunsað boð hennar um þau tækjust í hendur. Emmanuel Macron kom einnig í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna nú í vikunni. Samkvæmt heimildum stilltu Merkel og Macron saman strengi fyrir Bandaríkjaferðir sínar og ræddu saman um í hvaða málum þau vildu beita Trump þrýstingi. Ýmsar yfirlýsingar Trump hafa valdið titringi meðal bandamanna, svo sem yfirlýsingar hans um að segja upp kjarnorkusamningi við Íran og hótanir hans um að setja upp tollamúra. Bæði gengur í berhögg við stefnu Merkel og Macron sem vilja friðsamlegar lausnir í alþjóðadeilum og frjáls alþjóðaviðskipti. Merkel vildi lítið gefa upp um árangur viðræðna þeirra á blaðamannafundi sem var að haldinn að viðræðunum loknum. „Forsetinn verður að ákveða þetta. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Merkel. Ekki lítur því út fyrir að Merkel hafi náð að sannfæra Trump um að láta af áætlunum sínum um að rifta kjarnorkusamningnum við Íran og að leggja aukna tolla á ál og stál frá Evrópusambandinu. Að óbreyttu munu tollarnir hækka þann 1. maí. Á ýmsu hefur gengið í samskiptum Trump og Merkel á þeim fimmtán mánuðum sem liðnir eru frá því að Trump tók við embætti. Eitt sinn liðu fimm mánuðir án þess að leiðtogarnir tveir töluðust við. Slíkt er mikil breyting frá embættistíð Obama, fyrrum forseta Bandaríkjanna, en í tíð hans var Þýskaland nánasti bandamaður Bandaríkjanna í Evrópu. Athygli hefur vakið hve lítill íburður hefur verið yfir móttökunum sem Merkel hefur fengið í samanburði við móttökurnar sem Macron Frakklandsforseti fékk fyrr í vikunni. Macron fékk margra klukkustunda viðræður með Trump, tvo kvöldverði með Trump og forsetafrúnni og ferð á óperusýningu. Merkel virðist hinsvegar aðeins ætla að fá hádegismat og síðdegisfund. Þær fálegu móttökur sem Merkel fékk eiga að skýrast að hluta af því góða sambandi sem Merkel og Obama áttu. Trump á að sjá hana sem of tengda Obama, á meðan að Macron sé nær því að vera óskrifað blað. Trumps staðsetti sjálfan sig í skýrri andstöðu við Obama allt frá því að Obama byrjaði að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins.CNN greinir frá.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49 Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50 Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Trump talaði um að þurrka flösu af öxl Macron Á meðan hann ræddi um sérstakt samband sitt við forseta Frakklands sagðist Trump ætla að þurrka af honum svolitla flösu. 24. apríl 2018 15:49
Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Auk þess að hvetja Bandaríkin til að ganga aftur inn í Parísarsamninginn hafnaði franski forsetinn þjóðernis- og einangrunarhyggju. 25. apríl 2018 16:50
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02