Starfsmaður eðalvagnaþjónustunnar ákærður vegna árekstrarins mannskæða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 21:46 Aðkoman að slysinu var hræðileg. Vísir/AP Nauman Hussain, starfsmaður fyrirtækisins sem starfrækti eðalvagninn sem sem ekið var á kyrrstæðan bíl í New York-ríki um helgina með þeim afleiðingum að tuttugu létust, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. BBC greinir frá. Yfirvöld í New York ríki hafa greint frá því að ökumaðurinn, sem lést í slysinu, hafi ekki haft tilskilinn ökuréttindi auk þess sem að lögregla telur að umræddur eðalvagn hefði aldrei átt að vera í umferð eftir að hann fékk falleinkunn á öryggisprófunum í síðasta mánuði. Hussain er sagður reka eðalvagnaþjónustuna Prestige Limousine. Segir lögmaður hans að hann muni neita sök, lögregla hafi hrapað að ályktunum og of snemmt sé að gefa út ákæru í málinu. Segir lögmaður hans að starf Hussain hjá Prestige Limousine felist aðeins í því að svara í síma og sinna markaðsstarfi. Það sé eigandi fyrirtækisins, faðir Hussain, sem sjái raunverulega um reksturinn.Lögregla er enn að rannsaka tildrög slyssins en ljóst er að eðalvagninum var ekið gegn stöðvunarskyldu, yfir gatnamót og þaðan á ekið á kyrrstæðan bíl við verslun vestan við Albany í New York. Tuttugu létust í slysinu, þar af voru átján í bifreiðinni en tveir létust er þeir urðu fyrir bílnum á bílastæði við verslunina. Meðal þeirra sem létust voru meðal annars fjórar systur og vinir þeirra. Þau voru í bílnum á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar en hópurinn var að halda upp á þrítugsafmæli hennar.Hér má sjá hvernig aðstæður á slysstaðnum eru. Eðalvagninum var ekið niður langa brekku í átt að umræddum gatnamótum. Smellið á rauðu hringina til að fá frekari upplýsingar. Tengdar fréttir Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00 Bílstjóri eðalvagnsins hafði ekki tilskilin ökuréttindi Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, ræddi slysið á blaðamannafundi í dag. 8. október 2018 21:20 20 látnir eftir umferðarslys í New York Mannskætt slys í Bandaríkjunum. 7. október 2018 16:19 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Nauman Hussain, starfsmaður fyrirtækisins sem starfrækti eðalvagninn sem sem ekið var á kyrrstæðan bíl í New York-ríki um helgina með þeim afleiðingum að tuttugu létust, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. BBC greinir frá. Yfirvöld í New York ríki hafa greint frá því að ökumaðurinn, sem lést í slysinu, hafi ekki haft tilskilinn ökuréttindi auk þess sem að lögregla telur að umræddur eðalvagn hefði aldrei átt að vera í umferð eftir að hann fékk falleinkunn á öryggisprófunum í síðasta mánuði. Hussain er sagður reka eðalvagnaþjónustuna Prestige Limousine. Segir lögmaður hans að hann muni neita sök, lögregla hafi hrapað að ályktunum og of snemmt sé að gefa út ákæru í málinu. Segir lögmaður hans að starf Hussain hjá Prestige Limousine felist aðeins í því að svara í síma og sinna markaðsstarfi. Það sé eigandi fyrirtækisins, faðir Hussain, sem sjái raunverulega um reksturinn.Lögregla er enn að rannsaka tildrög slyssins en ljóst er að eðalvagninum var ekið gegn stöðvunarskyldu, yfir gatnamót og þaðan á ekið á kyrrstæðan bíl við verslun vestan við Albany í New York. Tuttugu létust í slysinu, þar af voru átján í bifreiðinni en tveir létust er þeir urðu fyrir bílnum á bílastæði við verslunina. Meðal þeirra sem létust voru meðal annars fjórar systur og vinir þeirra. Þau voru í bílnum á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar en hópurinn var að halda upp á þrítugsafmæli hennar.Hér má sjá hvernig aðstæður á slysstaðnum eru. Eðalvagninum var ekið niður langa brekku í átt að umræddum gatnamótum. Smellið á rauðu hringina til að fá frekari upplýsingar.
Tengdar fréttir Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00 Bílstjóri eðalvagnsins hafði ekki tilskilin ökuréttindi Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, ræddi slysið á blaðamannafundi í dag. 8. október 2018 21:20 20 látnir eftir umferðarslys í New York Mannskætt slys í Bandaríkjunum. 7. október 2018 16:19 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Fjórar systur á leið í afmæli þeirrar yngstu dóu Íbúar hafa lengi kvartað undan vegi þar sem tuttugu dóu í New York. 8. október 2018 11:00
Bílstjóri eðalvagnsins hafði ekki tilskilin ökuréttindi Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, ræddi slysið á blaðamannafundi í dag. 8. október 2018 21:20