Segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli Kanadamannsins Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. mars 2018 13:00 Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku við VÍSIR/VILHELM Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli kanadísks námsmanns sem þarf að yfirgefa landið vegna formgalla í dvalarleyfisumsókn. Hún telur rétt að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð veiti þau ófullnægjandi leiðbeiningar. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag. Kanadamaðurinn Rajeev Ayer á að ljúka leiðsögumannsnámi frá Keili eftir fjórar vikur. Aftur á á móti verður líklega ekki af því, enda hefur honum verið gert að yfirgefa landið innan fimmtán daga. Ayer hefur búið hér síðan 2016, en vandræði hans hófust þegar hann þurfti að skila inn nýrri dvalar- og atvinnuleyfisumsókn eftir að hafa boðist vinna leiðsögumanns í hlutastarfi samhliða námi. Um var að ræða breyttar forsendur frá fyrra leyfi. Í samtali við Vísi í lýsti Ayer því hvernig hann hefði fylgt leiðbeiningum Útlendingastofnunar í einu og öllu við umsóknarferlið. Honum var hins vegar greint frá því á dögunum ný umsókn hans komi ekki til skoðunar enda megi hann ekki vera staddur hér á landi á meðan skv. útlendingalögum.Frétt Vísis: Kanadískur maður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir framkomuna gagnvart Ayer skjóta skökku við. „Maður svona veltir fyrir sér, fyrir hvern er þetta? Viðkomandi er í vinnu og námi sem hann er að ljúka og ætlar bara að breyta tilgangi dvalar sinnar. Til hvers, hverjum gagnast þetta?“ spyr Helga Vala.Málið ekki einsdæmi Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag, en Helga Vala segir að mál Ayers sé ekki einsdæmi. Í útlendingalögum segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti skuli sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og honum sé óheimilt að koma áður en umsóknin hefur verið samþykkt. Þó sé heimilt að víkja frá ákvæðinu ef ríkar sanngirnisástæður mæli með því. Þetta telur Helga Vala borðliggjandi í málinu. „Ef verið er að seinka útskrift einstaklings um heilt ár bara vegna þess að við erum að krefjast þess að hann fari, þó vitað er að han fái hér dvalarleyfi. Ef þetta er einungis út af kerfinu sem við erum að krefjast þess, þó hann uppfylli öll skilyrði leyfis, þá finnst mér kerfið okkar svo sannarlega farið að vinna gegn sjálfu sér og gegn hagsmunum fólks,“ segir Helga Vala. Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli kanadísks námsmanns sem þarf að yfirgefa landið vegna formgalla í dvalarleyfisumsókn. Hún telur rétt að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð veiti þau ófullnægjandi leiðbeiningar. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag. Kanadamaðurinn Rajeev Ayer á að ljúka leiðsögumannsnámi frá Keili eftir fjórar vikur. Aftur á á móti verður líklega ekki af því, enda hefur honum verið gert að yfirgefa landið innan fimmtán daga. Ayer hefur búið hér síðan 2016, en vandræði hans hófust þegar hann þurfti að skila inn nýrri dvalar- og atvinnuleyfisumsókn eftir að hafa boðist vinna leiðsögumanns í hlutastarfi samhliða námi. Um var að ræða breyttar forsendur frá fyrra leyfi. Í samtali við Vísi í lýsti Ayer því hvernig hann hefði fylgt leiðbeiningum Útlendingastofnunar í einu og öllu við umsóknarferlið. Honum var hins vegar greint frá því á dögunum ný umsókn hans komi ekki til skoðunar enda megi hann ekki vera staddur hér á landi á meðan skv. útlendingalögum.Frétt Vísis: Kanadískur maður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir framkomuna gagnvart Ayer skjóta skökku við. „Maður svona veltir fyrir sér, fyrir hvern er þetta? Viðkomandi er í vinnu og námi sem hann er að ljúka og ætlar bara að breyta tilgangi dvalar sinnar. Til hvers, hverjum gagnast þetta?“ spyr Helga Vala.Málið ekki einsdæmi Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag, en Helga Vala segir að mál Ayers sé ekki einsdæmi. Í útlendingalögum segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti skuli sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og honum sé óheimilt að koma áður en umsóknin hefur verið samþykkt. Þó sé heimilt að víkja frá ákvæðinu ef ríkar sanngirnisástæður mæli með því. Þetta telur Helga Vala borðliggjandi í málinu. „Ef verið er að seinka útskrift einstaklings um heilt ár bara vegna þess að við erum að krefjast þess að hann fari, þó vitað er að han fái hér dvalarleyfi. Ef þetta er einungis út af kerfinu sem við erum að krefjast þess, þó hann uppfylli öll skilyrði leyfis, þá finnst mér kerfið okkar svo sannarlega farið að vinna gegn sjálfu sér og gegn hagsmunum fólks,“ segir Helga Vala.
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira