Segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli Kanadamannsins Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. mars 2018 13:00 Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku við VÍSIR/VILHELM Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli kanadísks námsmanns sem þarf að yfirgefa landið vegna formgalla í dvalarleyfisumsókn. Hún telur rétt að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð veiti þau ófullnægjandi leiðbeiningar. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag. Kanadamaðurinn Rajeev Ayer á að ljúka leiðsögumannsnámi frá Keili eftir fjórar vikur. Aftur á á móti verður líklega ekki af því, enda hefur honum verið gert að yfirgefa landið innan fimmtán daga. Ayer hefur búið hér síðan 2016, en vandræði hans hófust þegar hann þurfti að skila inn nýrri dvalar- og atvinnuleyfisumsókn eftir að hafa boðist vinna leiðsögumanns í hlutastarfi samhliða námi. Um var að ræða breyttar forsendur frá fyrra leyfi. Í samtali við Vísi í lýsti Ayer því hvernig hann hefði fylgt leiðbeiningum Útlendingastofnunar í einu og öllu við umsóknarferlið. Honum var hins vegar greint frá því á dögunum ný umsókn hans komi ekki til skoðunar enda megi hann ekki vera staddur hér á landi á meðan skv. útlendingalögum.Frétt Vísis: Kanadískur maður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir framkomuna gagnvart Ayer skjóta skökku við. „Maður svona veltir fyrir sér, fyrir hvern er þetta? Viðkomandi er í vinnu og námi sem hann er að ljúka og ætlar bara að breyta tilgangi dvalar sinnar. Til hvers, hverjum gagnast þetta?“ spyr Helga Vala.Málið ekki einsdæmi Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag, en Helga Vala segir að mál Ayers sé ekki einsdæmi. Í útlendingalögum segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti skuli sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og honum sé óheimilt að koma áður en umsóknin hefur verið samþykkt. Þó sé heimilt að víkja frá ákvæðinu ef ríkar sanngirnisástæður mæli með því. Þetta telur Helga Vala borðliggjandi í málinu. „Ef verið er að seinka útskrift einstaklings um heilt ár bara vegna þess að við erum að krefjast þess að hann fari, þó vitað er að han fái hér dvalarleyfi. Ef þetta er einungis út af kerfinu sem við erum að krefjast þess, þó hann uppfylli öll skilyrði leyfis, þá finnst mér kerfið okkar svo sannarlega farið að vinna gegn sjálfu sér og gegn hagsmunum fólks,“ segir Helga Vala. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir kerfið vinna gegn sjálfu sér í máli kanadísks námsmanns sem þarf að yfirgefa landið vegna formgalla í dvalarleyfisumsókn. Hún telur rétt að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð veiti þau ófullnægjandi leiðbeiningar. Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag. Kanadamaðurinn Rajeev Ayer á að ljúka leiðsögumannsnámi frá Keili eftir fjórar vikur. Aftur á á móti verður líklega ekki af því, enda hefur honum verið gert að yfirgefa landið innan fimmtán daga. Ayer hefur búið hér síðan 2016, en vandræði hans hófust þegar hann þurfti að skila inn nýrri dvalar- og atvinnuleyfisumsókn eftir að hafa boðist vinna leiðsögumanns í hlutastarfi samhliða námi. Um var að ræða breyttar forsendur frá fyrra leyfi. Í samtali við Vísi í lýsti Ayer því hvernig hann hefði fylgt leiðbeiningum Útlendingastofnunar í einu og öllu við umsóknarferlið. Honum var hins vegar greint frá því á dögunum ný umsókn hans komi ekki til skoðunar enda megi hann ekki vera staddur hér á landi á meðan skv. útlendingalögum.Frétt Vísis: Kanadískur maður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir framkomuna gagnvart Ayer skjóta skökku við. „Maður svona veltir fyrir sér, fyrir hvern er þetta? Viðkomandi er í vinnu og námi sem hann er að ljúka og ætlar bara að breyta tilgangi dvalar sinnar. Til hvers, hverjum gagnast þetta?“ spyr Helga Vala.Málið ekki einsdæmi Útlendingastofnun veitir ekki viðtal vegna málsins í dag, en Helga Vala segir að mál Ayers sé ekki einsdæmi. Í útlendingalögum segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta skipti skuli sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins og honum sé óheimilt að koma áður en umsóknin hefur verið samþykkt. Þó sé heimilt að víkja frá ákvæðinu ef ríkar sanngirnisástæður mæli með því. Þetta telur Helga Vala borðliggjandi í málinu. „Ef verið er að seinka útskrift einstaklings um heilt ár bara vegna þess að við erum að krefjast þess að hann fari, þó vitað er að han fái hér dvalarleyfi. Ef þetta er einungis út af kerfinu sem við erum að krefjast þess, þó hann uppfylli öll skilyrði leyfis, þá finnst mér kerfið okkar svo sannarlega farið að vinna gegn sjálfu sér og gegn hagsmunum fólks,“ segir Helga Vala.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira