Kanadískur námsmaður rekinn úr landi vegna formgalla í umsókn Þórdís Valsdóttir skrifar 24. mars 2018 23:13 Rajeev Ayer hefur verið hér á landi frá því árið 2016 en hann stundar leiðsögunám í ævintýraferðamennsku á Keili. Vísir/Stefán Kanadamanninum Rajeev Ayer verður vísað úr landi á næstu dögum vegna galla í umsókn hans um dvalarleyfi, einungis fjórum vikum áður en hann lýkur leiðsögumannsnámi við Keili. Rajeev segir að misvísandi og ófullnægjandi upplýsingar frá Útlendingastofnun séu ástæða þess að umsókn hans sé gölluð. Rajeev óskaði margsinnis eftir leiðbeiningum frá Útlendingastofnun vegna umsóknar sinnar og fór eftir þeim í einu og öllu, en mál hans var nokkuð flókið. Umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað og honum var tjáð á dögunum að hann yrði að fara af landi brott innan fimmtán daga.Heillaðist af Íslandi í fríi 2016 Rajeev kom fyrst til landsins í frí árið 2016 og hreifst af landi og þjóð. Í desember sama ár kom hann hingað sem sjálfboðaliði, en hann dvaldi þá hjá Útilífsmiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Stuttu síðar komst hann inn í leiðsögumannsnám hjá Keili og var boðin vinna hjá Útilífsmiðstöðinni. „Ég hringdi í Útlendingastofnun og bað um leiðbeiningar um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu en mál mitt var nokkuð flókið. Ég var hérna sem sjálfboðaliði og þurfti að endurnýja það leyfi, en ég þurfti einnig að fá atvinnuleyfi og leyfi til þess að stunda nám,“ segir Rajeev í samtali við Vísi. Rajeev fylgdi leiðbeiningum Útlendingastofnunar en hann segir að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið verulega hjálplegir. „Í dvalarleyfisumsókninni vafðist fyrir mér að ég gæti annað hvort hakað við atvinnuleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli náms en mér var leiðbeint um það að haka við að ég væri að óska eftir atvinnuleyfi en þó sagt að skila inn gögnum sem vörðuðu námið,“ segir Rajeev.Umsókn Rajeev var hafnað í október Umsókn hans um atvinnuleyfi var hafnað í október síðastliðnum á þeim grundvelli að ekki hafi verið farið eftir reglum við ráðninguna því starfið hafði ekki verið auglýst. Rajeev segir að hann hafi skilið þau rök fullkomlega og hóf strax að leita sér að annarri vinnu og vildi þá fara rétt að málinu. „Ég sá þá auglýst starf leiðsögumanns í hlutastarfi, sem mér þótti frábært því starfið tengdist náminu mínu beint. Ég hringdi þá í Vinnumálastofnun og fékk það staðfest að ég mætti sækja um starfið.“ Rajeev hafði þá aftur samband við Útlendingastofnun því forsendurnar umsóknar hans voru breyttar. Þá var honum tjáð að hann yrði að leggja inn nýja umsókn á þeim forsendum. „Mér var sagt að ég gæti ekki sótt um dvalarleyfi á meðan önnur umsókn frá mér væri í vinnslu hjá stofnuninni. Ég lagði þá inn glænýja umsókn um miðjan desember,“ segir Rajeev.Gert að fara úr landi innan fimmtán daga Í janúar á þessu ári óskaði hann eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um stöðu mála og í febrúar fékk hann þau svör að nýja umsóknin hans væri ekki enn komin í vinnslu vegna þess að fyrri umsóknin væri enn í kerfinu. Rajeev furðar sig á því að honum hafi verið leiðbeint um það að leggja inn nýja umsókn fyrst ekki er möguleiki að tvær umsóknir geti verið í vinnslu á sama tíma. „Ég spurði Útlendingastofnun þá hvað ég gæti gert. Mér var þá tjáð að vegna þess að Vinnumálastofnun hafi hafnað umsókn minni í október þá hafi dvalarleyfisumsókninni verið hafnað,“ segir Rajeev og bætir við að Útlendingastofnun hafi aldrei litið á þau gögn sem hann hafði lagt fram varðandi námið. Nú fyrir stuttu var Rajeev tjáð að hann þyrfti að fara úr landi innan fimmtán daga vegna þess að umsókn hans verði ekki tekin til afgreiðslu á meðan hann dvelur hér á landi en Rajeev segist aldrei hafa fengið þær upplýsingar frá Útlendingastofnun. Rajeev segist skilja það að stjórnvöld skuli fara eftir reglum en harmar það að hann hafi ekki fengið fullnægjandi og réttar upplýsingar þegar hann óskaði eftir þeim. „Ég á nokkrar vikur eftir af náminu og til þess að sækja um dvalarleyfi að nýju þarf ég að fara af landi brott. Ég get því ekki klárað námið eins og ég hafði ætlað mér,“ segir Rajeev en hann segist þó geta komið til landsins á næsta ári og klárað námið, án auka kostnaðar en að það muni þó seinka útskrift hans um eitt ár. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Kanadamanninum Rajeev Ayer verður vísað úr landi á næstu dögum vegna galla í umsókn hans um dvalarleyfi, einungis fjórum vikum áður en hann lýkur leiðsögumannsnámi við Keili. Rajeev segir að misvísandi og ófullnægjandi upplýsingar frá Útlendingastofnun séu ástæða þess að umsókn hans sé gölluð. Rajeev óskaði margsinnis eftir leiðbeiningum frá Útlendingastofnun vegna umsóknar sinnar og fór eftir þeim í einu og öllu, en mál hans var nokkuð flókið. Umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað og honum var tjáð á dögunum að hann yrði að fara af landi brott innan fimmtán daga.Heillaðist af Íslandi í fríi 2016 Rajeev kom fyrst til landsins í frí árið 2016 og hreifst af landi og þjóð. Í desember sama ár kom hann hingað sem sjálfboðaliði, en hann dvaldi þá hjá Útilífsmiðstöðinni við Úlfljótsvatn. Stuttu síðar komst hann inn í leiðsögumannsnám hjá Keili og var boðin vinna hjá Útilífsmiðstöðinni. „Ég hringdi í Útlendingastofnun og bað um leiðbeiningar um hvernig ég ætti að snúa mér í þessu en mál mitt var nokkuð flókið. Ég var hérna sem sjálfboðaliði og þurfti að endurnýja það leyfi, en ég þurfti einnig að fá atvinnuleyfi og leyfi til þess að stunda nám,“ segir Rajeev í samtali við Vísi. Rajeev fylgdi leiðbeiningum Útlendingastofnunar en hann segir að starfsmenn Útlendingastofnunar hafi verið verulega hjálplegir. „Í dvalarleyfisumsókninni vafðist fyrir mér að ég gæti annað hvort hakað við atvinnuleyfi eða dvalarleyfi á grundvelli náms en mér var leiðbeint um það að haka við að ég væri að óska eftir atvinnuleyfi en þó sagt að skila inn gögnum sem vörðuðu námið,“ segir Rajeev.Umsókn Rajeev var hafnað í október Umsókn hans um atvinnuleyfi var hafnað í október síðastliðnum á þeim grundvelli að ekki hafi verið farið eftir reglum við ráðninguna því starfið hafði ekki verið auglýst. Rajeev segir að hann hafi skilið þau rök fullkomlega og hóf strax að leita sér að annarri vinnu og vildi þá fara rétt að málinu. „Ég sá þá auglýst starf leiðsögumanns í hlutastarfi, sem mér þótti frábært því starfið tengdist náminu mínu beint. Ég hringdi þá í Vinnumálastofnun og fékk það staðfest að ég mætti sækja um starfið.“ Rajeev hafði þá aftur samband við Útlendingastofnun því forsendurnar umsóknar hans voru breyttar. Þá var honum tjáð að hann yrði að leggja inn nýja umsókn á þeim forsendum. „Mér var sagt að ég gæti ekki sótt um dvalarleyfi á meðan önnur umsókn frá mér væri í vinnslu hjá stofnuninni. Ég lagði þá inn glænýja umsókn um miðjan desember,“ segir Rajeev.Gert að fara úr landi innan fimmtán daga Í janúar á þessu ári óskaði hann eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um stöðu mála og í febrúar fékk hann þau svör að nýja umsóknin hans væri ekki enn komin í vinnslu vegna þess að fyrri umsóknin væri enn í kerfinu. Rajeev furðar sig á því að honum hafi verið leiðbeint um það að leggja inn nýja umsókn fyrst ekki er möguleiki að tvær umsóknir geti verið í vinnslu á sama tíma. „Ég spurði Útlendingastofnun þá hvað ég gæti gert. Mér var þá tjáð að vegna þess að Vinnumálastofnun hafi hafnað umsókn minni í október þá hafi dvalarleyfisumsókninni verið hafnað,“ segir Rajeev og bætir við að Útlendingastofnun hafi aldrei litið á þau gögn sem hann hafði lagt fram varðandi námið. Nú fyrir stuttu var Rajeev tjáð að hann þyrfti að fara úr landi innan fimmtán daga vegna þess að umsókn hans verði ekki tekin til afgreiðslu á meðan hann dvelur hér á landi en Rajeev segist aldrei hafa fengið þær upplýsingar frá Útlendingastofnun. Rajeev segist skilja það að stjórnvöld skuli fara eftir reglum en harmar það að hann hafi ekki fengið fullnægjandi og réttar upplýsingar þegar hann óskaði eftir þeim. „Ég á nokkrar vikur eftir af náminu og til þess að sækja um dvalarleyfi að nýju þarf ég að fara af landi brott. Ég get því ekki klárað námið eins og ég hafði ætlað mér,“ segir Rajeev en hann segist þó geta komið til landsins á næsta ári og klárað námið, án auka kostnaðar en að það muni þó seinka útskrift hans um eitt ár.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent