Skrípal sagður á batavegi Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 14:41 Sergei Skrípal þegar réttar var yfir honum vegna njósna árið 2006. Vísir/AFP Læknar Sergei Skrípal, rússneska fyrrverandi njósnarans sem eitrað var fyrir í mars, segja að hann sé á batavegi og sýni nú góð viðbrögð við meðferð. Honum hafði áður vart verið hugað líf. Dóttir hans sem varð einnig fyrir eitrinu er einnig öll að koma til.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Christine Blanshard, lækni við sjúkrahúsið í Salisbury, að Skrípal sé ekki lengur í lífshættu. Ástand hans hafi batnað hratt. Rússneska sendiráðið í Bretlandi fagnaði tíðindum í tísti. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að árásinni með taugaeitrinu Novichok. Rússar hafa hafnað þeim ásökunum. Skrípal-feðginin hafa legið þungt haldin á sjúkrahúsi frá því að þau fundust meðvitundarlaus á bekk í miðbæ Salisbury 4. mars. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Í gær var greint frá því að Júlía Skrípal, 33 ára gömul dóttir Sergei, væri komin til meðvitundar og gæti tjáð sig. Blanshard sagði í dag að Júlía hefði óskað eftir því að fjölmiðla létu hana í friði á meðan hún væri að ná sér. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Ríkin hafa skipst á að reka erindreka hvers annars úr landi vegna árásarinnar. Svo hættulegt er taugaeitrið sem notað var í árásinni að bresk yfirvöld gera ráð fyrir því að það muni taka fram á sumarið 2019 að ljúka hreinsunarstarfi í Salisbury. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Læknar Sergei Skrípal, rússneska fyrrverandi njósnarans sem eitrað var fyrir í mars, segja að hann sé á batavegi og sýni nú góð viðbrögð við meðferð. Honum hafði áður vart verið hugað líf. Dóttir hans sem varð einnig fyrir eitrinu er einnig öll að koma til.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Christine Blanshard, lækni við sjúkrahúsið í Salisbury, að Skrípal sé ekki lengur í lífshættu. Ástand hans hafi batnað hratt. Rússneska sendiráðið í Bretlandi fagnaði tíðindum í tísti. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að árásinni með taugaeitrinu Novichok. Rússar hafa hafnað þeim ásökunum. Skrípal-feðginin hafa legið þungt haldin á sjúkrahúsi frá því að þau fundust meðvitundarlaus á bekk í miðbæ Salisbury 4. mars. Skrípal hafði verið rússneskur leyniþjónustumaður sem var hnepptur í fangelsi í heimalandinu fyrir njósnir í þágu Breta. Hann fékk að fara til Bretlands í fangaskiptum árið 2010. Í gær var greint frá því að Júlía Skrípal, 33 ára gömul dóttir Sergei, væri komin til meðvitundar og gæti tjáð sig. Blanshard sagði í dag að Júlía hefði óskað eftir því að fjölmiðla létu hana í friði á meðan hún væri að ná sér. Taugaeitursárásin hefur hleypt mikilli spennu í samskipti Breta og vestrænna ríkja annars vegar og Rússa hins vegar. Ríkin hafa skipst á að reka erindreka hvers annars úr landi vegna árásarinnar. Svo hættulegt er taugaeitrið sem notað var í árásinni að bresk yfirvöld gera ráð fyrir því að það muni taka fram á sumarið 2019 að ljúka hreinsunarstarfi í Salisbury.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35 Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Tillaga Rússa um sameiginlega rannsókn sögð „öfugsnúin“ Bretar segja að fórnarlamb árásar eigi ekki að þurfa að þola að sá sem stóð líklega að henni taki þátt í rannsókn. 4. apríl 2018 16:35
Júlía Skripal: „Ég verð sterkari með hverjum deginum sem líður“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlía tjáir sig opinberlega eftir árásina. 5. apríl 2018 16:53
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21