Kelly sagður kalla Trump „fífl" og á leið úr Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 21:27 Donald Trump og John Kelly. Vísir/GETTY John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
John Kelly, starfsmannastjóri Hvíta hússins, telur sig vera að bjarga Bandaríkjunum frá Donald Trump, forseta, og hefur gert lítið úr gáfnafari hans. Kelly mun hafa kallað Trump „fífl“ nokkrum sinnum svo starfsmenn Hvíta hússins hafa heyrt til. Þetta hefur NBC eftir átta núverandi og fyrrverandi embættismönnum sem starfa eða störfuðu innan veggja Hvíta hússins.Fjórir af heimildarmönnum NBC segjast hafa heyrt Kelly kalla Trump fífl nokkrum sinnum. „Hann veit ekki einu sinni hvað DACA er. Hann er fífl. Við þurfum að bjarga honum frá sjálfum sér,“ sögðust tveir heimildarmenn NBC hafa heyrt Kelly segja um Trump. Talsmenn Hvíta hússins draga þó í efa að hershöfðinn fyrrverandi hefði gert slíkt. Starfsmennirnir segja ólíklegt að Kelly muni endast lengi í starfi sínu. Hann sé bæði orðinn þreyttur á Trump og forsetinn orðinn þreyttur á honum. Starfsandi Hvíta húsins hefur versnað að undanförnu undir stjórn Kelly sem hefur þurft að horfa upp á áhrif sín minnka mikið. Kelly segir lítið til í þessum fregnum. „Ég ver meiri tíma með forsetanum en nokkur annar og samband okkar er hreinskilið og sterkt. Hann veit alltaf hvar ég stend og við vitum báðir að þessi frétt er kjaftæði,“ hafa blaðamenn Hvíta hússins eftir Kelly. Enn fremur sagði hann þetta vera enn eina aumkunarlega tilraun til að koma óorði á nánustu starfsmenn Trump. NBC sagði frá því í fyrra að Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði kallaði Trump „fávita“ í návist starfsmanna Hvíta hússins. Tillerson neitaði að ræða við blaðamenn um hvort hann hefði kallað forsetann fávita og sagði frekar að sá hluti fréttarinnar sem fjallaði um að hann væri að íhuga að segja af sér væri rangur. Trump skoraði á Tillerson í greindarvísitölupróf og rak hann svo með tísti fimm mánuðum seinna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira