Engar tilviljanir hjá Real Madrid: Sjáið bara þessar tvær liðsmyndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 10:30 Liðsmenn Real Madrid fagna sigri á móti Liverpool. Vísir/Getty Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Real Madrid vann Meistaradeildina þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik í Kiev um síðustu helgi en liðsmynd Real fyrir leikinn hefur vakið nokkra athygli. Zinedine Zidane ákvað að stilla upp nákvæmlega sama byrjunarliði í úrslitaleiknum og hafði unnið 4-1 sigur á Juventus í úrslitaleiknum ári fyrr en sá leikur fór fram í Cardiff í Wales. Þeir Keylor Navas, Dani Carvajal, Raphaël Varane, Sergio Ramos, Marcelo, Casemiro, Toni Kroos, Luka Modric, Isco, Karim Benzema, Cristiano Ronaldo voru allir í byrjunarliðinu og stilltu sér upp á liðsmynd fyrir leikinn. Sænska blaðamanninum Niklas Hermansson datt í hug að bera þessa liðsmynd saman við þá sem var tekin í Cardiff fyrir ári síðan. Þar komst hann að stórmerkilegum hlut og það er hægt að halda því fram að það séu engar tilviljanir hjá Real Madrid.Den här är rätt sjuk. Bilder från final i Cardiff ifjol och från finalen i Kiev igår. Exakt samma startelva. Exakt samma positioner på fotot. Nära på exakt samma positioner av händerna på fotot också.. pic.twitter.com/PA2nyuGRKE — Niklas Hermansson (@Nikche) May 27, 2018 Þegar þessar tvær liðsmyndir, teknar með eins árs millibili, eru bornar saman þá kemur í ljós að þessi ellefu leikmenn stilla sér upp á sama stað á báðum myndum. Hendur þeirra og staða er líka nákvæmlega eins með einni undantekningu þó. Fyrirliðinn Sergio Ramos, sem nokkrum mínútum síðar átti eftir að stuðla að meiðslum Liverpool mannsins Mo Salah, er sá eini sem er ekki með hendurnar á nákvæmlega sama stað. Hinir tíu eru aftur á móti eins og ljósrit af sjálfum sér fyrir ári síðan. Hvort að Real Madrid menn æfi að stilla sér upp á liðsmynd er ekki vitað en kannski er bara um hreina hjátrú að ræða. Maður leiksins var þó ekki á þessari mynd. Gareth Bale byrjaði úrslitaleikinn 2016 en hann hefur verið á varamannabekknum undanfarin tvö ár. Að þessu sinni kom hann inná og tryggði Real Madrid sigurinn með tveimur mörkum en fyrra markið skoraði hann með magnaðri hjólhestaspyrnu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira