VAR Pepsimarkanna hefur talað: Óskar Örn skoraði mark á Kópavogsvelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 17:45 Tölvutækni Pepsimarkanna sýnir boltann vel fyrir innan línuna S2 Sport Eitt helsta deilumálið í íslenska boltanum síðustu daga var hvort Óskar Örn Hauksson hefði skorað mark í leik Breiðabliks og KR í Pepsi deild karla á þriðjudagskvöld. Sérfræðingar Pepsimarkanna lágu yfir upptökum af leiknum á Kópavogsvelli í gær og komust að lokum að þeirri niðurstöðu, með hjálp tölvutækninnar, að dæma hefði átt mark. Snemma leiks átti Óskar langskot frá miðju í átt að marki. Gunnleifur Gunnleifsson náði ekki að grípa boltann, hann skoppaði tvisvar í jörðinni áður en Gunnleifur að lokum greip hann. Þegar boltinn lenti í jörðinni í seinna skiptið var hann á línunni en ekki allur fyrir innan. Þegar Gunnleifur nær svo að grípa boltann þá er hann hins vegar kominn allur fyrir innan línuna og því hefði átt að dæma mark. „Gulli hann stendur svo rosalega innarlega í markinu. Hann er nánast aftast í markinu þegar hann grípur boltann í seinna skiptið,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, einn sérfræðinga Pepsimarkanna. Leiknum lauk með 1-0 sigri Blika og hefði það gjörbreytt gangi mála ef markið hefði verið dæmt gilt. Eðvarð Eðvarðsson var annar aðstoðardómaranna á leiknum og var það hann sem dæmdi þetta ekki mark. Þetta var ekki eina ákvörðunin sem hann tók í leiknum sem reyndist svo ekki rétt að mati Pepsimarkanna.Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FHs2 sport„Mér fannst hann ekki eiga góðan dag á línunni í gær. Skotið hjá Óskari kemur auðvitað frá miðju svo það er erfitt fyrir hann að vera mættur í línu þar. En það voru margar mjög undarlegar ákvarðanir hjá honum,“ sagði Hallbera. Eðvarð var einnig á línunni þegar Thomas Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FH á Kópavogsvelli á dögunum. Upptökur af því sína að Daninn var greinilega rangstæður. „Þetta eru stórir dómar. Stórar ákvarðanir og því miður eru þær ekki að falla rétt. Auðvitað eru misjafnar skoðanir á því hvort það eigi að vera myndbandsdómgælsa eða eitthvað svoleiðis en þarna eru stór atvik ekki að detta rétt,“ sagði Reynir Leósson. „Hann klikkar í þessum tilvikum sem hefur áhrif á úrslit leikja.“ Dómgæslan í heild sinni var frekar sérstök á Kópavogsvelli á þriðjudag að mati sérfræðinganna. Egill Arnar Sigurþórsson var aðaldómari leiksins. „Það voru nokkrar grófar tæklingar sem hefðu verðskuldað gult spjald,“ sagði Hallbera. „Við erum ekki að taka þetta til þess að vera með einhvern titlingaskít eða reyna að taka menn á teppið,“ tók þáttastjórnandinn Hörður Magnússon þó fram þegar farið var yfir nokkrar grófar tæklingar í leiknum. „Hann er auðvitað framtíðardómari en maður veltir því fyrir sér hvort þessi leikur hafi verið of stór fyrir hann á þessum tímapunkti,“ sagði Reynir.Mark Grindvíkinga fékk að standaS2 SportÍ 15. umferðinni var annað atvik þar sem marklínutækni Pepsimarkanna kom að góðum notum. Nemanja Latinovic skoraði fyrsta mark Grindvíkinga í 2-1 sigri á Víkingi. Markið kom eftir klafs í teignum og vildu Víkingar meina að þeir hefðu náð að hreinsa áður en boltinn fór yfir línuna. Sérfræðingarnir voru sammála dómaranum í þetta skiptið, þetta var mark. „Sjónarhornið auðvitað skiptir öllu en eins og þetta blasir við þarna held ég að þetta sé alveg hárrétt,“ sagði Hallbera. „Auðvitað var þetta aðeins öðruvísi atvik en það er svo gaman þegar menn eru „spot on“ með þessar ákvarðanir,“ sagði Reynir. „Ég er að segja þér það, þetta er Skagamaður,“ bætti Skagamaðurinn Reynir við. Myndbönd af útskýringum sérfræðinganna á mörkunum má sjá í spilurunum hér í fréttinni ásamt umræðum um dómgæslu og mörkin tvö. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Eitt helsta deilumálið í íslenska boltanum síðustu daga var hvort Óskar Örn Hauksson hefði skorað mark í leik Breiðabliks og KR í Pepsi deild karla á þriðjudagskvöld. Sérfræðingar Pepsimarkanna lágu yfir upptökum af leiknum á Kópavogsvelli í gær og komust að lokum að þeirri niðurstöðu, með hjálp tölvutækninnar, að dæma hefði átt mark. Snemma leiks átti Óskar langskot frá miðju í átt að marki. Gunnleifur Gunnleifsson náði ekki að grípa boltann, hann skoppaði tvisvar í jörðinni áður en Gunnleifur að lokum greip hann. Þegar boltinn lenti í jörðinni í seinna skiptið var hann á línunni en ekki allur fyrir innan. Þegar Gunnleifur nær svo að grípa boltann þá er hann hins vegar kominn allur fyrir innan línuna og því hefði átt að dæma mark. „Gulli hann stendur svo rosalega innarlega í markinu. Hann er nánast aftast í markinu þegar hann grípur boltann í seinna skiptið,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, einn sérfræðinga Pepsimarkanna. Leiknum lauk með 1-0 sigri Blika og hefði það gjörbreytt gangi mála ef markið hefði verið dæmt gilt. Eðvarð Eðvarðsson var annar aðstoðardómaranna á leiknum og var það hann sem dæmdi þetta ekki mark. Þetta var ekki eina ákvörðunin sem hann tók í leiknum sem reyndist svo ekki rétt að mati Pepsimarkanna.Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FHs2 sport„Mér fannst hann ekki eiga góðan dag á línunni í gær. Skotið hjá Óskari kemur auðvitað frá miðju svo það er erfitt fyrir hann að vera mættur í línu þar. En það voru margar mjög undarlegar ákvarðanir hjá honum,“ sagði Hallbera. Eðvarð var einnig á línunni þegar Thomas Mikkelsen skoraði ólöglegt mark gegn FH á Kópavogsvelli á dögunum. Upptökur af því sína að Daninn var greinilega rangstæður. „Þetta eru stórir dómar. Stórar ákvarðanir og því miður eru þær ekki að falla rétt. Auðvitað eru misjafnar skoðanir á því hvort það eigi að vera myndbandsdómgælsa eða eitthvað svoleiðis en þarna eru stór atvik ekki að detta rétt,“ sagði Reynir Leósson. „Hann klikkar í þessum tilvikum sem hefur áhrif á úrslit leikja.“ Dómgæslan í heild sinni var frekar sérstök á Kópavogsvelli á þriðjudag að mati sérfræðinganna. Egill Arnar Sigurþórsson var aðaldómari leiksins. „Það voru nokkrar grófar tæklingar sem hefðu verðskuldað gult spjald,“ sagði Hallbera. „Við erum ekki að taka þetta til þess að vera með einhvern titlingaskít eða reyna að taka menn á teppið,“ tók þáttastjórnandinn Hörður Magnússon þó fram þegar farið var yfir nokkrar grófar tæklingar í leiknum. „Hann er auðvitað framtíðardómari en maður veltir því fyrir sér hvort þessi leikur hafi verið of stór fyrir hann á þessum tímapunkti,“ sagði Reynir.Mark Grindvíkinga fékk að standaS2 SportÍ 15. umferðinni var annað atvik þar sem marklínutækni Pepsimarkanna kom að góðum notum. Nemanja Latinovic skoraði fyrsta mark Grindvíkinga í 2-1 sigri á Víkingi. Markið kom eftir klafs í teignum og vildu Víkingar meina að þeir hefðu náð að hreinsa áður en boltinn fór yfir línuna. Sérfræðingarnir voru sammála dómaranum í þetta skiptið, þetta var mark. „Sjónarhornið auðvitað skiptir öllu en eins og þetta blasir við þarna held ég að þetta sé alveg hárrétt,“ sagði Hallbera. „Auðvitað var þetta aðeins öðruvísi atvik en það er svo gaman þegar menn eru „spot on“ með þessar ákvarðanir,“ sagði Reynir. „Ég er að segja þér það, þetta er Skagamaður,“ bætti Skagamaðurinn Reynir við. Myndbönd af útskýringum sérfræðinganna á mörkunum má sjá í spilurunum hér í fréttinni ásamt umræðum um dómgæslu og mörkin tvö.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30
Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Kantmaður KR-inga var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. 7. ágúst 2018 21:45