Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Magnús Ellert Bjanason skrifar 7. ágúst 2018 22:30 Oliver fagnar marki með Blikum vísir/bára Breiðablik trónir á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á KR á Kópavogsvelli í kvöld. Fátt var um fína drætti hjá leikmönnum beggja liða í kvöld en mark Alexanders Helga á 70 mínútu skildi á milli. Alexander hafði stuttu áður komið inn á í sínum fyrsta leik fyrir Breiðablik í sumar, en hann var kallaður til baka úr láni frá Víkingi Ólafsvík í síðustu viku. Fyrri hálfleikur var ákaflega tíðindalítill og í raun aðeins frá tveim atriðum að segja. Á 8. mínútu héldu leikmenn KR að þeir væru komnir yfir. Óskar Örn tók boltann niður rétt fyrir framan miðju og öllum að óvörum skaut hann þaðan. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð þó ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Á fimmtándu mínútu Thomas Mikkelsen síðan óheppinn að koma Blikum ekki yfir. Eftir frábæra aukaspyrnu Gísla af vinstri kantinum, þar sem hann skrúfaði boltinn í átt að marki, stýrði Mikkelsen boltanum í átt að marki, en því miður fyrir hann og Blika fór boltinn í slána og þaðan aftur fyrir markið. Eftir þetta litu engin opin færi dagsins ljós og var því markalaust þegar að liðin gengju til búningsherbergja. Ef eitthvað var, var síðari hálfleikurinn bragðdaufari en sá fyrri. Liðunum gekk ekkert að skapa sér færi og er helst frá því að segja að við fengum að sjá nokkrar kröftugar tæklingar og stimpingar milli leikmanna. Það benti því fátt til annars en að markalaust jafntefli yrði niðurstaðan á Kópavogsvelli. Alexander Helgi Sigurðarson, sem hafði stuttu áður komið inn á í sínum fyrsta leik fyrir Breiðablik í sumar likt og áður sagði, var hins vegar á öðru máli. Hnitmiðað skot hans af um 20 metra færi fór í fjærhornið og kom Beitir Ólafsson engum vörnum við í marki KR. Beitir nagar sig væntanlega í handarbökin að hafa ekki gert betur en skot Alexanders var ekki fast og Beitir of lengi að skutla sér niður. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin og fékk Pablo Punyed, sem hafði stuttu áður komið inn á, besta færi þeirra í leiknum í uppbótartíma. Skalli hans fór hins vegar framhjá. Stuttu síðar flautaði dómarinn til loka leiksins og fögnuðu leikmenn Breiðabliks vel og innilega. Enda tróna þeir nú á toppi deildarinnar eftir fjóra sigurleiki í röð.Af hverju vann Breiðablik? Í leik sem þessum, sem einkennist af varnarleik og baráttu, og þar sem að fá færi líta dagsins ljós munar öllu að ná einhvernveginn að skora, og það gerðu Blikar. Þetta hljómar kannski eins og einföld og ódýr skýring en það er í raun lítið annað hægt að segja í þessum dálki í kvöld. Eftir fyrsta hálftímann þar sem Blikar voru sterkari aðilinn var leikurinn ákaflega jafn, og því hefði jafntefli sennilega verið sanngjarnasta niðurstaðan. Þá verður einnig að nefna atvikið umdeilda þar sem að KR-ingar héldu að þeir hefðu skorað. Hefði dómarinn flautað þá og gefið KR markið veit enginn hvernig leikurinn hefði þróast.Hverjir stóðu upp úr? Damir Muminovic stóð upp úr í liði Blika, en hann steig vart feilspor í kvöld, líkt og samherjar hans í vörninni. Vörn Blika, sem hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í allt sumar, er óumdeilanlega sú besta í deildinni og Damir er stór ástæða fyrir því af hverju svo er.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk ákaflega illa að spila góðan sóknarbolta og skapa sér færi, þá sérstaklega gestirnir úr Vesturbænum. KR sköpuðu sér vissulega nokkur allt í lagi færi en sóknarleikur þeirra í heild sinni var ekki uppá marga fiska, allt þar til þeir lifnuðu við undir lok leiksins.Hvað gerist næst? KR tekur á móti botnbaráttuliði Fjölnis næstkomandi sunnudag. Daginn eftir halda Blikar í Fossvoginn þar sem þeir heimsækja Víking.Óskar Örn var sár í leikslok.vísir/daníelÓskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að það hafi eitthvað sérstakt vantað í leik okkar,” sagði Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, í leikslok. „Þetta var jafn og lokaður leikur þar sem bæði lið vörðust vel. Við sköpuðum ekki mikið en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeim tókst hins vegar að skora þetta eina mark sem skilur liðin að og það er gríðarlega svekkjandi.” Öllum að óvörum skaut Óskar Örn frá miðju vallarins á 8. mínútu leiksins. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Hvernig horfði þetta við Óskari, var þetta mark? „Mér skilst að boltinn hafi verið inni og það er blóðugt að hugsa til þess að löglegt mark sé tekið af okkur. Við hefðum fengið allavega eitt stig ef dómarinn hefði dæmt rétt þar og mögulega þrjú. Þetta er eitthvað sem sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum verða að skoða vel með marklínutækninni þeirra.” Leikmönnum KR gekk illa að skapa sér færi í kvöld og var sóknarleikur þeirra lengstum hægur og fyrirsjáanlegur. Hvað fannst Óskari um sóknarleik KR? „Blikarnir eru með frábærtt varnarlið og verjast á fimm góðum mönnum. Við vorum búnir að fara vel yfir þetta og því átti þetta ekkert að koma okkur á óvart. Við vorum sennilega of óþólinmóðir og alltof gjarnir á að leita af fyrsta opna manninum í staðinn fyrir að vera þolinmóðir og taka okkar tíma í að opna vörnina þeirra.” Þrátt fyrir tapið er Óskar bjartsýnn fyrir komandi leiki. Aðspurður hvort að evrópusæti væri ennþá raunæfur möguleiki, svaraði Óskar því án umhugsunar. „Já, að sjálfsögðu. Það er ennþá nóg eftir af þessu móti.”Ágúst: Að sjálfsögðu „Það er mjög gaman að vera þjálfari Breiðabliks þessar vikurnar, en allur heiðurinn fer á leikmenn og stuðningsmenn, sem hafa stutt dyggilega við bakið á okkur. Þetta eru skemmtilegustu sigrarnir, að vinna 1-0. KR-ingar stóðu sig vel og börðust allan leikinn en það gerðum við líka svo sannarlega. Mér fannst við eiga sigurinn skilinn og þetta voru geggjuð þrjú stig,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Blika í leikslo. Alexander Helgi Sigurðarsson, sem þreytti frumraun sína í sumar með Breiðablik í kvöld, var hetjan í kvöld. Ágúst var skiljanlega ánægður með hans innkomu í kvöld. „Hann gerir í raun allt vel í kvöld og markið hans var frábært. Ég var búinn að segja við hann, þegar við kölluðum hann tilbaka úr láni frá Víkingi Ólafsvík, að það biði hans stórt hlutverk í liðinu. Hann hlustaði á mig og stimplaði sig strax inn í fyrsta leik. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira en það.” Blikar eru nú komnir á toppinn. Blaðamaður spurði Ágúst hvort stefnan væri ekki sett á að vera á þeim stað í lok tímabils. „Hvað heldur þú?”, spurði Ágúst blaðamann glottandi. Að sjálfsögðu, var svar blaðamanns, enda lítið annað hægt að segja. „Þú hittir naglann á höfuðuð. Að sjálfsögðu ætlum við að vera þar áfram,” sagði kokhraustur Ágúst að lokum. Rúnar brúnaþungur.vísir/ernirRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur í leikslok. Hvað fannst honum helst hafa vantað í leik sinna manna í kvöld? „Mér fannst ekki vanta mikið. Þetta var mjög jafn leikur og leikur sem hefði frekar átt að enda með jafntefli en sigur annars hvors liðsins. Auðvitað þarf að skapa eitthvað til að vinna leiki og við sköpuðum voða lítið, en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeir skora hins vegar þetta eina mark, og þar liggur munurinn. Af hverju gekk KR svona illa að skapa færi í kvöld? „Okkur gekk fyrst og fremst illa að koma boltanum á milli minna og finna menn í lappirnar. Við ætluðum að gera þetta einfalt, vegna vindsins sem var í kvöld, en okkur gekk ekki nógu vel að hemja boltann og opna vörn Blika. Átti Beitir, markmaður KR, að verja þetta? „Ég veit það ekki. En við vitum að þetta er hægri fótar leikmaður og mér finnst lélegt hjá okkur að leyfa honum að skjóta af þessu færi. Þegar að skotið kemur er Beitir á leiðinni í hina áttina og því erfitt fyrir hann að verja skotið. Mér skilst líka að skotið hafi farið í gegnum klofið á varnarmanni okkar, sem gerði Beitir ennþá erfiðra fyrir. Þetta var ekki geggjaðslega fast skot, en dugði til. Er evrópusætið ennþá möguleiki eftir þetta tap? „Já, það er nóg eftir af mótinu. Við förum ekki að leggja árar í bát eftir þetta. Það eiga öll lið eftir að tapa leikjum og við munum halda okkar striki. Það er sárt að tapa hér í dag en það er nóg eftir eins og ég sagði og við þurfum að klára mótið með sæmd, sagði Rúnar að lokum.” Pepsi Max-deild karla
Breiðablik trónir á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á KR á Kópavogsvelli í kvöld. Fátt var um fína drætti hjá leikmönnum beggja liða í kvöld en mark Alexanders Helga á 70 mínútu skildi á milli. Alexander hafði stuttu áður komið inn á í sínum fyrsta leik fyrir Breiðablik í sumar, en hann var kallaður til baka úr láni frá Víkingi Ólafsvík í síðustu viku. Fyrri hálfleikur var ákaflega tíðindalítill og í raun aðeins frá tveim atriðum að segja. Á 8. mínútu héldu leikmenn KR að þeir væru komnir yfir. Óskar Örn tók boltann niður rétt fyrir framan miðju og öllum að óvörum skaut hann þaðan. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð þó ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Á fimmtándu mínútu Thomas Mikkelsen síðan óheppinn að koma Blikum ekki yfir. Eftir frábæra aukaspyrnu Gísla af vinstri kantinum, þar sem hann skrúfaði boltinn í átt að marki, stýrði Mikkelsen boltanum í átt að marki, en því miður fyrir hann og Blika fór boltinn í slána og þaðan aftur fyrir markið. Eftir þetta litu engin opin færi dagsins ljós og var því markalaust þegar að liðin gengju til búningsherbergja. Ef eitthvað var, var síðari hálfleikurinn bragðdaufari en sá fyrri. Liðunum gekk ekkert að skapa sér færi og er helst frá því að segja að við fengum að sjá nokkrar kröftugar tæklingar og stimpingar milli leikmanna. Það benti því fátt til annars en að markalaust jafntefli yrði niðurstaðan á Kópavogsvelli. Alexander Helgi Sigurðarson, sem hafði stuttu áður komið inn á í sínum fyrsta leik fyrir Breiðablik í sumar likt og áður sagði, var hins vegar á öðru máli. Hnitmiðað skot hans af um 20 metra færi fór í fjærhornið og kom Beitir Ólafsson engum vörnum við í marki KR. Beitir nagar sig væntanlega í handarbökin að hafa ekki gert betur en skot Alexanders var ekki fast og Beitir of lengi að skutla sér niður. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin og fékk Pablo Punyed, sem hafði stuttu áður komið inn á, besta færi þeirra í leiknum í uppbótartíma. Skalli hans fór hins vegar framhjá. Stuttu síðar flautaði dómarinn til loka leiksins og fögnuðu leikmenn Breiðabliks vel og innilega. Enda tróna þeir nú á toppi deildarinnar eftir fjóra sigurleiki í röð.Af hverju vann Breiðablik? Í leik sem þessum, sem einkennist af varnarleik og baráttu, og þar sem að fá færi líta dagsins ljós munar öllu að ná einhvernveginn að skora, og það gerðu Blikar. Þetta hljómar kannski eins og einföld og ódýr skýring en það er í raun lítið annað hægt að segja í þessum dálki í kvöld. Eftir fyrsta hálftímann þar sem Blikar voru sterkari aðilinn var leikurinn ákaflega jafn, og því hefði jafntefli sennilega verið sanngjarnasta niðurstaðan. Þá verður einnig að nefna atvikið umdeilda þar sem að KR-ingar héldu að þeir hefðu skorað. Hefði dómarinn flautað þá og gefið KR markið veit enginn hvernig leikurinn hefði þróast.Hverjir stóðu upp úr? Damir Muminovic stóð upp úr í liði Blika, en hann steig vart feilspor í kvöld, líkt og samherjar hans í vörninni. Vörn Blika, sem hefur ekki fengið á sig mark í fyrri hálfleik í allt sumar, er óumdeilanlega sú besta í deildinni og Damir er stór ástæða fyrir því af hverju svo er.Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk ákaflega illa að spila góðan sóknarbolta og skapa sér færi, þá sérstaklega gestirnir úr Vesturbænum. KR sköpuðu sér vissulega nokkur allt í lagi færi en sóknarleikur þeirra í heild sinni var ekki uppá marga fiska, allt þar til þeir lifnuðu við undir lok leiksins.Hvað gerist næst? KR tekur á móti botnbaráttuliði Fjölnis næstkomandi sunnudag. Daginn eftir halda Blikar í Fossvoginn þar sem þeir heimsækja Víking.Óskar Örn var sár í leikslok.vísir/daníelÓskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að það hafi eitthvað sérstakt vantað í leik okkar,” sagði Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, í leikslok. „Þetta var jafn og lokaður leikur þar sem bæði lið vörðust vel. Við sköpuðum ekki mikið en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeim tókst hins vegar að skora þetta eina mark sem skilur liðin að og það er gríðarlega svekkjandi.” Öllum að óvörum skaut Óskar Örn frá miðju vallarins á 8. mínútu leiksins. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Hvernig horfði þetta við Óskari, var þetta mark? „Mér skilst að boltinn hafi verið inni og það er blóðugt að hugsa til þess að löglegt mark sé tekið af okkur. Við hefðum fengið allavega eitt stig ef dómarinn hefði dæmt rétt þar og mögulega þrjú. Þetta er eitthvað sem sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum verða að skoða vel með marklínutækninni þeirra.” Leikmönnum KR gekk illa að skapa sér færi í kvöld og var sóknarleikur þeirra lengstum hægur og fyrirsjáanlegur. Hvað fannst Óskari um sóknarleik KR? „Blikarnir eru með frábærtt varnarlið og verjast á fimm góðum mönnum. Við vorum búnir að fara vel yfir þetta og því átti þetta ekkert að koma okkur á óvart. Við vorum sennilega of óþólinmóðir og alltof gjarnir á að leita af fyrsta opna manninum í staðinn fyrir að vera þolinmóðir og taka okkar tíma í að opna vörnina þeirra.” Þrátt fyrir tapið er Óskar bjartsýnn fyrir komandi leiki. Aðspurður hvort að evrópusæti væri ennþá raunæfur möguleiki, svaraði Óskar því án umhugsunar. „Já, að sjálfsögðu. Það er ennþá nóg eftir af þessu móti.”Ágúst: Að sjálfsögðu „Það er mjög gaman að vera þjálfari Breiðabliks þessar vikurnar, en allur heiðurinn fer á leikmenn og stuðningsmenn, sem hafa stutt dyggilega við bakið á okkur. Þetta eru skemmtilegustu sigrarnir, að vinna 1-0. KR-ingar stóðu sig vel og börðust allan leikinn en það gerðum við líka svo sannarlega. Mér fannst við eiga sigurinn skilinn og þetta voru geggjuð þrjú stig,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Blika í leikslo. Alexander Helgi Sigurðarsson, sem þreytti frumraun sína í sumar með Breiðablik í kvöld, var hetjan í kvöld. Ágúst var skiljanlega ánægður með hans innkomu í kvöld. „Hann gerir í raun allt vel í kvöld og markið hans var frábært. Ég var búinn að segja við hann, þegar við kölluðum hann tilbaka úr láni frá Víkingi Ólafsvík, að það biði hans stórt hlutverk í liðinu. Hann hlustaði á mig og stimplaði sig strax inn í fyrsta leik. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira en það.” Blikar eru nú komnir á toppinn. Blaðamaður spurði Ágúst hvort stefnan væri ekki sett á að vera á þeim stað í lok tímabils. „Hvað heldur þú?”, spurði Ágúst blaðamann glottandi. Að sjálfsögðu, var svar blaðamanns, enda lítið annað hægt að segja. „Þú hittir naglann á höfuðuð. Að sjálfsögðu ætlum við að vera þar áfram,” sagði kokhraustur Ágúst að lokum. Rúnar brúnaþungur.vísir/ernirRúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum svekktur í leikslok. Hvað fannst honum helst hafa vantað í leik sinna manna í kvöld? „Mér fannst ekki vanta mikið. Þetta var mjög jafn leikur og leikur sem hefði frekar átt að enda með jafntefli en sigur annars hvors liðsins. Auðvitað þarf að skapa eitthvað til að vinna leiki og við sköpuðum voða lítið, en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeir skora hins vegar þetta eina mark, og þar liggur munurinn. Af hverju gekk KR svona illa að skapa færi í kvöld? „Okkur gekk fyrst og fremst illa að koma boltanum á milli minna og finna menn í lappirnar. Við ætluðum að gera þetta einfalt, vegna vindsins sem var í kvöld, en okkur gekk ekki nógu vel að hemja boltann og opna vörn Blika. Átti Beitir, markmaður KR, að verja þetta? „Ég veit það ekki. En við vitum að þetta er hægri fótar leikmaður og mér finnst lélegt hjá okkur að leyfa honum að skjóta af þessu færi. Þegar að skotið kemur er Beitir á leiðinni í hina áttina og því erfitt fyrir hann að verja skotið. Mér skilst líka að skotið hafi farið í gegnum klofið á varnarmanni okkar, sem gerði Beitir ennþá erfiðra fyrir. Þetta var ekki geggjaðslega fast skot, en dugði til. Er evrópusætið ennþá möguleiki eftir þetta tap? „Já, það er nóg eftir af mótinu. Við förum ekki að leggja árar í bát eftir þetta. Það eiga öll lið eftir að tapa leikjum og við munum halda okkar striki. Það er sárt að tapa hér í dag en það er nóg eftir eins og ég sagði og við þurfum að klára mótið með sæmd, sagði Rúnar að lokum.”
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum