Erlent

Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu á morgun.
Weinstein ætlar að gefa sig fram við lögreglu á morgun. Vísir/AFP

Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, ætlar að gefa sig fram við lögregluna í New York á morgun samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Hann hefur verið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í borginni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. Auk lögreglunnar í New York rannsakar lögreglan í Lundúnum og Los Angeles ásakanir á hendur honum.



Ásakanirnar eru allt frá áreitni til nauðgana og spanna rúman áratug. Samkvæmt heimildum New York Times verður Weinstein ákærður og handtekinn á morgun.



Weinstein var um skeið einn helsti kvikmyndaframleiðandi í Hollywood en á síðustu mánuðum hafa fjölmargar konur í kvikmyndaiðnaðinum stigið fram og sakað Weinstein um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi. 



Nokkrar leikkonur eins og Ashley Judd og Gwyneth Paltrow hafa greint frá því að Weinstein hafi beitt áhrifum sínum í Hollywood og hótað því að koma í veg fyrir framgang þeirra í starfi myndu þær ekki beygja sig undir vilja Weinsteins.



Weinstein er 66 ára gamall og hefur að undanförnu dvalið á meðferðarstofnun í Arizona hvar hann sótti meðferð við kynlífsfíkn.


Tengdar fréttir

Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn

Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×