Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 22:15 Björgunarmenn hafa fengið hvíld áður en haldið verður áfram. Vísir/Getty Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að reynt verði að ná þeim níu sem eftir eru í hellinum í Chiang Rai héraði Taílands þaðan út í nótt að íslenskum tíma. Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst.Fjórum drengjumvar bjargað fyrr í dag í aðgerð sem björgunarmenn segja að hafi tekist fullkomlega. Vegna lítillar úrkomu síðustu daga var aðgerðin ekki jafn flókin og talið var að hún yrði í fyrstu og gátu drengirnir fjórir gengið eða vaðið stóran hluta leiðarinnar.Hlé var gert á aðgerðunum þar sem fylla þarf tanka kafaranna af lofti áður en haldið verður áfram. Drengirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús og eru sagðir vera við ágæta heilsu. Yfirvöld hafa þó ekki gefið út nöfn þeirra sem komust út í dag ogbíða foreldrar drengjanna í ofvæni eftir fregnum.Tímalína sem sýnir hvað hefur gerst frá því að drengirnir fóru inn í hellinn.Mynd/GvendurMikil rigning framundan „Við glímum við tvær hindranir. Vatnið og tímann,“ sagði héraðsstjóri Chiang Rai héraðs, Narongsak Osotthanakorn, fyrr í dag en eftir smá hlé byrjaði aftur að rigna í dag.Monsoon-tímabilið er við það að hefjast í Taílandi og byrji að rigna af krafti gætu drengirnir þurft að dúsa í hellinum þangað til því lýkur, eða í október, og því er allt kapp lagt á að reyna ná þeim sem eftir sitja út sem fyrst.Yfirgnæfandi líkur eru á því að það rigni næstu daga og samkvæmt veðurkortum má gera ráð fyrir rigningu næstu tíu daga.Drengirnir níu sem eftir sitja og þjálfari þeirra eru um fjóra kílómetra inn í hellinum og er erfiðasti hluti leiðarinnar fyrsti kílómetrinn frá þeim. Þar þurfa þeir að fara í gegnum afar þröng rými sem sum hver eru full af vatni. Tveir kafarar fylgja hverjum dreng út. Þegar það er að baki tekur sérstakt teymi við strákunum sem leiðir þá út en vegna þess hversu lítið hefur rignt hefur vatnshæðin þar minnkað og því er hægt að vaða á löngum köflum.Skýringarmynd sem sýnir stöðu mála í hellinum.Mynd/Gvendur
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45 Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Hlé gert á björguninni yfir nótt, fjórir komnir upp Vísir fylgist með björgunaraðgerðunum á Taílandi í beinni textalýsingu. 8. júlí 2018 14:45
Áhyggjufullir foreldrar bíða eftir fregnum við hellinn Móðir eins þeirra sem sagður er hafa verið bjargað úr hellinum í Chiang Rai í Taílandi fyrr í dag segist ekki hafa fengið staðfestingu á því að sonur hennar hafi verið einn þeirra fjögurra sem komst ú 8. júlí 2018 17:27