Forseti smáliðs á Ítalíu býður Loris Karius aðstoð sína og sérstaka afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 09:00 Loris Karius eftir seinni mistökin sín í úrslitaleiknum. Vísir/Getty Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Það er erfitt að vera Loris Karius í dag eftir skelfileg mistök hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í 3-1 sigri Real á Liverpool. Framtíð Loris Karius í marki Liverpool er ekki björt enda keppast evrópskir fjölmiðar við að segja frá eltingarleik Liverpool við öfluga markverði. Það er þó margir sem hafa talað máli Loris Karius og hann er langt frá því að standa einn í baráttunni. Einn af þeim sem hefur boðið honum aðstoð sína er forseti ítalska smáliðsins Rimini FC. Forseti Rimini FC hefur ekki aðeins boðið Loris Karius að koma í frí til Rimini í tilefni af 25 ára afmælisdegi hans því hann gengur enn lengra. „Ég væri meira en til í það að hitta hann í Rimini og minna hann á það að það þarf hugrekki til að sjá að bestu kennslustundirnar eru vanalega þær erfiðustu og þær sem erfiðast er að komast í gegnum,“ skrifar Giorgio Grassi, forseti Rimini FC, í opnu bréfi til Loris Karius. Forsetinn hefur boðist til að taka við Loris Karius á láni í eitt ár. Afmælisgjöf Loris Karius yrði þessi eins árs lánsamningur. „Hér er staðurinn fyrir hann til að öðlast aftur trú á sjálfum sér, ná hugarró og finna nauðsynlegan andlegan styrk til að elta drauma sína,“ er haft eftir forsetanum í frétt á heimasíðu Rimini FC. Loris Karius á afmæli 22. júní næstkomandi. Rimini FC spilar í C-deildinni á Ítalíu eftir að hafa komist upp úr D-deildinni á síðustu leiktíð. Félagið var endurvakið fyrir aðeins tveimur árum en upphaflega stofnað árið 1912. „Hér mun hann finna stóra fjölskyldu og borg sem er tilbúið að hjálpa honum til að sjá sig aftur sem mann númer eitt í atvinnumennskunni,“ hélt forsetinn áfram. Hvort að full alvara sé að baki þessi tilboði eða hvort forsetinn sé að ná sér í ódýra auglýsingu þá er líklegast í stöðunni að Liverpool láni markvörðinn sinn næsta vetur. Hann þarf að spila sig út úr þessum vonbrigðum og það er afar ólíklegt að hann geti gert slíkt sem markvörður Liverpool.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira