Leikmenn skora ekki þrennu í ensku bikarkeppninni á hverjum degi og hvað þá að skora ekki öll þrjú mörkin sín í sama lit af treyju.
Það afrekaði hinsvegar íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson í bikarleik Reading og Stevenage í gærkvöldi.
Leikmenn Reading þurftu að skipta um treyju í hálfleik þar sem keppnistreyjur liðanna þóttu of líkar. Jón Daði var kominn með tvö mörk í hálfleik.
We have a change at half-time...it's the kit! Reading are warming up for the second half in orange shirts after a clear kit clash caused issues in the first half. Kit men having to earn their crust!
— Reading FC (@ReadingFC) January 16, 2018
A hat-trick for @jondadi... completed in different colours! pic.twitter.com/940IRoY4J5
— Reading FC (@ReadingFC) January 16, 2018
Jón Daði var valinn maður leiksins og fékk bæði flösku og að eiga boltann.
Hat-trick hero! @jondadipic.twitter.com/YrhbNgHqT1
— Reading FC (@ReadingFC) January 16, 2018