Opið fyrir skipaferðir á nýjan leik Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2018 08:03 Kerchsundi var lokað með olíuflutningaskipi. Vísir/AP Yfirvöld Rússlands segja að opnað hafi verið fyrir umferð skipa um Kerch-sund eftir að því var lokað í gær. Rússar segja þremur skipum flota Úkraínu hafa verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands og áhafnir þeirra hafi neitað að hlýða skipunum rússneska flotans. Því hafi verið skotið á skipin og hald lagt á þau. Einhverjir sjóliðar eru sagðir hafa særst en ekki liggur fyrir hver margir. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa stutt við bakið á með vopnum, hermönnum og öðrum hætti. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Rússsar segjast hafa opnað lögreglurannsókn vegna meintra brota áhafna skipanna á landhelgi Rússlands, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins.Yfirvöld Rússlands segja að skipunum þremur hafi verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands, sem hafi verið lokað tímabundið, samkvæmt Washington Post, og að áhafnir þeirra hafi hagað sér með hættulegum hætti. Markmiðið hafi verið að skapa til deilna.Úkraínumenn segja þetta kolrangt. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir Rússa hafa hagað sér með ógnandi hætti og þeir hafi beitt ólöglegu afli gegn skipunum þremur og áhöfnum þeirra. Þar áður hafi rússnesku skipi verið siglt á dráttarbát, sem síðar var handsamaður, og hann skemmdur. Yfirvöld beggja ríkja hafa kallað eftir fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fer fram seinna í dag. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Segir aðgerðir Rússa á Asovshafinu kalla á það. 25. nóvember 2018 23:39 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja að opnað hafi verið fyrir umferð skipa um Kerch-sund eftir að því var lokað í gær. Rússar segja þremur skipum flota Úkraínu hafa verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands og áhafnir þeirra hafi neitað að hlýða skipunum rússneska flotans. Því hafi verið skotið á skipin og hald lagt á þau. Einhverjir sjóliðar eru sagðir hafa særst en ekki liggur fyrir hver margir. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu sem Rússar hafa stutt við bakið á með vopnum, hermönnum og öðrum hætti. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Rússsar segjast hafa opnað lögreglurannsókn vegna meintra brota áhafna skipanna á landhelgi Rússlands, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins.Yfirvöld Rússlands segja að skipunum þremur hafi verið siglt inn á yfirráðasvæði Rússlands, sem hafi verið lokað tímabundið, samkvæmt Washington Post, og að áhafnir þeirra hafi hagað sér með hættulegum hætti. Markmiðið hafi verið að skapa til deilna.Úkraínumenn segja þetta kolrangt. Utanríkisráðuneyti Úkraínu segir Rússa hafa hagað sér með ógnandi hætti og þeir hafi beitt ólöglegu afli gegn skipunum þremur og áhöfnum þeirra. Þar áður hafi rússnesku skipi verið siglt á dráttarbát, sem síðar var handsamaður, og hann skemmdur. Yfirvöld beggja ríkja hafa kallað eftir fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fer fram seinna í dag.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01 Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56 Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50 Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Segir aðgerðir Rússa á Asovshafinu kalla á það. 25. nóvember 2018 23:39 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. 25. nóvember 2018 14:01
Saka Rússa um að hafa hertekið þrjú skip Ásakanir ganga á milli Rússa og Úkraínumanna um ógnandi hegðun. 25. nóvember 2018 19:56
Rússar loka fyrir Asovshaf Rússar hafa brugðist við ásökunum Úkraínu með því að loka fyrir umferð um Kerchsund 25. nóvember 2018 16:50
Forseti Úkraínu vill koma á herlögum í landinu Segir aðgerðir Rússa á Asovshafinu kalla á það. 25. nóvember 2018 23:39
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“