Handtaka í tengslum við vinsælt hlaðvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2018 07:34 Síðast sást til Lynette Dawson árið 1982. Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald. Eyjaálfa Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald.
Eyjaálfa Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira