Handtaka í tengslum við vinsælt hlaðvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2018 07:34 Síðast sást til Lynette Dawson árið 1982. Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald. Eyjaálfa Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Ástralska lögreglan hefur handtekið karlmann í tengslum við hvarf konu árið 1982. Þrátt fyrir að næstum 40 ár séu liðin frá því að síðast spurðist til Lynette Dawson hefur hvarf hennar verið mörgum netverjum hugleikið með tilkomu hlaðvarpsins The Teacher's Pet, sem notið hefur töluverðra vinsælda. Maðurinn sem um ræðir var eiginmaður hennar, Chris Dawson, sem nú er sjötugur. Heimildir ástralska fjölmiðla herma jafnframt að hann verði ákærður fyrir að hafa ráðið eiginkonu sinni bana. Hann hefur ætíð neitað að haft nokkuð með hvarf eiginkonu sinnar að gera. Þau áttu saman tvö börn, sem hann segir að Lynette hafi skilið eftir hjá sér þegar hún ákvað að stinga af og ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Bróðir konunnar, Greg Simms, segist í samtali við þarlenda fjölmiðla vera hæstánægður með þessar nýjustu vendingar í málinu. „Við höfum alltaf verið ákveðin í að leita sannleikans og er það ástæðan fyrir því að við höfum haldið nafni Lyn[ette] á lofti,“ segir Simms. Tvívegis á síðustu áratugum hefur verið reynt að sækja einstaklinga til saka fyrir að hafa myrt konuna. Saksóknarar hafa hins vegar verið tregir til þess að gefa út ákærur í málinu vegna skorts á sönnunargögnum. Til að mynda hafi lík hennar aldrei fundist.Enn ófundin Framkvæmd var húsleit á fyrrverandi heimili þeirra Dawson-hjóna fyrr á þessu ári sem er ekki sögð hafa skilað neinum nýjum vísbendingum. Engu að síður segist ástralska lögreglan verið nokkuð viss í sinni sök. Nýju lífi hafi verið blásið í rannsóknina fyrir um þremur árum síðan og hafi það komið þeim á sporið. Lík Lynette Dawson sé þó enn ekki fundið en segir talsmaður lögreglunnar að leitinni verði framhaldið til að hægt verði að ljúka málinu fyrir fullt og allt. Frá því að fyrrnefnt hlaðvarp leit dagsins ljós í maí síðastliðnum er talið að um 27 milljón manns hafi hlýtt á sögu Dawson-hjónanna. Hlaðvarpið leggur áherslu á mistök sem gerð voru við fyrri rannsókn lögreglunnar á hvarfi konunnar. Ástralska lögreglan hefur sætt gagnrýni vegna málsins, sem hún svo brást við með opinberri afsökunarbeiðni fyrr á þessu ári. Nánar má kynna sér sögu málsins og framvindu þess í nýlegri fréttaskýringu Sydney Morning Herald.
Eyjaálfa Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira