Obama og ný vonarstjarna demókrata stungu saman nefjum Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 13:34 Framboð O'Rourke í Texas vakti athygli á landsvísu og er hann nú talinn líklegur forsetaframbjóðandi árið 2020. Vísir/EPA Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Fundur Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Betos O‘Rourke, þingmanns frá Texas, hefur gefið vangaveltum um að sá síðarnefndi hyggi á forsetaframboð byr undir báða vængi. O‘Rourke er sagður hafa verið hvattur til að há kosningabaráttu í anda vonar líkt og Obama gerði fyrir áratug. Mikið hefur verið rætt um O‘Rourke sem vonarstjörnu Demókrataflokksins þrátt fyrir að hann hafi beðið ósigur í kosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Texas. O‘Rourke, sem er fráfarandi fulltrúadeildarþingmaður, náði enda að velgja Ted Cruz, sitjandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, undir uggum í ríkinu sem hefur hallast verulega til hægri. Þannig hefur O‘Rourke verið á meðal efstu manna á lista yfir mögulega forsetaframbjóðendur flokksins fyrir kosningarnar árið 2020. Washington Post segir að O‘Rourke hafi fundað með Obama á skrifstofu forsetans fyrrverandi í Washington-borg um miðjan nóvember, tíu dögum eftir þingkosningarnar. Talsmenn Obama og O‘Rourke neituðu að tjá sig um hvað þeim fór á milli. Fyrrverandi aðstoðarmenn Obama hafi hvatt O‘Rourke til að bjóða sig fram í sama anda og Obama gerði á sínum tíma. Eitt helsta slagorð Obama þá var „von“. Í kosningabaráttunni sór O‘Rourke að hann myndi ekki bjóða sig fram til forseta árið 2020. Eftir ósigurinn hefur hann gefið framboði undir fótinn en sagst þurfa að ráðfæra sig við fjölskyldu sína áður. Opinberlega hefur Obama virst jákvæður í garð O‘Rourke. Hann hefur meðal annars sagt að þingmaðurinn frá Texas minni hann á sig sjálfan. Hann væri einn fárra stjórnmálamanna sem gætu náð til fjölbreytt hóps kjósenda í sífellt klofnara samfélagi.Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vinna að því að byggja upp nýja kynslóð leiðtoga Demókrataflokksins.myndir/Nordicphotos/AFPForsetinn fyrrverandi virðist hafa nokkuð til síns máls þar. O‘Rourke safnaði þannig meira fé en nokkur annar frambjóðandi í þingkosningunum. Á endanum munaði aðeins 2,6 prósentustigum á honum og Cruz. „Það sem mér líkaði við framboð hans var að maður hafði ekki á tilfinningunni að hún væri ekki sífellt mæld eftir könnunum. Það var eins og hann byggði yfirlýsingar sínar og afstöðu á því sem hann trúði, Manni fyndist að þannig ættu hlutirnir venjulega að virka. Því miður er það ekki þannig,“ sagði Obama um framboð O‘Rourke í viðtali fyrir skömmu. Obama er þó sagður hafa hitt fleiri mögulega frambjóðendur demókrata, þar á meðal Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmann frá Massachusetts, Bernie Sanders, öldungadeildarþingmann frá Vermont sem bauð sig fram gegn Hillary Clinton í forvalinu árið 2016, og Mitch Landrieu, fyrrverandi borgarstjóra New Orleans. Þá afþakkaði O‘Rourke aðstoð Obama í kosningabaráttunni í haust. Hann er sagður hafa óttast að íbúum Texas að hann fengi utanaðkomandi fólk til að segja þeim hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Óvænt barátta um Texas Frambjóðandi Demókrata í Texas nýtur mikilla vinsælda. Flokkurinn vonast eftir kraftaverki. 14. október 2018 21:30
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40