Blikar byrja af krafti │ Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu KA sigur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 17:15 Blikar fagna sigri síðasta sumar. Vísir. Breiðablik fer frábærlega af stað í Lengjubikarnum þetta tímabilið en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 16-0. Blikar unnu Magna 3-0 í dag. Elfar Freyr Helgason kom Blikum yfir strax á 12. mínútu og Andri Rafn Yeoman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiksins. Aron Bjarnason kláraði svo leikinn endanlega í uppbótartíma. KA vann dramatískan sigur á KR þar sem sigurmarkið skoraði Frosti Brynjólfsson með glæsilegu marki, en hann er fæddur árið 2000. Akureyringar höfðu komist yfir strax á 9. mínútu með marki frá Elfar Árna Aðalsteinssyni. Óskar Örn Hauksson svaraði fyrir KR á 24. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik og kom KR-ingum yfir. KA menn skoruðu hins vegar tvö mörk á tveggja mínútna kafla, það fyrra frá Daníel Hafsteinssyni og svo tryggði Frosti þeim sigurinn eins og áður segir. Breiðablik er á toppi riðils 2 með fullt hús stiga að þremur leikjum loknum. KA menn eru einnig með fullt hús, en markatala þeirra er ekki alveg eins góð og Blika og því í öðru sætinu. KR er með fjögur stig eftir jafntefli gegn Magna í síðustu umferð. Þróttur R. og ÍR eru án stiga á botninum en þau mætast innbyrðis á morgun. Í riðli 4 vann Grindavík sigur á Selfossi og er með sjö stig á toppi riðilsins. Jóhann Helgi Hannesson kom Grindvíkingum yfir á 26. mínútu og voru gestirnir yfir í hálfleik. Það var svo fyrrum Grindvíkingurinn Gilles Mbang Ondo, sem er á reynslu hjá Selfossi, sem jafnaði leikinn á 76. mínútu. Færeyingurinn Rene Joensen tryggði Grindavík svo sigurinn á 81. mínútu. Grindavík hefur þriggja stiga forystu á FH og Fylki, en leikur Fylkis og Þórs hófst núna klukkan 17:00. Selfoss er hins vegar á botninum án sigurs. Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Breiðablik fer frábærlega af stað í Lengjubikarnum þetta tímabilið en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína með markatölunni 16-0. Blikar unnu Magna 3-0 í dag. Elfar Freyr Helgason kom Blikum yfir strax á 12. mínútu og Andri Rafn Yeoman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiksins. Aron Bjarnason kláraði svo leikinn endanlega í uppbótartíma. KA vann dramatískan sigur á KR þar sem sigurmarkið skoraði Frosti Brynjólfsson með glæsilegu marki, en hann er fæddur árið 2000. Akureyringar höfðu komist yfir strax á 9. mínútu með marki frá Elfar Árna Aðalsteinssyni. Óskar Örn Hauksson svaraði fyrir KR á 24. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni í seinni hálfleik og kom KR-ingum yfir. KA menn skoruðu hins vegar tvö mörk á tveggja mínútna kafla, það fyrra frá Daníel Hafsteinssyni og svo tryggði Frosti þeim sigurinn eins og áður segir. Breiðablik er á toppi riðils 2 með fullt hús stiga að þremur leikjum loknum. KA menn eru einnig með fullt hús, en markatala þeirra er ekki alveg eins góð og Blika og því í öðru sætinu. KR er með fjögur stig eftir jafntefli gegn Magna í síðustu umferð. Þróttur R. og ÍR eru án stiga á botninum en þau mætast innbyrðis á morgun. Í riðli 4 vann Grindavík sigur á Selfossi og er með sjö stig á toppi riðilsins. Jóhann Helgi Hannesson kom Grindvíkingum yfir á 26. mínútu og voru gestirnir yfir í hálfleik. Það var svo fyrrum Grindvíkingurinn Gilles Mbang Ondo, sem er á reynslu hjá Selfossi, sem jafnaði leikinn á 76. mínútu. Færeyingurinn Rene Joensen tryggði Grindavík svo sigurinn á 81. mínútu. Grindavík hefur þriggja stiga forystu á FH og Fylki, en leikur Fylkis og Þórs hófst núna klukkan 17:00. Selfoss er hins vegar á botninum án sigurs.
Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira