„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2018 15:10 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. Vísir/AFP Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, kallaði í dag Julian Assange, stofnanda Wikileaks, „vesælan lítinn orm“. Hann sagði tíma til kominn að Assange yfirgefi sendiráð Ekvador í London, þar sem hann hefur haldið til frá 2012, og mæti breska réttarkerfinu. Þetta sagði Duncan eftir að Assange gagnrýndi viðbrögð Breta við taugaeitursárásinni gegn Sergei Skripal, sem nú liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi ásamt dóttur sinni. Assange hefur búið í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna.Óttast framsal til Bandaríkjanna Yfirvöld Ekvador hafa leitað leiða til að koma Assange út án þess að hann verði handtekinn og hafa meðal annars sótt um að yfirvöld verndi hann sem erindreka Ekvador. Þeirri beiðni var hafnað. Þá neitaði dómari í Bretlandi að fella niður handtökuskipun gagnvart Assange í síðasta mánuði. Sú handtökuskipun var gefin út eftir að Assange mætti ekki fyrir dómara í London, eftir að hann flúði inn í sendiráð Ekvador. Duncan svaraði spurningum þingmanna í breska þinginu í dag þar sem hann var spurður út í Assange. „Því miður er Julian Assange enn í sendiráði Ekvador. Það er kominn tími til að þessi litli vesæli ormur komi úr sendiráðinu og mæti breska réttarkerfinu,“ sagði Duncan. Í yfirlýsingu til Reuters sagði Assange að yfirvöld Bretlands ættu að opinbera hvort til stæði að framselja hann til Bandaríkjanna.Deilt um fangelsun án dóms og laga Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í febrúar 2016 að Assange sæti í raun í fangelsi án dóms og laga. Bretar hafna þeirri niðurstöðu hins vegar og segja hann hafa farið sjálfan inn í sendiráðið og að hann geti yfirgefið það hvenær sem honum sýnist og mætt afleiðingum gjörða sinna. Julian Assange stofnaði Wikileaks árið árið 2006. Samtökin birtu meðal annars leynileg gögn nafnlausra heimildarmanna. Samtökin urðu heimsfræg fyrir að birta gögn frá bandaríska hermanninum Bradley Manning árið 2010. Manning hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að leka leynigögnum til Wikileaks. Assange hefur haldið áfram að birta efni á síðu Wikileaks og þar á meðal birti hann tölvupósta Demókrataflokksins sem útsendarar Rússlands stálu í tölvuárás í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Assange getur enn ekki yfirgefið sendiráðið Breskur dómstóll hefur úrskurðað að handtökuskipun gagnvart Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sé enn í gildi. 6. febrúar 2018 15:25