Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtur stuðnings 40% svarenda í nýrri skoðanakönnun Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðvarinnar. Vinsældir hans hafa ekki mælst meiri frá því á fyrstu hundrað dögunum eftir að hann tók við embætti. Rúmur helmingur svarenda er engu að síður enn óánægður með forsetann.
Síðast þegar þessi könnun var gerð í janúar sögðust 36% svarenda hafa velþóknun á störfum Trump sem forseta og hafa vinsældir hans því aukist aðeins síðustu vikurnar. Forsetinn mælist nú með 40,8% stuðning samkvæmt útreikningum vefsíðunnar Five Thirty Eight á meðaltali skoðanakannanna. Rúm 53% eru óánægð með Trump á sama mælikvarða.
Svarendur í könnuninni virðast gera greinarmun á persónu Trump annars vegar og frammistöðu hans í einstökum málaflokkum hins vegar. Þrátt fyrir að 61% hafi neikvæða sýn á forsetann sem manneskju telur hátt í helmingur hann halda vel á efnahagsmálum, 46% gegn 48% sem telja hann ekki standa sig vel í málaflokknum.
Athygli vekur að aðeins 32% svarenda líst vel á Trump sem manneskju sem bendir til þess að einhver hluti hans eigin stuðningsmanna hafi ekki mikið persónulegt álit á forsetanum. Þannig segjast 11% hafa velþóknun á Trump í embætti en kunna ekki að meta hann sem manneskju.
Vinsældir Trump ekki meiri frá hveitibrauðsdögunum

Tengdar fréttir

Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi
Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun.

Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum
Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag.

Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“
Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða.