Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin hafnaði VAR: „Mjög slæm ákvörðun“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger þungt hugsi.
Wenger þungt hugsi. vísir/afp
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að ákvörðun stjórnar ensku úrvalsdeildarinnar að taka ekki upp VAR á næstu leiktíð sé virkilega slæm ákvörðun.

„Því miður hefur úrvalsdeildin ákveðið aftur taka ekki upp VAR (myndbands-aðstoðardómara) og mér finnst persónulega það vera mjög, mjög slæm ákvörðun,” sagði Wenger eftir tapið gegn Newcastle í dag.

„Ég vildi fá VAR því úrvalsdeildin var stofnuð af fólki sem hafði haldið áfram þróuninni og það vildi vera fremsta deildin í Evrópu. Það virkaði. Unga kynslóðin þekkir þetta og annarsstaðar í heiminum gætu deildir tekið fram úr okkur vegna þessa.”

„Við erum á eftir heiminum og allir stóru leikirnir sem hafa ráðist á mistökum, það hefði verið hægt að koma í veg fyrir það með VAR. Til að mynda í Meistaradeildinni milli City og LIverpool.”

VAR-tæknin var notuð í enska bikarnum og deildarbikarnum á þessu tímabili við litla hrifningu flestra enda voru meðal annars teknar rangar ákvarðanir þegar tæknin var notuð.

Fólki finnst einnig leikurinn stöðvast í of langan tíma þegar tæknin er notuð svo það eru mismunandi sjónarhorn á þessari nýjustu tækni fótboltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×