Lagði til byggingu veggjar yfir Sahara Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2018 10:50 Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, að Spánverjar ættu að byggja vegg yfir Sahara-eyðimörkina. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að innflytjendur frá Afríku kæmu til Evrópu í jafn miklu mæli og nú. Þetta kemur fram í fjölmiðlum á Spáni sem segja samtal Trump og Borrell hafa átt sér stað í júní þegar hann heimsótti Bandaríkin með konungi og drottningu Spánar. Borrell mun hafa sagt frá þessum samskiptum sínum við Trump á hádegisverði um síðustu helgi. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ummælin. Sky News segir Trump hafa vitnað í eigið verkefni til að draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Hann hefur lengi viljað byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en án stuðnings frá þingmönnum hefur lítið gengið í þeim málum. Mörgum þykir það óhagkvæmt að byggja rúmlega þrjú þúsund kílómetra langan vegg. „Landamærin við Sahara geta varla verið lengri en landamæri okkar og Mexíkó,“ á Trump að hafa sagt við Borell. Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Það gæti því reynst yfirvöldum Spánar erfitt að byggja vegg þvert yfir eyðimörkina. Minnst 33.600 farand- og flóttamenn hafa ferðast til Spánar það sem af er þessu ári og er það þrefalt fleiri en á sama tímabili í fyrra. Minnst 1.723 hafa dáið við að reyna að komast til Spánar. Samkvæmt Guardian hefur það reynt verulega á innviði í Suður-Spáni og hafa stjórnarandstæðingar gagnrýnt Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrir linkind gagnvart innflytjendum. Donald Trump Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar, að Spánverjar ættu að byggja vegg yfir Sahara-eyðimörkina. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að innflytjendur frá Afríku kæmu til Evrópu í jafn miklu mæli og nú. Þetta kemur fram í fjölmiðlum á Spáni sem segja samtal Trump og Borrell hafa átt sér stað í júní þegar hann heimsótti Bandaríkin með konungi og drottningu Spánar. Borrell mun hafa sagt frá þessum samskiptum sínum við Trump á hádegisverði um síðustu helgi. Utanríkisráðuneytið hefur staðfest ummælin. Sky News segir Trump hafa vitnað í eigið verkefni til að draga úr fjölda ólöglegra innflytjenda frá Suður-Ameríku. Hann hefur lengi viljað byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó en án stuðnings frá þingmönnum hefur lítið gengið í þeim málum. Mörgum þykir það óhagkvæmt að byggja rúmlega þrjú þúsund kílómetra langan vegg. „Landamærin við Sahara geta varla verið lengri en landamæri okkar og Mexíkó,“ á Trump að hafa sagt við Borell. Sahara-eyðimörkin er um fimm þúsund kílómetra breið og tilheyrir fjölmörgum ríkjum, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki Spánn. Það gæti því reynst yfirvöldum Spánar erfitt að byggja vegg þvert yfir eyðimörkina. Minnst 33.600 farand- og flóttamenn hafa ferðast til Spánar það sem af er þessu ári og er það þrefalt fleiri en á sama tímabili í fyrra. Minnst 1.723 hafa dáið við að reyna að komast til Spánar. Samkvæmt Guardian hefur það reynt verulega á innviði í Suður-Spáni og hafa stjórnarandstæðingar gagnrýnt Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, fyrir linkind gagnvart innflytjendum.
Donald Trump Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira