Konur fagna afléttingu akstursbanns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. september 2017 06:00 Konum í Sádi-Arabíu verður brátt heimilt að keyra. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP „Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
„Ég trúði þessu ekki. Ég fór bara að hlæja, hoppa og öskra. Þetta er mikill sigur,“ sagði Sahar Nassif, sádiarabísk baráttukona, í viðtali við BBC í gær en í fyrrinótt gaf Salman konungur tilskipun þess efnis að konum yrði heimilt að keyra bíla. Sagðist Nassif ætla að kaupa draumabílinn sinn af þessu tilefni, svartan og gulan Mustang blæjubíl. Mikil fagnaðarlæti voru í Persaflóaríkinu vegna tíðindanna í gær. „Þetta er risavaxið skref fyrir konur. Það er frábært að sjá konur við stýrið, bæði bókstaflega og í táknrænni merkingu. Feðraveldið er hægt en örugglega að breytast í jafnréttisríki. Þetta er stórkostlegt. Þetta eru fyrstu skrefin í átt að frelsi,“ sagði hin 26 ára Sultana al-Saud í samtali við The Guardian í gær. Manal al-Sharif, einn skipuleggjenda Women2Drive herferðarinnar, sem hefur jafnframt verið fangelsuð fyrir að setjast undir stýri í Sádi-Arabíu, fagnaði tíðindunum á Twitter og sagði að Sádi-Arabía yrði aldrei söm. „Regnið byrjar með stökum dropa,“ tísti al-Sharif. Er þetta annar jafnréttissigur kvenna á skömmum tíma en þeim var í fyrsta skipti heimilt að taka þátt í að fagna þjóðhátíðardegi Sádi-Araba á mánudag. Með tilskipun konungs varð Sádi-Arabía síðasta ríki heims til þess að leyfa konum að keyra. Aðeins karlmenn hafa hingað til mátt taka bílpróf og hættu konur sem keyrðu á að verða handteknar og sektaðar. Næstu skref eru þau að sérstök nefnd verður skipuð til þess að ráðleggja stjórnvöldum um hvernig sé best að aflétta banninu. Verður tilskipunin síðan að lögum þann 24. júní árið 2018. Khaled bin Salman, prins og sendiherra Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að konur þyrftu jafnframt ekki leyfi karlmanns til þess að taka bílpróf og að þær mættu keyra hvar sem þær vildu. Alþjóðasamfélagið tók þátt í fagnaðarlátunum og var António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ánægður með skrefið. „Ég styð ákvörðun Sádi-Araba um að aflétta banni við akstri kvenna. Þetta er mikilvægt skref í rétta átt,“ tísti Guterres. Ekki hafa þó allir Sádi-Arabar tekið tíðindunum fagnandi en ríkið er eitt það íhaldssamasta í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Greinir BBC frá því að íhaldssömustu raddirnar hafi sagt ríkisstjórnina brjóta sjaríalög. Langt er þó í land fyrir sádiarabískar konur. Þurfa þær til að mynda að hlýða ströngum lögum um klæðaburð, þær mega ekki gefa sig á tal við ókunnuga karlmenn og verða að vera í fylgd karlmanns, eða fá skriflegt samþykki karlmanns, vilji þær ferðast, vinna eða sækja þjónustu innan heilbrigðiskerfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira