Nethlutleysi afnumið gegn vilja fólksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Afnáminu var mótmælt við höfuðstöðvar FCC. Nordicphotos/AFP Stjórn Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) ákvað í gær að afnema reglur um nethlutleysi. Reglurnar voru settar árið 2015 í forsetatíð Baracks Obama og fela í sér að netþjónustuaðilar verði að meðhöndla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og áfangastað. Hafa andstæðingar afnámsins haldið því fram að jafn og hlutlaus aðgangur að netinu teljist til mannréttinda. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki geti hægt á tengingum við ákveðið efni og selt hraðari aðgang á okurverði. Jafnframt geri afnámið téðum fyrirtækjum kleift að rukka vefsíður fyrir að hægja ekki á tengingu neytenda við þær.Ajit Pai, stjórnarformaður FCC.Nordicphotos/afpStóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á afnámið undanfarið. Sama er hins vegar ekki að segja um almenning en samkvæmt nýrri könnun Maryland-háskóla eru 83 prósent andvíg afnáminu. Sé litið til Repúblikana, en fulltrúar þeirra mynduðu þann meirihluta sem þurfti til að afnema reglurnar, eru 75 prósent andvíg afnáminu. Stjórnarmennirnir og Demókratarnir Jessica Rosenworcel og Mignon Clyborn greiddu atkvæði gegn afnáminu. Sagði Clyburn að með því væri verið að draga tennurnar úr fjarskiptastofnun. „Með þessu erum við að afhenda milljarðamæringum lyklana að internetinu, einni merkilegustu og mest valdeflandi uppfinningu okkar tíma.“ „Nethlutleysi er netfrelsi. Ég styð það frelsi. Ég er á móti þessari fljótfærnislegu ákvörðun,“ sagði Rosenworcel. Enn fremur sagði hún allt ferlið sem leiddi að fundi gærdagsins gjörspillt. Ajit Pai stjórnarformaður var á öðru máli og greiddi atkvæði með afnámstillögunni. „Helsta umkvörtunarefni neytenda þegar kemur að internetinu hefur aldrei verið að netþjónustufyrirtæki hindri eða hamli aðgangi að efni. Þeir hafa kvartað yfir því að þeir hafi alls engan aðgang að internetinu eða að samkeppni sé ekki nægilega mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Stjórn Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) ákvað í gær að afnema reglur um nethlutleysi. Reglurnar voru settar árið 2015 í forsetatíð Baracks Obama og fela í sér að netþjónustuaðilar verði að meðhöndla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og áfangastað. Hafa andstæðingar afnámsins haldið því fram að jafn og hlutlaus aðgangur að netinu teljist til mannréttinda. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki geti hægt á tengingum við ákveðið efni og selt hraðari aðgang á okurverði. Jafnframt geri afnámið téðum fyrirtækjum kleift að rukka vefsíður fyrir að hægja ekki á tengingu neytenda við þær.Ajit Pai, stjórnarformaður FCC.Nordicphotos/afpStóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á afnámið undanfarið. Sama er hins vegar ekki að segja um almenning en samkvæmt nýrri könnun Maryland-háskóla eru 83 prósent andvíg afnáminu. Sé litið til Repúblikana, en fulltrúar þeirra mynduðu þann meirihluta sem þurfti til að afnema reglurnar, eru 75 prósent andvíg afnáminu. Stjórnarmennirnir og Demókratarnir Jessica Rosenworcel og Mignon Clyborn greiddu atkvæði gegn afnáminu. Sagði Clyburn að með því væri verið að draga tennurnar úr fjarskiptastofnun. „Með þessu erum við að afhenda milljarðamæringum lyklana að internetinu, einni merkilegustu og mest valdeflandi uppfinningu okkar tíma.“ „Nethlutleysi er netfrelsi. Ég styð það frelsi. Ég er á móti þessari fljótfærnislegu ákvörðun,“ sagði Rosenworcel. Enn fremur sagði hún allt ferlið sem leiddi að fundi gærdagsins gjörspillt. Ajit Pai stjórnarformaður var á öðru máli og greiddi atkvæði með afnámstillögunni. „Helsta umkvörtunarefni neytenda þegar kemur að internetinu hefur aldrei verið að netþjónustufyrirtæki hindri eða hamli aðgangi að efni. Þeir hafa kvartað yfir því að þeir hafi alls engan aðgang að internetinu eða að samkeppni sé ekki nægilega mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira