Ráðgjafar Trump komust ekki til Íslands vegna veðurs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2017 10:45 Aflýs varð Íslandsflugi herramanna tveggja sem sjást hér við hlið Donald Trump. Vísir/Getty Búið er að aflýsa fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins með Robert Stryk og Jacob Daniels sem halda átti í dag. Mennirnir tveir, sem starfað hafa með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, komust ekki til Íslands í gær vegna óveðursins sem geisaði í gær. Yfirskrift fundarins, sem halda átti í hádeginu í dag, var „Washington eftir tíu mánaða valdatíð Trump“. Þar áttu Stryk og Daniels að fara yfir stöðu mála í Bandaríkjunum eftir að Trump komst til valda. Áttu þeir meðal annars að varpa ljósi á það hvernig forsetinn vilji að valdatíðar sinnar verði minnst sem og hvernig ástandið i Bandaríkjunum horfi við þeim sem komu Trump til valda. Stryk og Daniels starfa fyrir Sonoran Policy Group í Washington og hafa unnið náið með forsetanum og stjórn hans í aðdraganda kosninga og eftir. Styrk er forstjóri Sonoran og hefur áratuga reynslu af því ð starfa með stjórnmálamönnum úr röðum repúblikana. Daniels er framkvæmdastjóri Sonoran og var kosningastjóri Trump í tíu ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum síðasta haust. Áttu þeir að koma til landsins í gær en var flugi þeirra frá Washington aflýst vegna óveðursins sem geisaði á Suðvesturhorni landsins og víðar í gær. Tugum fluga var aflýst eða frestað vegna veðurs og komust þeir því ekki í tæka tíð fyrir fundinn. „Vegna truflana á samgöngum í kjölfar óveðursins komast fyrirlesararnir ekki til landsins að þessu sinni. Fundinum er því aflýst en AMÍS hlakkar til að bjóða til fundar með þeim síðar í vetur, þegar þeir verða á Íslandi,“ segir í tölvupósti frá Amerísk-íslenska verslunarráðinu vegna frestunarinnar. Donald Trump Veður Tengdar fréttir Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Búið er að aflýsa fundi Amerísk-íslenska verslunarráðsins með Robert Stryk og Jacob Daniels sem halda átti í dag. Mennirnir tveir, sem starfað hafa með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, komust ekki til Íslands í gær vegna óveðursins sem geisaði í gær. Yfirskrift fundarins, sem halda átti í hádeginu í dag, var „Washington eftir tíu mánaða valdatíð Trump“. Þar áttu Stryk og Daniels að fara yfir stöðu mála í Bandaríkjunum eftir að Trump komst til valda. Áttu þeir meðal annars að varpa ljósi á það hvernig forsetinn vilji að valdatíðar sinnar verði minnst sem og hvernig ástandið i Bandaríkjunum horfi við þeim sem komu Trump til valda. Stryk og Daniels starfa fyrir Sonoran Policy Group í Washington og hafa unnið náið með forsetanum og stjórn hans í aðdraganda kosninga og eftir. Styrk er forstjóri Sonoran og hefur áratuga reynslu af því ð starfa með stjórnmálamönnum úr röðum repúblikana. Daniels er framkvæmdastjóri Sonoran og var kosningastjóri Trump í tíu ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum síðasta haust. Áttu þeir að koma til landsins í gær en var flugi þeirra frá Washington aflýst vegna óveðursins sem geisaði á Suðvesturhorni landsins og víðar í gær. Tugum fluga var aflýst eða frestað vegna veðurs og komust þeir því ekki í tæka tíð fyrir fundinn. „Vegna truflana á samgöngum í kjölfar óveðursins komast fyrirlesararnir ekki til landsins að þessu sinni. Fundinum er því aflýst en AMÍS hlakkar til að bjóða til fundar með þeim síðar í vetur, þegar þeir verða á Íslandi,“ segir í tölvupósti frá Amerísk-íslenska verslunarráðinu vegna frestunarinnar.
Donald Trump Veður Tengdar fréttir Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44 Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42
Þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins Þrumur og eldingaveður geta fylgt þegar skil lægðarinnar fara yfir landið. 5. nóvember 2017 21:44
Margvísleg áhrif óveðursins Bregðast þurfti við margskonar útköllum vegna stormsins sem gekk yfir landið í nótt. 6. nóvember 2017 08:22