Talsvert um eignatjón á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 20:23 Á annað hundrað björgunarsveitarmanna hafa verið kallaðir út vegna óveðursins. Vísir.is/Ernir Eyjólfsson Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu. Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu.
Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30