Talsvert um eignatjón á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 20:23 Á annað hundrað björgunarsveitarmanna hafa verið kallaðir út vegna óveðursins. Vísir.is/Ernir Eyjólfsson Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu. Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu.
Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent