Kristinn: Fannst þetta gott næsta skref eftir að ræða við Óla Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 15:15 Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Kristinn Steindórsson er kominn heim en hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH í Kaplakrika í dag og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Kristinn fór út í atvinnumennsku fyrir fimm árum og er búinn að spila í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en hann rifti samningi sínum við Sundsvall á dögunum og segir þessi félagaskipti í Hafnarfjörðinn ekki hafa haft langan aðdraganda. „Ekki langan. Eins og flestir vita var tímabilið að klárast út í Svíþjóð fyrir um tveimur til þremur vikum og svo kom það í ljós að ég myndi fara frá Sundsvall. Eftir það gerðist þetta ansi hratt,“ segir Kristinn. „Það er ekki það að ég vildi ekki vera úti. Þetta var meira að ég vildi komast frá Sundsvall og prófa eitthvað nýtt. Þegar að þetta kom upp með FH fannst mér það mjög spennandi. Eftir að hafa rætt við Óla og aðra hjá FH fannst mér þetta gott næsta skref.“ Kristinn er annar Blikinn úr meistaraliðinu 2010 sem kemur heim úr atvinnumennsku í vetur og gengur í raðir FH en áður var Guðmundur Kristjánsson kominn frá Start. „Það skapast einhver umræða um þetta allt saman og þá stráka sem að voru þar þegar að við unnum titlana. Af hverju FH? Ég þekki Óla frá mínum tíma í Breiðablik og hafði hug á að starfa með honum aftur. Svo líst mér bara mjög vel á allt annað hjá FH. Þetta er lið sem sættir sig ekki við að vinna ekki,“ segir Kristinn, en hann ræddi aðeins við uppeldisfélagið. „Ég heyrði aðeins í þeim en það fóru engar viðræður í gang. Ég ræddi eiginlega bara við FH þar sem það var það sem ég vildi.“ Kristni gekk sjálfum ágætlega á tímabilinu í Svíþjóð þrátt fyrir að liðið væri í bullandi fallbaráttu en nú vonast hann til að komast aftur almennilega af stað í sóknarsinnuðu liði. „Hlutirnir gengu ekki alveg eins og ég vildi í Bandaríkjunum og svo tók ég meiðsli með mér yfir til Svíþjóðar. Fyrra tímabilið hjá Sundsvall var brösótt en ég fékk að spila í ár og það gekk vel þrátt fyrir að liðinu gekk ekki vel,“ segir hann. „Maður þarf að endurræsa sig aðeins og vera í liði sem er meira í því að sækja heldur en að verjast. Ég hlakka bara til að komast heim og koma mér í stand og fara út á völl og spila minn leik,“ segir Kristinn Steindórsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Kristinn og Castillion búnir að semja við FH FH samdi við tvo risastóra bita í Kaplakrika í dag. 24. nóvember 2017 14:15