Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2017 08:37 Steve Stephens myrti Robert Goodwin, og sýndi morðið á Facebook. Facebook Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. Steve Stevens myrti 74 ára gamlan mann, Robert Godwin, í Cleveland-borg í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og sýndi frá því á Facebook. Eins og gefur að skilja hefur málið vakið gríðarlega athygli en Stevens er enn leitað. Í yfirlýsingu Facebook, sem lesa má hér, segir að í kjölfarið á morðinu hyggist samfélagsmiðillinn endurskoða verklag sitt varðandi það hvernig er brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á miðlinum. Alls setti Stevens inn þrjú myndbönd á Facebook en aðgangi hans að miðlinum var ekki lokað fyrr en tveimur tímum eftir að hann framdi morðið. Í fyrsta myndbandinu segir Steven að hann ætli sér að fremja morð og tveimur mínútum síðar birtir hann svo annað myndband þar sem hann sést skjóta Godwin til bana. Í þriðja myndbandinu játar hann síðan morðið. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Facebook fékk miðillinn enga tilkynningu um fyrsta myndbandið sem Stevens setti inn. Miðillinn fékk hins vegar tilkynningu um sjálft morðið en ekki fyrr en 45 mínútum eftir að Stevens setti inn myndbandið. Facebook fékk svo tilkynningar um þriðja myndbandið en ekki fyrr en því var lokið. „Við lokuðum aðgangi hins grunaða innan við 23 mínútum frá því að við fengum fyrstu tilkynningu um myndbandið sem sýndi morðið [...]. En við vitum að við þurfum að gera betur,“ segir í yfirlýsingu Facebook. Þá segir jafnframt að miðillinn sé ávallt að leita nýrra leiða til að gera hann að öruggu samfélagi í netheimum. Gervigreind geti þar komið að góðum notum og þá ætlar fyrirtækið að bæta verkferla varðandi það hvernig brugðist sé við því þegar ofbeldisfullu efni er deilt á samfélagsmiðlinum. Það mun til að mynda fela í sér hraðari forgangsröðun tilkynninga um óæskilegt efni sem dreift er á Facebook. Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. Steve Stevens myrti 74 ára gamlan mann, Robert Godwin, í Cleveland-borg í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og sýndi frá því á Facebook. Eins og gefur að skilja hefur málið vakið gríðarlega athygli en Stevens er enn leitað. Í yfirlýsingu Facebook, sem lesa má hér, segir að í kjölfarið á morðinu hyggist samfélagsmiðillinn endurskoða verklag sitt varðandi það hvernig er brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á miðlinum. Alls setti Stevens inn þrjú myndbönd á Facebook en aðgangi hans að miðlinum var ekki lokað fyrr en tveimur tímum eftir að hann framdi morðið. Í fyrsta myndbandinu segir Steven að hann ætli sér að fremja morð og tveimur mínútum síðar birtir hann svo annað myndband þar sem hann sést skjóta Godwin til bana. Í þriðja myndbandinu játar hann síðan morðið. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Facebook fékk miðillinn enga tilkynningu um fyrsta myndbandið sem Stevens setti inn. Miðillinn fékk hins vegar tilkynningu um sjálft morðið en ekki fyrr en 45 mínútum eftir að Stevens setti inn myndbandið. Facebook fékk svo tilkynningar um þriðja myndbandið en ekki fyrr en því var lokið. „Við lokuðum aðgangi hins grunaða innan við 23 mínútum frá því að við fengum fyrstu tilkynningu um myndbandið sem sýndi morðið [...]. En við vitum að við þurfum að gera betur,“ segir í yfirlýsingu Facebook. Þá segir jafnframt að miðillinn sé ávallt að leita nýrra leiða til að gera hann að öruggu samfélagi í netheimum. Gervigreind geti þar komið að góðum notum og þá ætlar fyrirtækið að bæta verkferla varðandi það hvernig brugðist sé við því þegar ofbeldisfullu efni er deilt á samfélagsmiðlinum. Það mun til að mynda fela í sér hraðari forgangsröðun tilkynninga um óæskilegt efni sem dreift er á Facebook.
Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30
Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14