Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2017 08:37 Steve Stephens myrti Robert Goodwin, og sýndi morðið á Facebook. Facebook Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. Steve Stevens myrti 74 ára gamlan mann, Robert Godwin, í Cleveland-borg í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og sýndi frá því á Facebook. Eins og gefur að skilja hefur málið vakið gríðarlega athygli en Stevens er enn leitað. Í yfirlýsingu Facebook, sem lesa má hér, segir að í kjölfarið á morðinu hyggist samfélagsmiðillinn endurskoða verklag sitt varðandi það hvernig er brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á miðlinum. Alls setti Stevens inn þrjú myndbönd á Facebook en aðgangi hans að miðlinum var ekki lokað fyrr en tveimur tímum eftir að hann framdi morðið. Í fyrsta myndbandinu segir Steven að hann ætli sér að fremja morð og tveimur mínútum síðar birtir hann svo annað myndband þar sem hann sést skjóta Godwin til bana. Í þriðja myndbandinu játar hann síðan morðið. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Facebook fékk miðillinn enga tilkynningu um fyrsta myndbandið sem Stevens setti inn. Miðillinn fékk hins vegar tilkynningu um sjálft morðið en ekki fyrr en 45 mínútum eftir að Stevens setti inn myndbandið. Facebook fékk svo tilkynningar um þriðja myndbandið en ekki fyrr en því var lokið. „Við lokuðum aðgangi hins grunaða innan við 23 mínútum frá því að við fengum fyrstu tilkynningu um myndbandið sem sýndi morðið [...]. En við vitum að við þurfum að gera betur,“ segir í yfirlýsingu Facebook. Þá segir jafnframt að miðillinn sé ávallt að leita nýrra leiða til að gera hann að öruggu samfélagi í netheimum. Gervigreind geti þar komið að góðum notum og þá ætlar fyrirtækið að bæta verkferla varðandi það hvernig brugðist sé við því þegar ofbeldisfullu efni er deilt á samfélagsmiðlinum. Það mun til að mynda fela í sér hraðari forgangsröðun tilkynninga um óæskilegt efni sem dreift er á Facebook. Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. Steve Stevens myrti 74 ára gamlan mann, Robert Godwin, í Cleveland-borg í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og sýndi frá því á Facebook. Eins og gefur að skilja hefur málið vakið gríðarlega athygli en Stevens er enn leitað. Í yfirlýsingu Facebook, sem lesa má hér, segir að í kjölfarið á morðinu hyggist samfélagsmiðillinn endurskoða verklag sitt varðandi það hvernig er brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á miðlinum. Alls setti Stevens inn þrjú myndbönd á Facebook en aðgangi hans að miðlinum var ekki lokað fyrr en tveimur tímum eftir að hann framdi morðið. Í fyrsta myndbandinu segir Steven að hann ætli sér að fremja morð og tveimur mínútum síðar birtir hann svo annað myndband þar sem hann sést skjóta Godwin til bana. Í þriðja myndbandinu játar hann síðan morðið. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Facebook fékk miðillinn enga tilkynningu um fyrsta myndbandið sem Stevens setti inn. Miðillinn fékk hins vegar tilkynningu um sjálft morðið en ekki fyrr en 45 mínútum eftir að Stevens setti inn myndbandið. Facebook fékk svo tilkynningar um þriðja myndbandið en ekki fyrr en því var lokið. „Við lokuðum aðgangi hins grunaða innan við 23 mínútum frá því að við fengum fyrstu tilkynningu um myndbandið sem sýndi morðið [...]. En við vitum að við þurfum að gera betur,“ segir í yfirlýsingu Facebook. Þá segir jafnframt að miðillinn sé ávallt að leita nýrra leiða til að gera hann að öruggu samfélagi í netheimum. Gervigreind geti þar komið að góðum notum og þá ætlar fyrirtækið að bæta verkferla varðandi það hvernig brugðist sé við því þegar ofbeldisfullu efni er deilt á samfélagsmiðlinum. Það mun til að mynda fela í sér hraðari forgangsröðun tilkynninga um óæskilegt efni sem dreift er á Facebook.
Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30
Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14