Yfirlýsing frá Facebook eftir morðið í Cleveland: „Við vitum að við þurfum að gera betur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2017 08:37 Steve Stephens myrti Robert Goodwin, og sýndi morðið á Facebook. Facebook Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. Steve Stevens myrti 74 ára gamlan mann, Robert Godwin, í Cleveland-borg í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og sýndi frá því á Facebook. Eins og gefur að skilja hefur málið vakið gríðarlega athygli en Stevens er enn leitað. Í yfirlýsingu Facebook, sem lesa má hér, segir að í kjölfarið á morðinu hyggist samfélagsmiðillinn endurskoða verklag sitt varðandi það hvernig er brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á miðlinum. Alls setti Stevens inn þrjú myndbönd á Facebook en aðgangi hans að miðlinum var ekki lokað fyrr en tveimur tímum eftir að hann framdi morðið. Í fyrsta myndbandinu segir Steven að hann ætli sér að fremja morð og tveimur mínútum síðar birtir hann svo annað myndband þar sem hann sést skjóta Godwin til bana. Í þriðja myndbandinu játar hann síðan morðið. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Facebook fékk miðillinn enga tilkynningu um fyrsta myndbandið sem Stevens setti inn. Miðillinn fékk hins vegar tilkynningu um sjálft morðið en ekki fyrr en 45 mínútum eftir að Stevens setti inn myndbandið. Facebook fékk svo tilkynningar um þriðja myndbandið en ekki fyrr en því var lokið. „Við lokuðum aðgangi hins grunaða innan við 23 mínútum frá því að við fengum fyrstu tilkynningu um myndbandið sem sýndi morðið [...]. En við vitum að við þurfum að gera betur,“ segir í yfirlýsingu Facebook. Þá segir jafnframt að miðillinn sé ávallt að leita nýrra leiða til að gera hann að öruggu samfélagi í netheimum. Gervigreind geti þar komið að góðum notum og þá ætlar fyrirtækið að bæta verkferla varðandi það hvernig brugðist sé við því þegar ofbeldisfullu efni er deilt á samfélagsmiðlinum. Það mun til að mynda fela í sér hraðari forgangsröðun tilkynninga um óæskilegt efni sem dreift er á Facebook. Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Facebook hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna morðs sem framið var á páskadag og birt þá á samfélagsmiðlinum. Steve Stevens myrti 74 ára gamlan mann, Robert Godwin, í Cleveland-borg í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og sýndi frá því á Facebook. Eins og gefur að skilja hefur málið vakið gríðarlega athygli en Stevens er enn leitað. Í yfirlýsingu Facebook, sem lesa má hér, segir að í kjölfarið á morðinu hyggist samfélagsmiðillinn endurskoða verklag sitt varðandi það hvernig er brugðist er við þegar ofbeldisfullu efni er deilt á miðlinum. Alls setti Stevens inn þrjú myndbönd á Facebook en aðgangi hans að miðlinum var ekki lokað fyrr en tveimur tímum eftir að hann framdi morðið. Í fyrsta myndbandinu segir Steven að hann ætli sér að fremja morð og tveimur mínútum síðar birtir hann svo annað myndband þar sem hann sést skjóta Godwin til bana. Í þriðja myndbandinu játar hann síðan morðið. Að því er fram kemur í yfirlýsingu Facebook fékk miðillinn enga tilkynningu um fyrsta myndbandið sem Stevens setti inn. Miðillinn fékk hins vegar tilkynningu um sjálft morðið en ekki fyrr en 45 mínútum eftir að Stevens setti inn myndbandið. Facebook fékk svo tilkynningar um þriðja myndbandið en ekki fyrr en því var lokið. „Við lokuðum aðgangi hins grunaða innan við 23 mínútum frá því að við fengum fyrstu tilkynningu um myndbandið sem sýndi morðið [...]. En við vitum að við þurfum að gera betur,“ segir í yfirlýsingu Facebook. Þá segir jafnframt að miðillinn sé ávallt að leita nýrra leiða til að gera hann að öruggu samfélagi í netheimum. Gervigreind geti þar komið að góðum notum og þá ætlar fyrirtækið að bæta verkferla varðandi það hvernig brugðist sé við því þegar ofbeldisfullu efni er deilt á samfélagsmiðlinum. Það mun til að mynda fela í sér hraðari forgangsröðun tilkynninga um óæskilegt efni sem dreift er á Facebook.
Tengdar fréttir Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30 Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Facebook morðinginn enn ófundinn: Fórnarlambið átti 13 barnabörn Steve Stephens, er enn ófundinn, en hann myrti gamlan mann, og sýndi það í beinni á Facebook. 17. apríl 2017 20:30
Myrti mann í beinni útsendingu á Facebook Lögreglan í Cleveland í Ohio leitar manns sem grunaður er um að hafa myrt mann í beinni útsendingu á Facebook. 16. apríl 2017 22:14