Zlatan færði Man Utd bikar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 08:30 Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. Zlatan tryggði United deildarbikarinn í gær þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Southampton í úrslitaleiknum á Wembley. Zlatan skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Anders Herrera. Lokatölur 3-2, United í vil. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég koma, til að vinna og ég er að vinna. Því meira sem ég vinn því ánægðari verð ég,“ sagði Zlatan sem var alveg með það á hreinu deildarbikarinn væri titill númer 32 á hans glæsilega ferli. Einhverjar efasemdaraddir heyrðust þegar hinn 35 ára Zlatan kom á frjálsri sölu til United. En hann hefur þaggað niður í þeim; spilar alla leiki og skorar í þeim flestum. „Ég spáði þessu. Margir héldu að ég gæti þetta ekki, en ég held bara áfram,“ sagði Zlatan sem er kominn með 26 mörk í öllum keppnum í vetur. United átti undir högg að sækja í úrslitaleiknum gegn spræku liði Southampton. Zlatan kom United yfir með skoti beint úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Sjö mínútum fyrir hálfleik tvöfaldaði Jesse Lingard forskotið en Ítalinn Manolo Gabbiadini minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Gabbiadini var svo aftur á ferðinni á 48. mínútu þegar hann jafnaði metin með skemmtilegu skoti. Hann hefur skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir Southampton. Gabbiadini var tekinn af velli á 83. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Zlatan sigurmarkið og tryggði United fimmta deildarbikartitilinn í sögu félagsins. „Í hreinskilni sagt vann hann leikinn fyrir okkur því hann var frábær. Í leik þar sem andstæðingurinn var betri en við á löngum köflum gerði hann gæfumuninn og færði okkur bikarinn,“ sagði José Mourinho um Zlatan eftir leik. Portúgalinn varð í gær fyrsti stjórinn í 139 ára langri sögu Manchester United til að vinna titil á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá liðinu. Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa bara spilað með Manchester United í sjö mánuði er Zlatan Ibrahimovic kominn í guðatölu á Old Trafford. Zlatan tryggði United deildarbikarinn í gær þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Southampton í úrslitaleiknum á Wembley. Zlatan skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf Anders Herrera. Lokatölur 3-2, United í vil. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég koma, til að vinna og ég er að vinna. Því meira sem ég vinn því ánægðari verð ég,“ sagði Zlatan sem var alveg með það á hreinu deildarbikarinn væri titill númer 32 á hans glæsilega ferli. Einhverjar efasemdaraddir heyrðust þegar hinn 35 ára Zlatan kom á frjálsri sölu til United. En hann hefur þaggað niður í þeim; spilar alla leiki og skorar í þeim flestum. „Ég spáði þessu. Margir héldu að ég gæti þetta ekki, en ég held bara áfram,“ sagði Zlatan sem er kominn með 26 mörk í öllum keppnum í vetur. United átti undir högg að sækja í úrslitaleiknum gegn spræku liði Southampton. Zlatan kom United yfir með skoti beint úr aukaspyrnu á 19. mínútu. Sjö mínútum fyrir hálfleik tvöfaldaði Jesse Lingard forskotið en Ítalinn Manolo Gabbiadini minnkaði muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Gabbiadini var svo aftur á ferðinni á 48. mínútu þegar hann jafnaði metin með skemmtilegu skoti. Hann hefur skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum fyrir Southampton. Gabbiadini var tekinn af velli á 83. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Zlatan sigurmarkið og tryggði United fimmta deildarbikartitilinn í sögu félagsins. „Í hreinskilni sagt vann hann leikinn fyrir okkur því hann var frábær. Í leik þar sem andstæðingurinn var betri en við á löngum köflum gerði hann gæfumuninn og færði okkur bikarinn,“ sagði José Mourinho um Zlatan eftir leik. Portúgalinn varð í gær fyrsti stjórinn í 139 ára langri sögu Manchester United til að vinna titil á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá liðinu.
Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira