Stuðningsmenn Trump ósáttir við sjálfstæðisyfirlýsinguna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2017 23:34 Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var meðal annars lesin af svölum Gamla ríkishússins í miðborg Boston á þjóðhátíðardaginn. Vísir/EPA Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Sú nýbreytni opinberu útvarpsstöðvarinnar NPR að tísta allri sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna á þjóðhátíðardaginn 4. júlí dró dilk á eftir sér. Sumir stuðningsmenn Donalds Trump töldu hluta yfirlýsingarinnar vera áróður gegn forsetanum. NPR hefur haldið þá hefð í þrjátíu ár að lesa upp sjálfstæðisyfirlýsinguna frá 1776 í heild sinni á þjóðhátíðardaginn. Í ár var tekin sú ákvörðun að tísta henni einnig á Twitter, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Þar sem hver færsla á Twitter getur aðeins verið 140 stafabil birtist yfirlýsingin í röð 113 tísta. Sumir netnotendur vitust ekki gera sér grein fyrir samhengi tístanna og brugðust reiðir við þeim.„Ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks“ Sérstaklega tóku sumir stuðningsmenn Trump óstinnt upp kafla yfirlýsingarinnar þar sem farið er yfir hvernig Georg þriðji Bretakonungur hafði beitt nýlendurnar vestanhafs órétti sem leiddi til þess að þær lýstu yfir sjálfstæði. „Hann hefur hindrað framkvæmd réttlætisins með því að hafna því að samþykkja lög sem koma á dómsvaldi,“ sagði í einu tístanna. „Prins hvers mannkostir eru markaðir af öllum þeim gjörðum sem einkenna harðstjóra er ekki hæfur til að vera leiðtogi frjáls fólks,“ sagði í öðru. Andsvörin létu ekki á sér standa. „Áróður er það allt sem þið kunnið? Reynið að styðja mann sem vill gera eitthvað í óréttlætinu í þessu landi #þurrkandiuppfenið“,“ tísti einn Twitter-notandi sem eyddi síðan reikningi sínum.*heavy sigh* pic.twitter.com/Pb35SNdKqe— Melissa Martin (@DoubleEmMartin) July 4, 2017 Aðrir sökuðu NPR um að hvetja til uppreisnar gegn forsetanum.Sumir báðust þó afsökunar á að hafa hlaupið á sig og báru því við þeir hafi ekki gert sér grein fyrir að tístin kæmu beint úr einu grundvallarskjali Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira