Kenny Dalglish mun aldrei aftur koma nálægt Hillsborough vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:00 Kenny Dalglish á þessum hræðilega degi á Hillsborough í apríl 1989. Vísir/Getty Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Kenny Dalglish hefur upplifað allt á mögnuðum ferli sem knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri og nú er komin til sýningar ný heimildarmynd um kappann í Englandi. Kvikmyndin heitir Kenny og fjallar um feril Kenny Dalglish þar sem hann hefur upplifað marga sigra en einnig gengið í gegnum miklar raunir enda vitni að þremur af stærstu hörmungum fótboltans á síðustu áratugum. 'Kop Idol' A Kenny Dalglish special.https://t.co/5F0qkC7HEApic.twitter.com/zDRadNXn5o — BBC 5 live Sport (@5liveSport) November 17, 2017 BBC er með viðtal við Kenny Dalglish í tilefni af myndinni og þar á meðal er talað um Hillsborough harmleikinn þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Í viðtalinu berst talið að Hillsborough harmleiknum og hinum tveimur slysunum sem Kenny Dalglish varð vitni að. Dalglish var á Ibrox leikvanginum þegar 66 stuðningsmenn Rangers krömdust til bana 1971, hann var í búningsklefanum á Heysel leikvanginum þegar 39 áhorfendur létust þegar veggur hrundi fyrir úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985 og hann var á hliðarlínunni og á vellinum á þessum hræðilega degi á Hillsborough leikvanginum 15. apríl 1989. Blaðamaður BBC segir áhrifamesta atriði myndarinnar vera þegar kemur að umfjölluninni um Hillsborough en þar sést Kenny Dalglish stöðva bílinn á hæð með útsýni yfir leikvanginn. Kenny Dalglish var nefnilega ekki reiðubúinn að fara nær. Hann hefur stýrt liðum Liverpool, Blackburn Rovers og Newcastle United á leikvanginum eftir harmleikinn en það sem eftir lifir ævinnar getur hann ekki fengið sig til að heimsækja staðinn þar sem upplifi versta dag ævinnar. Eftirmálar atburðarins reyndu líka mikið á hann og tóku sinn toll. „Þetta var eins nálægt og ég var tilbúinn að fara. Ég mun aldrei gleyma því sem gerðist þarna. Ég gat bara ekki farið aftur þangað hvort sem að það sé rétt eða rangt. Það er það rétta fyrir mig,“ sagði Kenny Dalglish við blaðamann BBC. Hann fór síðan að tala um fjölskyldurnar sem misstu ástvini sína í harmleiknum en Kenny Dalglish mætti í jarðarfarir þeirra sem létust í slysinu og var stundum að fara í allt að fjórar jarðafarir á dag. Eiginkona hans og dóttir lýsa í myndinni áhrifin sem þessi hörmulegi atburður hafði á Dalglish bæði andlega og líkamlega. Hann hélt áfram sem stjóri Liverpool og gerði liðið að meisturum tímabilið á eftir en hætti síðan óvænt sem stjóri félagsins í febrúar 1991. Hillsborough harmleikurinn átti mestan þátt í því. Það má lesa viðtalið við Kenny Dalglish á BBC með því að smella hér. On @5liveSport now, @tomfordyce presents a Kenny Dalglish special. Listen: https://t.co/C093m9n0IRpic.twitter.com/zpcIllPed2 — BBC Sport (@BBCSport) November 16, 2017
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira