Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 15:20 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Vísir/AFP Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, telur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verða að grípa „til sterkustu mögulegu aðgerða“ gegn Norður-Kóreu. Hún sagði einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hafa sýnt með aðgerðum sínum að hann væri að falast eftir stríði. „Bandaríkin sækjast aldrei eftir stríði. Við viljum ekki stríð núna, en þolinmæði ríkis okkar er ekki endalaus,“ sagði Haley. Hún sagði einnig nauðsynlegt að nýta allar pólitískar leiðir sem hægt væri til að stöðva vopnaáætlun Norður-Kóreu og gera það eins fljótt og auðið væri. Stjórnvöld Norður-Kóreu segist hafa sprengt vetnissprengju neðanjarðar í gær og er það í sjötta sinn sem kjarnorkusprengja er sprengd þar í tilraunaskyni. Þá hefur ríkið skotið fjölmörgum eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðsins. „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Haley, samkvæmt frétt BBC.Íhuga að stöðva viðskipti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Haley ítrekaði þau skilaboð forsetans. „Bandaríkin munu líta á öll þau ríki sem eiga viðskipti við Norður-Kóreu sem ríki sem styðja hættulegar kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir þeirra.“ Kína er það ríki sem á í langmestu viðskiptum við Norður-Kóreu, þó þau hafi dregist töluvert saman að undanförnu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir þá stöðu Trump vera ósanngjarna gagnvart þeim. „Það sem er óásættanlegt frá okkar dyrum séð er að á meðan við erum að vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál á friðsaman hátt, er verið að ráðast gegn hagsmunum okkar og þeim ógnað með refsiaðgerðum,“ sagði Geng Shuang, samkvæmt frétt ABC News. Bandaríkin flytja inn vörur frá Kína fyrir um 40 milljarða dala í hverjum mánuði.Íhuga að koma kjarnorkuvopnum fyrir Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum og hefur hún aukist verulega á síðustu vikum. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja líklegt að Norður-Kórea muni skjóta annarri eldflaug á loft á næstunni og að sú eldflaug gæti mögulega verið langdræg eldflaug sem gæti flogið til Bandaríkjanna. Þá sagði varnarmálaráðherra Suður-Kóreu í dag að til greina kæmi að biðja Bandaríkin um að koma kjarnorkuvopnum fyrir þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar varað við því. Þeir segja að yrði sú ákvörðun tekin myndu líkurnar á átökum aukast verulega.Nikki Haley on North Korea: "We have kicked the can down the road long enough. There is no more road left." https://t.co/t7YxAvM3zH— NBC News (@NBCNews) September 4, 2017 Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30 Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, telur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verða að grípa „til sterkustu mögulegu aðgerða“ gegn Norður-Kóreu. Hún sagði einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, hafa sýnt með aðgerðum sínum að hann væri að falast eftir stríði. „Bandaríkin sækjast aldrei eftir stríði. Við viljum ekki stríð núna, en þolinmæði ríkis okkar er ekki endalaus,“ sagði Haley. Hún sagði einnig nauðsynlegt að nýta allar pólitískar leiðir sem hægt væri til að stöðva vopnaáætlun Norður-Kóreu og gera það eins fljótt og auðið væri. Stjórnvöld Norður-Kóreu segist hafa sprengt vetnissprengju neðanjarðar í gær og er það í sjötta sinn sem kjarnorkusprengja er sprengd þar í tilraunaskyni. Þá hefur ríkið skotið fjölmörgum eldflaugum á loft í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðsins. „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Haley, samkvæmt frétt BBC.Íhuga að stöðva viðskipti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreu og Haley ítrekaði þau skilaboð forsetans. „Bandaríkin munu líta á öll þau ríki sem eiga viðskipti við Norður-Kóreu sem ríki sem styðja hættulegar kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir þeirra.“ Kína er það ríki sem á í langmestu viðskiptum við Norður-Kóreu, þó þau hafi dregist töluvert saman að undanförnu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir þá stöðu Trump vera ósanngjarna gagnvart þeim. „Það sem er óásættanlegt frá okkar dyrum séð er að á meðan við erum að vinna hörðum höndum að því að leysa þetta mál á friðsaman hátt, er verið að ráðast gegn hagsmunum okkar og þeim ógnað með refsiaðgerðum,“ sagði Geng Shuang, samkvæmt frétt ABC News. Bandaríkin flytja inn vörur frá Kína fyrir um 40 milljarða dala í hverjum mánuði.Íhuga að koma kjarnorkuvopnum fyrir Mikil spenna ríkir á Kóreuskaganum og hefur hún aukist verulega á síðustu vikum. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja líklegt að Norður-Kórea muni skjóta annarri eldflaug á loft á næstunni og að sú eldflaug gæti mögulega verið langdræg eldflaug sem gæti flogið til Bandaríkjanna. Þá sagði varnarmálaráðherra Suður-Kóreu í dag að til greina kæmi að biðja Bandaríkin um að koma kjarnorkuvopnum fyrir þar í landi. Samkvæmt frétt Washington Post hafa sérfræðingar varað við því. Þeir segja að yrði sú ákvörðun tekin myndu líkurnar á átökum aukast verulega.Nikki Haley on North Korea: "We have kicked the can down the road long enough. There is no more road left." https://t.co/t7YxAvM3zH— NBC News (@NBCNews) September 4, 2017
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30 Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Sagðir undirbúa frekari eldflaugaskot Neyðarfundur verður haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. 4. september 2017 10:30
Útiloka ekki notkun kjarnavopna gegn Norður-Kóreu Öll úrræði sem Bandaríkin búa yfir eru enn fyllilega inni í myndinni að sögn Bandaríkjaforseta. 4. september 2017 06:43