Vil sýna að ég get enn spilað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2017 06:00 Sölvi Geir Ottesen ætlar að spila í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Stefán Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er Sölvi Geir Ottesen kominn aftur heim til Íslands. Að baki er ævintýralegur atvinnumannsferill, þar sem hann spilaði með átta félögum í fimm löndum í tveimur heimsálfum. „Mér líður vel. Það var löngu ákveðið að ég myndi koma heim á þessum tíma og ég er sáttur við þá niðurstöðu. Ég er feginn að vera kominn heim og ég lít á þennan tíma úti sem mjög góðan og skemmtilegan,“ sagði Sölvi Geir en börnin hans fluttu heim til Íslands fyrir fjórum árum, um svipað leyti og hann samdi við Ural í Rússlandi. „Það hefur verið langerfiðast við þetta, fjarveran frá börnunum mínum. Það var því orðið tímabært að koma heim,“ sagði Sölvi Geir sem kom hingað til lands í upphafi vikunnar.Sölvi með þeim Mikael Antonsson og Johan Wiland þegar hann varð meistari með FCK í Danmörku.Vísir/GettyHef enn mikinn metnað Ljóst er að allflest félög í Pepsi-deildinni hafa áhuga á að fá jafn sterkan leikmann og Sölva Geir í sitt lið. Hann segist þó ekki búinn að ákveða hvar hann muni spila í sumar, en hann hefur til að mynda verið orðaður við FH sem hann æfði með þegar hann var staddur hér á landi í byrjun árs. „Ég á eftir að fara betur yfir þessi mál. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi og samtöl við klúbba en ég vil heyra betur hvað þeir hafa að segja. Ég mun svo vega og meta kostina til að sjá hver er bestur fyrir mig í stöðunni,“ segir Sölvi Geir, sem spilaði í yngri flokkum með KA og Víkingi hér á landi en meistaraflokksferilinn hóf hann með síðarnefnda liðinu. „Það er langt í næsta tímabil og ég hef nægan tíma til að finna út úr þessu. Ég er 33 ára og þarf því kannski ekki að æfa jafn mikið og þessir ungu. En ég hlakka mikið til og hef mikinn metnað til að standa mig hér á landi og sýna að ég geti enn spilað fótbolta.“ My time playing abroad as come to an end and I want to thank all the people, teammates, staff, fans, friends and family that took part on this journey with me #djurgården #sønderjyske #fckøbenhavn #fcural #jiangsusainty #wuhanzall #buriramutd #guangzhourf A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Nov 7, 2017 at 3:31am PSTNáði flestum markmiðum Sölvi Geir hóf atvinnumannsferilinn hjá Djurgården í Svíþjóð en spilaði einnig með SönderjyskE og FCK í Kaupmannahöfn, áður en hann hélt til Rússlands þar sem hann spilaði í tvö ár. Síðustu tvö árin hefur hann verið í Kína, þar sem hann spilaði með þremur félögum, og Taílandi. „Ég er mjög sáttur við minn feril. Maður getur alltaf hugsað til baka um eitthvað sem hefði getað farið betur en heilt yfir þá er ég mjög sáttur. Ég náði flestum af þeim markmiðum sem ég setti mér sem ungur drengur,“ segir Sölvi Geir sem segir að það hafi verið skemmtileg reynsla að spila í Asíu. „Það var frábært að fá að fara til Asíu og kynnast fótboltanum þar og menningunni. Þetta er mjög frábrugðið Evrópu, sérstaklega í Kína. Ég upplifði margt skemmtilegt þar – mér tókst að verða bikarmeistari á fyrsta tímabili mínu í Kína og ég verð sennilega taílenskur meistari ef þeir klára leikina sína þar.“ Hann segist nú spenntur fyrir framhaldinu á Íslandi, hvar sem hann muni spila næsta sumar. „Ég náði ekki að spila lengi í efstu deild áður en ég fór út á sínum tíma, aðeins hálft tímabil. Þetta verður mjög skemmtilegt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er Sölvi Geir Ottesen kominn aftur heim til Íslands. Að baki er ævintýralegur atvinnumannsferill, þar sem hann spilaði með átta félögum í fimm löndum í tveimur heimsálfum. „Mér líður vel. Það var löngu ákveðið að ég myndi koma heim á þessum tíma og ég er sáttur við þá niðurstöðu. Ég er feginn að vera kominn heim og ég lít á þennan tíma úti sem mjög góðan og skemmtilegan,“ sagði Sölvi Geir en börnin hans fluttu heim til Íslands fyrir fjórum árum, um svipað leyti og hann samdi við Ural í Rússlandi. „Það hefur verið langerfiðast við þetta, fjarveran frá börnunum mínum. Það var því orðið tímabært að koma heim,“ sagði Sölvi Geir sem kom hingað til lands í upphafi vikunnar.Sölvi með þeim Mikael Antonsson og Johan Wiland þegar hann varð meistari með FCK í Danmörku.Vísir/GettyHef enn mikinn metnað Ljóst er að allflest félög í Pepsi-deildinni hafa áhuga á að fá jafn sterkan leikmann og Sölva Geir í sitt lið. Hann segist þó ekki búinn að ákveða hvar hann muni spila í sumar, en hann hefur til að mynda verið orðaður við FH sem hann æfði með þegar hann var staddur hér á landi í byrjun árs. „Ég á eftir að fara betur yfir þessi mál. Það hafa verið einhverjar þreifingar í gangi og samtöl við klúbba en ég vil heyra betur hvað þeir hafa að segja. Ég mun svo vega og meta kostina til að sjá hver er bestur fyrir mig í stöðunni,“ segir Sölvi Geir, sem spilaði í yngri flokkum með KA og Víkingi hér á landi en meistaraflokksferilinn hóf hann með síðarnefnda liðinu. „Það er langt í næsta tímabil og ég hef nægan tíma til að finna út úr þessu. Ég er 33 ára og þarf því kannski ekki að æfa jafn mikið og þessir ungu. En ég hlakka mikið til og hef mikinn metnað til að standa mig hér á landi og sýna að ég geti enn spilað fótbolta.“ My time playing abroad as come to an end and I want to thank all the people, teammates, staff, fans, friends and family that took part on this journey with me #djurgården #sønderjyske #fckøbenhavn #fcural #jiangsusainty #wuhanzall #buriramutd #guangzhourf A post shared by Sölvi Ottesen (@solviottesen) on Nov 7, 2017 at 3:31am PSTNáði flestum markmiðum Sölvi Geir hóf atvinnumannsferilinn hjá Djurgården í Svíþjóð en spilaði einnig með SönderjyskE og FCK í Kaupmannahöfn, áður en hann hélt til Rússlands þar sem hann spilaði í tvö ár. Síðustu tvö árin hefur hann verið í Kína, þar sem hann spilaði með þremur félögum, og Taílandi. „Ég er mjög sáttur við minn feril. Maður getur alltaf hugsað til baka um eitthvað sem hefði getað farið betur en heilt yfir þá er ég mjög sáttur. Ég náði flestum af þeim markmiðum sem ég setti mér sem ungur drengur,“ segir Sölvi Geir sem segir að það hafi verið skemmtileg reynsla að spila í Asíu. „Það var frábært að fá að fara til Asíu og kynnast fótboltanum þar og menningunni. Þetta er mjög frábrugðið Evrópu, sérstaklega í Kína. Ég upplifði margt skemmtilegt þar – mér tókst að verða bikarmeistari á fyrsta tímabili mínu í Kína og ég verð sennilega taílenskur meistari ef þeir klára leikina sína þar.“ Hann segist nú spenntur fyrir framhaldinu á Íslandi, hvar sem hann muni spila næsta sumar. „Ég náði ekki að spila lengi í efstu deild áður en ég fór út á sínum tíma, aðeins hálft tímabil. Þetta verður mjög skemmtilegt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira