Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 13:05 Donald Trump í athöfn í Sádi-Arabíu í gær. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“ Donald Trump Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“
Donald Trump Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira