Forseti Bandaríkjanna heimsótti Flórída eftir storminn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. september 2017 06:00 Donald Trump var með Mike Pence varaforseta í Flórída í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans. Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Flórída-ríki í gær en stutt er síðan fellibylurinn Irma gekk yfir ríkið og olli þó nokkru tjóni. Kostaði stormurinn 55 lífið bæði í Bandaríkjunum og á Karíbahafi. Unnið er að því að laga það sem skemmdist í Flórída en enn eru rúmlega fjórar milljónir heimila án rafmagns í ríkinu sem og nærliggjandi ríkjum. Forsetinn þakkaði björgunarfólki og þeim sem komu að því að undirbúa ríkið fyrir hamfarirnar. „Þegar þú hugsar um hversu rosalega öflugur þessi stormur var, og þótt fólk hafi því miður látið lífið, voru það sem betur fer ekki eins margir og óttast hafði verið,“ sagði forsetinn. „Fólk taldi að þúsundir á þúsundir ofan myndu farast en í raun varð talan mun lægri, það sýnir hversu gott starf þið unnuð,“ bætti Trump við og hrósaði einnig viðbrögðum Ricks Scott ríkisstjóra. Hvatti Trump Scott til þess að bjóða sig fram til öldungadeildar þingsins. Hvatning forsetans er athyglisverð í ljósi annarra tíðinda gærdagsins en hann sagðist afar nálægt því að komast að samkomulagi við Demókrata í öldungadeildinni um að vernda unga ólöglega innflytjendur. Þó með því skilyrði að „gífurlega aukið landamæraeftirlit“ yrði hluti af samkomulaginu. „Vill einhver virkilega henda menntuðu og góðu fólki, sem er í vinnu og þjónar sumt hvert í hernum, úr landi? Í alvöru?!“ spurði forsetinn á Twitter í gær. Er það athyglisvert í ljósi þess að í kosningabaráttu hans sagði Trump að til stæði að flytja alla ólöglega innflytjendur úr landi. Trump hefur undanfarið einnig rætt við Demókrata um hjálp við að koma skattabreytingum og fjárlögum í gegn. Scott er Repúblikani en samflokksmenn hans hafa reiðst Trump mikið vegna samstarfsins við Demókrata. Forsetinn er einnig reiður Repúblikönum á þingi fyrir að hafa mistekist að innleiða stefnumál hans.
Donald Trump Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira