Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 11:45 Það kom bæði Birgi Ármannssyni og Ásmundi Friðrikssyni í opna skjöldu að ríkisstjórnin skyldi springa. Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. Það kom þeim báðum í opna skjöldu að Björt framtíð skyldi ákveða að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í kjölfar fregna af því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því í lok júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Samráðherrar og samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórn fréttu af þessu í fjölmiðlum í gær og felst trúnaðarbresturinn í því að mati Bjartrar framtíðar að ráðherrarnir héldu þessu leyndu. „Ég var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. Hann átti ekki von á því að málið myndi sprengja ríkisstjórnina þó hann hefði vissulega skynjað þunga vegna þess.Segir erfitt fyrir Bjarta framtíð að standast þetta „Ég átti alls ekki von á þessu en það var bara ekki samstaða hjá Bjartri framtíð um þetta ríkisstjórnarsamstarf. Þau voru með þungan málaflokk, eru lítill flokkur og ekki með mikið bakland þannig að það er erfitt að standast þetta.“ Ásmundur segist telja að þingið eigi að axla ábyrgð og mynda ríkisstjórn. Sjálfur vill hann fara í ríkisstjórn með Vinstri grænum en slík stjórn næði þó ekki meirihluta á þingi, hefði 31 þingmann, 10 þingmenn Vinstri grænna og 21 þingmann Sjálfstæðisflokksins. Það þyrfti því alltaf þriðja flokkinn með. Þá kveðst Ásmundur hafa stutt Bjarna frá því að hann settist á þing. Birgir segir það mikil vonbrigði að stjórnin sé fallin. Það hafi komið honum á óvart að Björt framtíð hafi kosið að slíta samstarfinu með þessum hætti. „Undir öllum kringumstæðum hefði ég talið rétt að menn ræddu nú saman af yfirvegun áður en að ríkisstjórnarflokkur tekur svona ákvörðun í bráðræði,“ segir Birgir í samtali við Vísi.Lítur ekki svo á að Sigríður hafi brotið trúnaðHver er þín afstaða til þess sem Björt framtíð kallar trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar? „Það verður auðvitað að horfa til þess að þegar dómsmálaráðherra og forsætisráðherra verða þess áskynja að málin eru með þessum hætti að þá er þegar mál sem varðar upplýsingar um þessi efni komið til úrskurðarnefndar upplýsingamála þannig að það er ekki óeðlilegt að þau hafi þurft að bíða þar til að sú niðurstaða lægi fyrir.“En finnst þér þá í ljósi þess, því nú lítur dómsmálaráðuneytið svo á að þessi gögn séu trúnaðarupplýsingar, eðlilegt að dómsmálaráðherra miðli slíkum upplýsingum til forsætisráðherra þegar hann tengist málinu beint? „Staða forsætisráðherra sem höfuð ríkisstjórnarinnar er auðvitað mjög sérstök en það er ekki að mínu mati trúnaðarbrot þó að dómsmálaráðherra upplýsi hann einan um stöðu af þessu tagi.“ Birgir vill ekki svara því hvort að hann vilji að boðað verði til kosninga þar sem þessa stundina séu menn að ræða innan flokksins hvernig eigi að bregðast við stöðunni. Þá kveðst hann bera fullt traust til Bjarna og finnst ekki að hann þurfi að segja af sér. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. Það kom þeim báðum í opna skjöldu að Björt framtíð skyldi ákveða að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í kjölfar fregna af því að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sagði Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, frá því í lok júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila Hjalta Sigurjóns Haukssonar, dæmds kynferðisbrotamanns, á umsókn hans um uppreist æru í fyrra. Samráðherrar og samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórn fréttu af þessu í fjölmiðlum í gær og felst trúnaðarbresturinn í því að mati Bjartrar framtíðar að ráðherrarnir héldu þessu leyndu. „Ég var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi. Hann átti ekki von á því að málið myndi sprengja ríkisstjórnina þó hann hefði vissulega skynjað þunga vegna þess.Segir erfitt fyrir Bjarta framtíð að standast þetta „Ég átti alls ekki von á þessu en það var bara ekki samstaða hjá Bjartri framtíð um þetta ríkisstjórnarsamstarf. Þau voru með þungan málaflokk, eru lítill flokkur og ekki með mikið bakland þannig að það er erfitt að standast þetta.“ Ásmundur segist telja að þingið eigi að axla ábyrgð og mynda ríkisstjórn. Sjálfur vill hann fara í ríkisstjórn með Vinstri grænum en slík stjórn næði þó ekki meirihluta á þingi, hefði 31 þingmann, 10 þingmenn Vinstri grænna og 21 þingmann Sjálfstæðisflokksins. Það þyrfti því alltaf þriðja flokkinn með. Þá kveðst Ásmundur hafa stutt Bjarna frá því að hann settist á þing. Birgir segir það mikil vonbrigði að stjórnin sé fallin. Það hafi komið honum á óvart að Björt framtíð hafi kosið að slíta samstarfinu með þessum hætti. „Undir öllum kringumstæðum hefði ég talið rétt að menn ræddu nú saman af yfirvegun áður en að ríkisstjórnarflokkur tekur svona ákvörðun í bráðræði,“ segir Birgir í samtali við Vísi.Lítur ekki svo á að Sigríður hafi brotið trúnaðHver er þín afstaða til þess sem Björt framtíð kallar trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar? „Það verður auðvitað að horfa til þess að þegar dómsmálaráðherra og forsætisráðherra verða þess áskynja að málin eru með þessum hætti að þá er þegar mál sem varðar upplýsingar um þessi efni komið til úrskurðarnefndar upplýsingamála þannig að það er ekki óeðlilegt að þau hafi þurft að bíða þar til að sú niðurstaða lægi fyrir.“En finnst þér þá í ljósi þess, því nú lítur dómsmálaráðuneytið svo á að þessi gögn séu trúnaðarupplýsingar, eðlilegt að dómsmálaráðherra miðli slíkum upplýsingum til forsætisráðherra þegar hann tengist málinu beint? „Staða forsætisráðherra sem höfuð ríkisstjórnarinnar er auðvitað mjög sérstök en það er ekki að mínu mati trúnaðarbrot þó að dómsmálaráðherra upplýsi hann einan um stöðu af þessu tagi.“ Birgir vill ekki svara því hvort að hann vilji að boðað verði til kosninga þar sem þessa stundina séu menn að ræða innan flokksins hvernig eigi að bregðast við stöðunni. Þá kveðst hann bera fullt traust til Bjarna og finnst ekki að hann þurfi að segja af sér.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07 Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16 Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Bjarni segist þurfa að nota tímann til að vinna úr óvæntri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, ræddi stuttlega við fjölmiðla þegar hann kom til þingflokksfundar í Valhöll núna klukkan 11. 15. september 2017 11:07
Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna "Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, fyrir utan Valhöll í morgun. 15. september 2017 11:16
Í beinni: Ríkisstjórnin fallin Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 15. september 2017 08:03