Innlent

Í beinni: Ríkisstjórnin fallin

Ritstjórn Vísis skrifar
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kemur á fund Sjálfstæðismanna í Valhöll klukkan 11 í dag.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kemur á fund Sjálfstæðismanna í Valhöll klukkan 11 í dag. Vísir/Vilhelm

Allt stefnir í að boðað verði til kosninga til Alþingis, mögulega í nóvember. Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 247 daga stjórnarsamstarfi flokkanna er því lokið.

  • Björt framtíð segir ástæðuna vera alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.
  • Þingflokkur Viðreisnar hefur kallað eftir því að kosið verði sem fyrst.
  • Trúnaðarbresturinn sem stjórn Bjartrar framtíðar vísar í snýr að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.
  • Þingflokkar funduðu í dag, þar á meðal Sjálfstæðisflokkurinn klukkan 11.
  • Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi síðdegis að hann vilji kosningar í nóvember.
  • Bjarni mun funda með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 11 á morgun. Frá klukkan eitt munu svo formenn annarra flokka funda með forseta á 45 mínútna fresti. Röð þeirra fer eftir fylgi þeirra í síðustu kosningum.
Vísir mun fylgjast með nýjustu vendingum í málinu í allan dag.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.