Innlent

Á ekki von á því að það verði breyting á stuðningi við Bjarna

Birgir Olgeirsson og Stefán Árni Pálsson skrifa
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við Valhöll fyrr í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við Valhöll fyrr í dag. Vísir/Vilhelm
„Bjarni hefur haft stuðning Sjálfstæðismanna og ég ekki von á því að það verði einhvern breyting á því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra,  fyrir utan Valhöll í morgun.

Stjórn Bjartrar framtíðar sleit í gærkvöldi ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokksins og Viðreisn. 247 daga stjórnarsamstarfi flokkanna er því lokið.

„Þetta er mjög flókin staða sem er komin upp í stjórnmálunum og við Sjálfstæðismenn erum að setjast yfir það.“

Sér Guðlaugur fyrir sér að þing verði rofið og boðað til kosninga?

„Það er stórt mál. Við erum nýbúin að kjósa og ég held að það skipti mjög miklu máli að menn fari yfir þetta í rólegheitunum og meti það hvað sé best að gera. Þau mál sem eru undirliggjandi í þessu öllu eru hræðileg og það eru allir sammála um það og ég tel hinsvegar að við þurfum sértaklega að fara yfir þau mál. Það er reyndar mín skoðun að við þurfum að gera það sem allra fyrst að herða refsingar gagnvart kynferðisafbrotamönnum,“ segir utanríkisráðherra.

„Það er mjög skiljanlegt að fólki sé brugðið og fyllist óhugnaði í tengslum við þessi mál.“

Guðlaugur segir að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, vandi sig í öllum sínum störfum og að hún hafi gert það í samskiptum sínum við Bjarna Benediktsson.

„Í svona málum er oft auðvelt að vera vitur eftir á en við erum bara að setjast hér niður til að fara yfir þessi mál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×