Grænlandsjökull gæti hækkað yfirborð sjávar meira og hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 11:14 Hlýnandi sjór kemst mögulega í snertingu við allt að 55% Grænlandsjökuls. Vísir/AFP Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30