Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 22:12 Birgir Jakobsson. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða. Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða.
Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38