Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 22:12 Birgir Jakobsson. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða. Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða.
Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38