Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2017 15:38 Myndin er samsett. Vísir/Tómas Guðbjartsson/Pjetur „Einhver sagði mér í morgun að ástandið á spítalanum væri slæmt,“ skrifar Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir á Landspítalanum á Facebook-síðu sína í dag. Þar birtir hann myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. „Þröngt mega sjúkir liggja,“ skrifar Tómas og bendir á að ástandið á spítalanum hafi verið slæmt síðustu vikur sem og vikurnar þar á undan. Færslan er áþekk annarri færslu Tómasar sem hann birti fyrir jól. Þar gagnrýndi hann yfirvöld harðlega og benti á að gangainnlagnir væru meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á myndunum sem fylgja með færslunni, og sjá má hér að neðan, má sjá hvernig sjúklingum er komið fyrir í borðstofum, setustofum og göngum á flestum leigudeildum Landspítalans við Hringbraut. „Borðstofa með sjúkrarúmi. Eini kosturinn við þessa stofu er að hún er með risastórum sjónvarpsskjá sem er hugsaður fyrir sjúklinga sem ekki eru rúmfastir og geta tyllt sér í borðstofuna,“ skrifar Tómas við eina myndina þar sem sjá má hvernig búið er að koma fyrir sjúklingi í borðstofu.Orðið stofulæknir fái nýja merkingu Eftir færslu Tómasar í desember skapaðist töluverð umræða um ástandið á Landspítalanum. Landlæknir sagði í kjölfarið að ástandið á spítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Þá sakaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tómas um að hafa sviðsett myndirnar sem fylgdu færslunni. Því vísaði Tómas alfarið á bug.Enn virðist Tómas þó bíða eftir því að ástandið verði lagað en í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var því heitið að heilbrigðismál yrðu sett í forgang.„Tíminn líður og ekkert gerist. Bráðum fer maður að taka sér titilinn ganga-yfirlæknir" og orðið „stofulæknir“ fær nýja merkingu.“ Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
„Einhver sagði mér í morgun að ástandið á spítalanum væri slæmt,“ skrifar Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir á Landspítalanum á Facebook-síðu sína í dag. Þar birtir hann myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. „Þröngt mega sjúkir liggja,“ skrifar Tómas og bendir á að ástandið á spítalanum hafi verið slæmt síðustu vikur sem og vikurnar þar á undan. Færslan er áþekk annarri færslu Tómasar sem hann birti fyrir jól. Þar gagnrýndi hann yfirvöld harðlega og benti á að gangainnlagnir væru meinsemd í íslenska heilbrigðiskerfinu. Á myndunum sem fylgja með færslunni, og sjá má hér að neðan, má sjá hvernig sjúklingum er komið fyrir í borðstofum, setustofum og göngum á flestum leigudeildum Landspítalans við Hringbraut. „Borðstofa með sjúkrarúmi. Eini kosturinn við þessa stofu er að hún er með risastórum sjónvarpsskjá sem er hugsaður fyrir sjúklinga sem ekki eru rúmfastir og geta tyllt sér í borðstofuna,“ skrifar Tómas við eina myndina þar sem sjá má hvernig búið er að koma fyrir sjúklingi í borðstofu.Orðið stofulæknir fái nýja merkingu Eftir færslu Tómasar í desember skapaðist töluverð umræða um ástandið á Landspítalanum. Landlæknir sagði í kjölfarið að ástandið á spítalanum væri í raun „ekki mjög slæmt“ en að ekki væri ásættanlegt að fólk liggi á göngum. Þá sakaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tómas um að hafa sviðsett myndirnar sem fylgdu færslunni. Því vísaði Tómas alfarið á bug.Enn virðist Tómas þó bíða eftir því að ástandið verði lagað en í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var því heitið að heilbrigðismál yrðu sett í forgang.„Tíminn líður og ekkert gerist. Bráðum fer maður að taka sér titilinn ganga-yfirlæknir" og orðið „stofulæknir“ fær nýja merkingu.“
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira