22 börn dáin og 42 saknað í skóla sem hrundi Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2017 10:30 Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Vísir/AFP Minnst 217 eru látnir eftir að jarðskjálfti 7,1 að styrk skall þar á í gær. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Ein umfangsmesta björgunaraðgerðin stendur yfir í barnaskóla sem hrundi að hluta til í suðurhluta Mexíkóborgar. Jarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt að staðartíma, um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru um 120 kílómetrum frá Mexíkóborg og á um 51 kílómetra dýpi. Þar er vitað til að minnst 22 börn séu dáin og tveir fullorðnir. 30 barna er saknað og tólf kennara og foreldra, samkvæmt frétt Reuters.Læknirinn Pedro Serrano er einn af sjálfboðaliðunum sem koma að leitinni í skólanum en hann sagði AP fréttaveitunni frá leitinni og því þegar hann komst inn í eina kennslustofu þar sem allir voru dánir.Vísir/GraphicNews„Við sáum stóla og borð. Það næsta sem við sáum var fótur og þá fórum við að færa brakið til. Við fundum stúlku og tvo fullorðna, konu og mann. Við heyrum hljóð, en við vitum ekki hvort þau koma að ofan eða fyrir neðan okkur, úr veggjunum eða einhver sé jafnvel að kalla á hjálp,“ sagði Serrano. 32 ár frá því að þúsundir dóu Einungis nokkrum klukkustundum áður en jarðskjálftinn skall á voru haldnar jarðskjálftaæfingar víða um landið í tilefni af því af í gær voru 32 ár liðin frá því að þúsundir létu lífið í jarðskjálfta árið 1985. Þá eru einungis tæpar tvær vikur frá því að nærri því hundrað manns létu lífið í jarðskjálfta í suðurhluta landsins. Miðja jarðskjálftans í gær var skammt frá Mexíkóborg. Um tvær milljónir íbúa Mexíkóborgar eru án rafmagns og eru símalínur ónothæfar. Þá hafa yfirvöld varað fólk við því að reykja á götum borgarinnar þar sem búist er við því að gasleiðslur hafi farið í sundur víða, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt AP er Mexíkóborg byggð þar sem áður var stórt stöðuvatn og leiðir jarðvegurinn undir borginni til þess að áhrif jarðskjálfta verði kröftugari þar. Ekki er talið að jarðskjálftinn í gær tengist jarðskjálftanum sem skall á þann 7. september.Frá aðgerðum í skólanum þar sem minnst 22 börn eru látin og 42 er saknað. Frá aðgerðum í Mexíkóborg Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Minnst 217 eru látnir eftir að jarðskjálfti 7,1 að styrk skall þar á í gær. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Ein umfangsmesta björgunaraðgerðin stendur yfir í barnaskóla sem hrundi að hluta til í suðurhluta Mexíkóborgar. Jarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt að staðartíma, um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru um 120 kílómetrum frá Mexíkóborg og á um 51 kílómetra dýpi. Þar er vitað til að minnst 22 börn séu dáin og tveir fullorðnir. 30 barna er saknað og tólf kennara og foreldra, samkvæmt frétt Reuters.Læknirinn Pedro Serrano er einn af sjálfboðaliðunum sem koma að leitinni í skólanum en hann sagði AP fréttaveitunni frá leitinni og því þegar hann komst inn í eina kennslustofu þar sem allir voru dánir.Vísir/GraphicNews„Við sáum stóla og borð. Það næsta sem við sáum var fótur og þá fórum við að færa brakið til. Við fundum stúlku og tvo fullorðna, konu og mann. Við heyrum hljóð, en við vitum ekki hvort þau koma að ofan eða fyrir neðan okkur, úr veggjunum eða einhver sé jafnvel að kalla á hjálp,“ sagði Serrano. 32 ár frá því að þúsundir dóu Einungis nokkrum klukkustundum áður en jarðskjálftinn skall á voru haldnar jarðskjálftaæfingar víða um landið í tilefni af því af í gær voru 32 ár liðin frá því að þúsundir létu lífið í jarðskjálfta árið 1985. Þá eru einungis tæpar tvær vikur frá því að nærri því hundrað manns létu lífið í jarðskjálfta í suðurhluta landsins. Miðja jarðskjálftans í gær var skammt frá Mexíkóborg. Um tvær milljónir íbúa Mexíkóborgar eru án rafmagns og eru símalínur ónothæfar. Þá hafa yfirvöld varað fólk við því að reykja á götum borgarinnar þar sem búist er við því að gasleiðslur hafi farið í sundur víða, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt AP er Mexíkóborg byggð þar sem áður var stórt stöðuvatn og leiðir jarðvegurinn undir borginni til þess að áhrif jarðskjálfta verði kröftugari þar. Ekki er talið að jarðskjálftinn í gær tengist jarðskjálftanum sem skall á þann 7. september.Frá aðgerðum í skólanum þar sem minnst 22 börn eru látin og 42 er saknað. Frá aðgerðum í Mexíkóborg
Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50
Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28
Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50