22 börn dáin og 42 saknað í skóla sem hrundi Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2017 10:30 Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Vísir/AFP Minnst 217 eru látnir eftir að jarðskjálfti 7,1 að styrk skall þar á í gær. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Ein umfangsmesta björgunaraðgerðin stendur yfir í barnaskóla sem hrundi að hluta til í suðurhluta Mexíkóborgar. Jarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt að staðartíma, um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru um 120 kílómetrum frá Mexíkóborg og á um 51 kílómetra dýpi. Þar er vitað til að minnst 22 börn séu dáin og tveir fullorðnir. 30 barna er saknað og tólf kennara og foreldra, samkvæmt frétt Reuters.Læknirinn Pedro Serrano er einn af sjálfboðaliðunum sem koma að leitinni í skólanum en hann sagði AP fréttaveitunni frá leitinni og því þegar hann komst inn í eina kennslustofu þar sem allir voru dánir.Vísir/GraphicNews„Við sáum stóla og borð. Það næsta sem við sáum var fótur og þá fórum við að færa brakið til. Við fundum stúlku og tvo fullorðna, konu og mann. Við heyrum hljóð, en við vitum ekki hvort þau koma að ofan eða fyrir neðan okkur, úr veggjunum eða einhver sé jafnvel að kalla á hjálp,“ sagði Serrano. 32 ár frá því að þúsundir dóu Einungis nokkrum klukkustundum áður en jarðskjálftinn skall á voru haldnar jarðskjálftaæfingar víða um landið í tilefni af því af í gær voru 32 ár liðin frá því að þúsundir létu lífið í jarðskjálfta árið 1985. Þá eru einungis tæpar tvær vikur frá því að nærri því hundrað manns létu lífið í jarðskjálfta í suðurhluta landsins. Miðja jarðskjálftans í gær var skammt frá Mexíkóborg. Um tvær milljónir íbúa Mexíkóborgar eru án rafmagns og eru símalínur ónothæfar. Þá hafa yfirvöld varað fólk við því að reykja á götum borgarinnar þar sem búist er við því að gasleiðslur hafi farið í sundur víða, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt AP er Mexíkóborg byggð þar sem áður var stórt stöðuvatn og leiðir jarðvegurinn undir borginni til þess að áhrif jarðskjálfta verði kröftugari þar. Ekki er talið að jarðskjálftinn í gær tengist jarðskjálftanum sem skall á þann 7. september.Frá aðgerðum í skólanum þar sem minnst 22 börn eru látin og 42 er saknað. Frá aðgerðum í Mexíkóborg Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Minnst 217 eru látnir eftir að jarðskjálfti 7,1 að styrk skall þar á í gær. Lögregluþjónar, slökkviliðsmenn og almennir borgarar keppast við að grafa fólk út úr rústum skóla, vinnustaða og fjölbýlishúsa. Ein umfangsmesta björgunaraðgerðin stendur yfir í barnaskóla sem hrundi að hluta til í suðurhluta Mexíkóborgar. Jarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt að staðartíma, um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Upptök skjálftans voru um 120 kílómetrum frá Mexíkóborg og á um 51 kílómetra dýpi. Þar er vitað til að minnst 22 börn séu dáin og tveir fullorðnir. 30 barna er saknað og tólf kennara og foreldra, samkvæmt frétt Reuters.Læknirinn Pedro Serrano er einn af sjálfboðaliðunum sem koma að leitinni í skólanum en hann sagði AP fréttaveitunni frá leitinni og því þegar hann komst inn í eina kennslustofu þar sem allir voru dánir.Vísir/GraphicNews„Við sáum stóla og borð. Það næsta sem við sáum var fótur og þá fórum við að færa brakið til. Við fundum stúlku og tvo fullorðna, konu og mann. Við heyrum hljóð, en við vitum ekki hvort þau koma að ofan eða fyrir neðan okkur, úr veggjunum eða einhver sé jafnvel að kalla á hjálp,“ sagði Serrano. 32 ár frá því að þúsundir dóu Einungis nokkrum klukkustundum áður en jarðskjálftinn skall á voru haldnar jarðskjálftaæfingar víða um landið í tilefni af því af í gær voru 32 ár liðin frá því að þúsundir létu lífið í jarðskjálfta árið 1985. Þá eru einungis tæpar tvær vikur frá því að nærri því hundrað manns létu lífið í jarðskjálfta í suðurhluta landsins. Miðja jarðskjálftans í gær var skammt frá Mexíkóborg. Um tvær milljónir íbúa Mexíkóborgar eru án rafmagns og eru símalínur ónothæfar. Þá hafa yfirvöld varað fólk við því að reykja á götum borgarinnar þar sem búist er við því að gasleiðslur hafi farið í sundur víða, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt AP er Mexíkóborg byggð þar sem áður var stórt stöðuvatn og leiðir jarðvegurinn undir borginni til þess að áhrif jarðskjálfta verði kröftugari þar. Ekki er talið að jarðskjálftinn í gær tengist jarðskjálftanum sem skall á þann 7. september.Frá aðgerðum í skólanum þar sem minnst 22 börn eru látin og 42 er saknað. Frá aðgerðum í Mexíkóborg
Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50
Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28
Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50