Enski boltinn

Svona var gluggadagurinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kylian Mbappé er kominn til PSG.
Kylian Mbappé er kominn til PSG. Vísir/Getty
Félagaskiptaglugginn á Englandi og víðar í Evrópu lokaði í dag. Að venju var mikið um að vera á hinum svokallaða gluggadegi.

Paris Saint-Germain fékk franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco út tímabilið. Að því loknu á PSG möguleika á að kaupa hann á rúmlega 160 milljónir punda.

Annað franskt ungstirni, Thomas Lemar, var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Liverpool en hélt kyrru fyrir hjá Monaco.

Ekkert varð af því að Alexis Sánchez yfirgæfi Arsenal og Philippe Coutinho er ennþá leikmaður Liverpool. Bítlaborgarfélagið keypti Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal en tókst ekki að landa Virgil van Dijk frá Southampton. Þá lánaði Liverpool Divock Origi til Wolfsburg.

Everton og Chelsea voru búin að komast að samkomulagi um kaup á Ross Barkley. Hann hætti hins vegar við að fara til Chelsea í miðri læknisskoðun. Ótrúlegt mál.

Chelsea fékk hins vegar ítalska varnarmanninn Davide Zappacosta frá Torino.

Swansea missti sinn markahæsta leikmann frá því á síðasta tímabili, Fernando Llorente, til Tottenham sem keypti einnig Serge Aurier frá PSG. Í staðinn fékk Swansea Wilfried Bony aftur til sín og fékk Portúgalann unga og efnilega, Renato Sanches, á láni frá Bayern München.

Vísir fylgdist vel með gangi mála í dag en beina textalýsingu frá gluggadeginum má lesa hér að neðan.

Helstu félagaskipti dagsins:

Kylian Mbappe frá Monaco til PSG (Lánssamningur)

Alex Oxlade-Chamberlain
frá Arsenal til Liverpool (35 milljónir punda)

Serge Aurier frá PSG til Tottenham (23 milljónir punda)

Renato Sanches frá Bayern til Swansea (Lánssamningur)

Wilfried Bony frá Man City til Swansea (11,7 milljónir punda)

Fernando Llorente frá Swansea til Tottenham (11,7 milljónir punda)

Davide Zappacosta frá Torino til Chelsea (23 milljónir punda)





Fleiri fréttir

Sjá meira
×