Þingmenn hlæja að boði Putin Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2017 14:01 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Vladimir Putin, forseti Rússlands, bauðst í morgun til þess að veita bandaríska þinginu upplýsingar um hvað fór fram á fundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Yfirvöld í Rússlandi segja Trump ekki hafa sagt utanríkisráðherranum frá neinum leyndarmálum, eins og Trump hefur verið sakaður um. Í fyrstu sagði Putin að hann ætti upptöku af fundinum, en aðstoðarmaður hans sagði seinna að hann hefði meint minnisblað um hvað fór fram á fundinum. Þá hló Putin að þeim ásökunum um að Trump hefði sagt Lavrov einhver leyndarmál og sagðist ætla að skamma Lavrov fyrir að segja sér ekki þessi leyndarmál. „Hann deildi þessum leyndarmálum ekki með okkur. Ekki með mér, né fulltrúum leyniþjónusta okkar. Það er mjög slæmt af honum,“ sagði Putin samkvæmt AFP fréttaveitunni.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Bandarískir þingmenn, úr báðum flokkum, hafa þó ekki tekið vel í þetta boð og hafa jafnvel hlegið að því. Einn þeirra var Marco Rubio, sem var í viðtali við Fox í dag. Washington Post tók saman nokkur ummæli í dag. „Ég hef ekki mikla trú á minnispunktum Putin,“ sagði Rubio. Þá bætti hann við: „Og ef þetta kemur í tölvupósti mun ég ekki smella á fylgiskjalið.“Susan Collins sló á svipaða strengi og sagði við CNN að það væri einfaldlega fáránlegt að þau myndu sættast á einhverjar sannanir frá Putin. Adam Schiff hló þegar hann var spurður út í boðið á CNN. „Það síðasta sem að forsetinn þarf núna er að Putin komi honum til varnar. Þetta verður bara skringilegra með hverjum deginum sem líður, en ég held að við ættum ekki láta þetta draga athygli okkar frá þessum alvarlegu ásökunum.“ Þingmaðurinn Adam Kinzinger lá ekki á skoðun sinni og sagði að sönnunargögn Putin yrðu ekki tekin marktæk í þinginu. „Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“Sen. Susan Collins: "The idea that we would accept any evidence from President Putin is absurd" https://t.co/md1UAd2ICp— CNN Politics (@CNNPolitics) May 17, 2017 Donald Trump Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, bauðst í morgun til þess að veita bandaríska þinginu upplýsingar um hvað fór fram á fundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Yfirvöld í Rússlandi segja Trump ekki hafa sagt utanríkisráðherranum frá neinum leyndarmálum, eins og Trump hefur verið sakaður um. Í fyrstu sagði Putin að hann ætti upptöku af fundinum, en aðstoðarmaður hans sagði seinna að hann hefði meint minnisblað um hvað fór fram á fundinum. Þá hló Putin að þeim ásökunum um að Trump hefði sagt Lavrov einhver leyndarmál og sagðist ætla að skamma Lavrov fyrir að segja sér ekki þessi leyndarmál. „Hann deildi þessum leyndarmálum ekki með okkur. Ekki með mér, né fulltrúum leyniþjónusta okkar. Það er mjög slæmt af honum,“ sagði Putin samkvæmt AFP fréttaveitunni.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Bandarískir þingmenn, úr báðum flokkum, hafa þó ekki tekið vel í þetta boð og hafa jafnvel hlegið að því. Einn þeirra var Marco Rubio, sem var í viðtali við Fox í dag. Washington Post tók saman nokkur ummæli í dag. „Ég hef ekki mikla trú á minnispunktum Putin,“ sagði Rubio. Þá bætti hann við: „Og ef þetta kemur í tölvupósti mun ég ekki smella á fylgiskjalið.“Susan Collins sló á svipaða strengi og sagði við CNN að það væri einfaldlega fáránlegt að þau myndu sættast á einhverjar sannanir frá Putin. Adam Schiff hló þegar hann var spurður út í boðið á CNN. „Það síðasta sem að forsetinn þarf núna er að Putin komi honum til varnar. Þetta verður bara skringilegra með hverjum deginum sem líður, en ég held að við ættum ekki láta þetta draga athygli okkar frá þessum alvarlegu ásökunum.“ Þingmaðurinn Adam Kinzinger lá ekki á skoðun sinni og sagði að sönnunargögn Putin yrðu ekki tekin marktæk í þinginu. „Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“Sen. Susan Collins: "The idea that we would accept any evidence from President Putin is absurd" https://t.co/md1UAd2ICp— CNN Politics (@CNNPolitics) May 17, 2017
Donald Trump Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira