Þingmenn hlæja að boði Putin Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2017 14:01 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Vladimir Putin, forseti Rússlands, bauðst í morgun til þess að veita bandaríska þinginu upplýsingar um hvað fór fram á fundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Yfirvöld í Rússlandi segja Trump ekki hafa sagt utanríkisráðherranum frá neinum leyndarmálum, eins og Trump hefur verið sakaður um. Í fyrstu sagði Putin að hann ætti upptöku af fundinum, en aðstoðarmaður hans sagði seinna að hann hefði meint minnisblað um hvað fór fram á fundinum. Þá hló Putin að þeim ásökunum um að Trump hefði sagt Lavrov einhver leyndarmál og sagðist ætla að skamma Lavrov fyrir að segja sér ekki þessi leyndarmál. „Hann deildi þessum leyndarmálum ekki með okkur. Ekki með mér, né fulltrúum leyniþjónusta okkar. Það er mjög slæmt af honum,“ sagði Putin samkvæmt AFP fréttaveitunni.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Bandarískir þingmenn, úr báðum flokkum, hafa þó ekki tekið vel í þetta boð og hafa jafnvel hlegið að því. Einn þeirra var Marco Rubio, sem var í viðtali við Fox í dag. Washington Post tók saman nokkur ummæli í dag. „Ég hef ekki mikla trú á minnispunktum Putin,“ sagði Rubio. Þá bætti hann við: „Og ef þetta kemur í tölvupósti mun ég ekki smella á fylgiskjalið.“Susan Collins sló á svipaða strengi og sagði við CNN að það væri einfaldlega fáránlegt að þau myndu sættast á einhverjar sannanir frá Putin. Adam Schiff hló þegar hann var spurður út í boðið á CNN. „Það síðasta sem að forsetinn þarf núna er að Putin komi honum til varnar. Þetta verður bara skringilegra með hverjum deginum sem líður, en ég held að við ættum ekki láta þetta draga athygli okkar frá þessum alvarlegu ásökunum.“ Þingmaðurinn Adam Kinzinger lá ekki á skoðun sinni og sagði að sönnunargögn Putin yrðu ekki tekin marktæk í þinginu. „Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“Sen. Susan Collins: "The idea that we would accept any evidence from President Putin is absurd" https://t.co/md1UAd2ICp— CNN Politics (@CNNPolitics) May 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, bauðst í morgun til þess að veita bandaríska þinginu upplýsingar um hvað fór fram á fundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Yfirvöld í Rússlandi segja Trump ekki hafa sagt utanríkisráðherranum frá neinum leyndarmálum, eins og Trump hefur verið sakaður um. Í fyrstu sagði Putin að hann ætti upptöku af fundinum, en aðstoðarmaður hans sagði seinna að hann hefði meint minnisblað um hvað fór fram á fundinum. Þá hló Putin að þeim ásökunum um að Trump hefði sagt Lavrov einhver leyndarmál og sagðist ætla að skamma Lavrov fyrir að segja sér ekki þessi leyndarmál. „Hann deildi þessum leyndarmálum ekki með okkur. Ekki með mér, né fulltrúum leyniþjónusta okkar. Það er mjög slæmt af honum,“ sagði Putin samkvæmt AFP fréttaveitunni.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Bandarískir þingmenn, úr báðum flokkum, hafa þó ekki tekið vel í þetta boð og hafa jafnvel hlegið að því. Einn þeirra var Marco Rubio, sem var í viðtali við Fox í dag. Washington Post tók saman nokkur ummæli í dag. „Ég hef ekki mikla trú á minnispunktum Putin,“ sagði Rubio. Þá bætti hann við: „Og ef þetta kemur í tölvupósti mun ég ekki smella á fylgiskjalið.“Susan Collins sló á svipaða strengi og sagði við CNN að það væri einfaldlega fáránlegt að þau myndu sættast á einhverjar sannanir frá Putin. Adam Schiff hló þegar hann var spurður út í boðið á CNN. „Það síðasta sem að forsetinn þarf núna er að Putin komi honum til varnar. Þetta verður bara skringilegra með hverjum deginum sem líður, en ég held að við ættum ekki láta þetta draga athygli okkar frá þessum alvarlegu ásökunum.“ Þingmaðurinn Adam Kinzinger lá ekki á skoðun sinni og sagði að sönnunargögn Putin yrðu ekki tekin marktæk í þinginu. „Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“Sen. Susan Collins: "The idea that we would accept any evidence from President Putin is absurd" https://t.co/md1UAd2ICp— CNN Politics (@CNNPolitics) May 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira