Mengunarvaldurinn þyrfti að stíga fram Jakob Bjarnar skrifar 19. júlí 2017 12:43 Enn ekki vitað hvað drap fiskinn í Varmá og telur Árni hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis ólíklegt að það komi fram nema mengunarvaldurinn stigi hreinlega fram. visir/eyþór „Í rauninni leysist þetta ekki nema sá sem olli þessu, 13. eða 14. júlí komi fram og láti okkur vita hvað gerðist. Við eigum ekki eftir að finna út úr því akkúrat hvað þetta var. Getur verið svo margt,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis.Eins og Vísir hefur greint frá urðu íbúar og/eða vegfarendur í Mosfellsdal Vegfarendur varir við mengun og dauða fiska í Varmá í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur ekki fundist og samkvæmt Árna er ekki líklegt að fullnægjandi skýringar muni koma fram. Heilbrigðiseftirlitið býður nú niðurstöðu úr gerlarannsókn en það er frekar til að útiloka en að menn vænti þess að skýringar fáist með þeirri rannsókn.Klór eða skordýraeitur „Menn hafa áhyggjur af því að þetta geti verið hættulegt fyrir fólk; að þarna séu bakteríur, sem menn geta þá fengið í sár eða ef menn drekka vatnið en auðvitað á fólk ekki að drekka vatn sem rennur um þéttbýli.“ Árni nefnir eitt og annað sem getur hafa orsakað fiskidauðann.Sýnistaka í Varmá en menn leita nú skýringa á því hvað olli bráðdrepandi mengun í ánni.visir/Eyþór„Að maður hafi verið að úða skordýraeitri og blandað miklu, og þá hellt niður afganginum? Skordýraeitur er þekkt sem hættulegt vatnalífi. Að einhver hafi verið sérstaklega duglegur að þrífa pottinn hjá sér, nokkrar töflur af klór og síðan hellt úr? Að einhver hafi verið að þrífa eitthvað með frekar sterkum efnum, klór mögulega eða vítissótaefnum? Sem breyta sýrustigi árinnar. Klórinn hreinlega ræðst á tálknin. Þetta getur verið ýmislegt,“ segir Árni.Ammóníak úr skíthaug Hann bendir þá á enn einn möguleikann sem tengist landbúnaði: Að einhver hafi verið með skítahaug og þaðan hafi ammóníak borist í Varmá. „Það drepur fiska auðveldlega. Þetta virðist vera kafli árinnar, um 100 til 200 metrar, sem hefur orðið fyrir þessari mengun. Nær ekki ofar, náttúrlega, og virðist deyja út síðan á ekkert mjög löngum kafla.“ Þegar er komin skýring á atburði sem var 9. júlí, eða það sem menn telja líklega skýringu. En þá helltist niður á palli bíls plastmálning sem viðkomandi fór með á bílaplan og skolaði af. Um er að ræða venjulega húsa- eða innimálningu. Við skolun á plani fór málningin í niðurfallið. Það dugar ekki til að drepa fiskana.Sápa eða freyðandi efniÞá segir Árni að 24. júlí hafi sápa komist í ána. Óútskýrt er hvaðan hún kom en líkast til úr Grenibyggð og Furubyggð. „Mikið freyðandi efni. Við köllum það sápu. 9. júlí kom svo aftur hvítur litur í ána. Til eru myndir af því, en ekki stútnum sem þetta kemur úr. Samkvæmt fréttum er þetta þessi hvíta plastmálning sem var skoluð úr bílnum og það kemur úr öðrum stút sem er ofar,“ segir Árni. Enginn fiskadauði var tilkynntur þessa daga og hefur greinilega ekki verið, fiskadauðinn blasir við og fer ekkert á milli mála. „Það er alveg á hreinu að fiskadauðinn verður ekki fyrr en föstudaginn 14. júlí. Þá er tilkynnt um atburð 13. júlí, einhvers konar froða, ekki víst að sá atburður hafi drepið fiskana. Þeir gætu hafa drepist 13. júlí.“ Þetta er því nokkur ráðgáta sem Árni og þau hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis standa frammi fyrir. Tengdar fréttir Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
„Í rauninni leysist þetta ekki nema sá sem olli þessu, 13. eða 14. júlí komi fram og láti okkur vita hvað gerðist. Við eigum ekki eftir að finna út úr því akkúrat hvað þetta var. Getur verið svo margt,“ segir Árni Davíðsson heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis.Eins og Vísir hefur greint frá urðu íbúar og/eða vegfarendur í Mosfellsdal Vegfarendur varir við mengun og dauða fiska í Varmá í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með málið til skoðunar en uppspretta mengunarinnar hefur ekki fundist og samkvæmt Árna er ekki líklegt að fullnægjandi skýringar muni koma fram. Heilbrigðiseftirlitið býður nú niðurstöðu úr gerlarannsókn en það er frekar til að útiloka en að menn vænti þess að skýringar fáist með þeirri rannsókn.Klór eða skordýraeitur „Menn hafa áhyggjur af því að þetta geti verið hættulegt fyrir fólk; að þarna séu bakteríur, sem menn geta þá fengið í sár eða ef menn drekka vatnið en auðvitað á fólk ekki að drekka vatn sem rennur um þéttbýli.“ Árni nefnir eitt og annað sem getur hafa orsakað fiskidauðann.Sýnistaka í Varmá en menn leita nú skýringa á því hvað olli bráðdrepandi mengun í ánni.visir/Eyþór„Að maður hafi verið að úða skordýraeitri og blandað miklu, og þá hellt niður afganginum? Skordýraeitur er þekkt sem hættulegt vatnalífi. Að einhver hafi verið sérstaklega duglegur að þrífa pottinn hjá sér, nokkrar töflur af klór og síðan hellt úr? Að einhver hafi verið að þrífa eitthvað með frekar sterkum efnum, klór mögulega eða vítissótaefnum? Sem breyta sýrustigi árinnar. Klórinn hreinlega ræðst á tálknin. Þetta getur verið ýmislegt,“ segir Árni.Ammóníak úr skíthaug Hann bendir þá á enn einn möguleikann sem tengist landbúnaði: Að einhver hafi verið með skítahaug og þaðan hafi ammóníak borist í Varmá. „Það drepur fiska auðveldlega. Þetta virðist vera kafli árinnar, um 100 til 200 metrar, sem hefur orðið fyrir þessari mengun. Nær ekki ofar, náttúrlega, og virðist deyja út síðan á ekkert mjög löngum kafla.“ Þegar er komin skýring á atburði sem var 9. júlí, eða það sem menn telja líklega skýringu. En þá helltist niður á palli bíls plastmálning sem viðkomandi fór með á bílaplan og skolaði af. Um er að ræða venjulega húsa- eða innimálningu. Við skolun á plani fór málningin í niðurfallið. Það dugar ekki til að drepa fiskana.Sápa eða freyðandi efniÞá segir Árni að 24. júlí hafi sápa komist í ána. Óútskýrt er hvaðan hún kom en líkast til úr Grenibyggð og Furubyggð. „Mikið freyðandi efni. Við köllum það sápu. 9. júlí kom svo aftur hvítur litur í ána. Til eru myndir af því, en ekki stútnum sem þetta kemur úr. Samkvæmt fréttum er þetta þessi hvíta plastmálning sem var skoluð úr bílnum og það kemur úr öðrum stút sem er ofar,“ segir Árni. Enginn fiskadauði var tilkynntur þessa daga og hefur greinilega ekki verið, fiskadauðinn blasir við og fer ekkert á milli mála. „Það er alveg á hreinu að fiskadauðinn verður ekki fyrr en föstudaginn 14. júlí. Þá er tilkynnt um atburð 13. júlí, einhvers konar froða, ekki víst að sá atburður hafi drepið fiskana. Þeir gætu hafa drepist 13. júlí.“ Þetta er því nokkur ráðgáta sem Árni og þau hjá Heilbrigðiseftirliti Kjósasvæðis standa frammi fyrir.
Tengdar fréttir Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Dauður fiskur á botni Varmár vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Kjósasvæðis er með mengun í Varmá til skoðunar. 17. júlí 2017 16:30