Mótmælendur í Hamborg bjóða leiðtoga velkomna til helvítis Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2017 12:30 Mótmælendur í Hamborg í morgun. vísir/getty Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg. Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Til lítilsháttar átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í morgun þegar hópur mótmælenda stefndi að fundarstað leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims í Hamborg. Þingmaður vinstri manna í borginni segir íbúa hennar dauðþreytta á umstanginu í kringum leiðtogafundinn. Tveggja daga leiðtogafundur G20, eða nítján helstu iðnríkja heims auk Evrópusambandsins, hófst í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mótmælendur hafa sett upp búðir í einum almenningsgarða borgarinnar og fara í hópum undir slagorðinu Velkomin til helvítis, og setjast á meðal annars á götur hér og þar til að hindra umferð og reyna að trufla leiðtogafundinn. Lögregla hefur beitt vatnsbyssum til að leysa upp hópa mótmælenda og til ryskinga hefur komið á stöku stað milli lögreglu og mótmælenda, þar sem þeir reyndu að nálgast fundarstaðinn. Sjötíu og sex lögreglumenn hafa slasast í aðgerðunum.Að neðan má sjá frétt CNN frá átökum lögreglu við mótmælendur í þýsku borginni í gær.Mótmælin hófust strax í gærkvöldi. Eldar voru kveiktir víðs vegar um borgina og mótmælendur hrópuðu slagorð gegn kapitalismanum og alþjóðavæðingunni. Það var kveikt í nokkrum bílum í nótt og í morgun en gríðarleg öryggisgæsla er í Hamborg og hundruð lögreglumanna hafa verið flutt þangað frá öðrum borgum Þýskalands. Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun eiga sinn fyrsta fund með Vladimir Putin forseta Rússlands í tengslum við leiðtogafundinn síðar í dag. Hann tísti í morgun að hann hlakkaði til að hitta Putin sem og leiðtoga annarra ríkja. Umhverfismál og Parísar samkomulagið um aðgerðir í loftlagsmálum verða meðal stærri mála sem rædd verða á fundinum en Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að ríkisstjórn hans ætli ekki að virða samkomulagið. Fjöldi borga og ríkja í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið að vinna eftir samkomulaginu og í dag boðaði Jerry Brown ríkisstjóri Kaliforníu til alþjóðlegrar umhverfisráðstefnu í Kaliforníu til að styðja við Parísar samkomulagið. Fysta mál á dagskrá leiðtogafundarins í dag er hins vegar sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn hryðjuverkum. Þar hafa ríkin ekki verið í takt og meðal annars verið ágreiningur um stuðning rússneskra stjórnvalda við stjórnvöld í Sýrlandi og Íran. Rússnesk stjórnvöld hafa aftur á móti lýsti yfir stuðningi við Parísar samkomulagið og hvatt til þess að refsiaðgerðum Vesturlanda gegn þeim vegna innlimunar Krímskaga og hernaðaraðgerða í Úkraínu verði aflétt.Að neðan má sjá beina útsendingu frá mótmælum í Hamborg.
Tengdar fréttir Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51 Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag. 7. júlí 2017 11:51
Trump og Pútín mætast í dag Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma. 7. júlí 2017 07:34