Klopp þreyttur á orðrómunum Magnús Ellert Bjarnason skrifar 10. desember 2017 11:00 Klopp á hliðarlínunni. Vísir / Getty Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er orðinn þreyttur á orðrómum um mögulega brottför Philippe Coutinho frá félaginu. Barcelona bauð oftar en einu sinni í brasilíumanninn knáa síðastliðið sumar og hyggst katalónska stórveldið gera slíkt hið sama þegar að félagsskiptaglugginn opnar á ný í janúar ef marka má fréttir spænskra fjölmiðla. Á blaðamannafundi fyrir grannaslaginn gegn Everton hvatti hann Coutinho sem og hina sóknarmenn Liverpool, Sadio Mane, Mohamad Salah og Roberto Firmino til að vera nokkur ár til viðbótar í Liverpool. Undir hans stjórn geti þeir hámarkað hæfileika sína. Hafa þeir skorað samanlagt 25 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og skal því engan undra að Klopp vilji halda þeim á Anfield um ókomna tíð. „Það mun ekkert stoppa þessa orðróma en ég hef ekkert að segja um þá. Það mun ekki breytast. Ég er nokkuð viss um að leikmennirnir vita hvernig leikur þeirra getur haldið áfram að þróast undir minni stjórn. Þeir vita líka hvert mikilvægi þeirra fyrir félagið er. Það er ekki eins og ég þurfi að koma með dæmi og benda á það hvað ég hef gert fyrir feril annarra leikmanna. Árangur minn sem þjálfari segir allt sem segja þarf.“ Klopp tjáði sig einnig um nýjan þjálfara Everton, Sam Allardyce, og þá hættu sem stafar af aukaspyrnum Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Við höfum sýnt á þessu tímabili að við getum spilað vel gegn liðum sem verjast aftarlega á vellinum. Það kemur okkur ekki á óvart lengur þegar að lið beita þessari taktík gegn okkur. Við vitum að það verður leikplan Everton á morgun. Þá verðum við að passa okkur að brjóta ekki á leikmönnum Everton á hættulegum stöðum. Aukaspyrnur Gylfa eru hættulegar og ef við höfum ekki varann á getum við fengið á okkur mark eftir eina slíka.“Grannaslagur Liverpool og Everton er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og byrjar útsendingin kl 14:05. Fótbolti Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, er orðinn þreyttur á orðrómum um mögulega brottför Philippe Coutinho frá félaginu. Barcelona bauð oftar en einu sinni í brasilíumanninn knáa síðastliðið sumar og hyggst katalónska stórveldið gera slíkt hið sama þegar að félagsskiptaglugginn opnar á ný í janúar ef marka má fréttir spænskra fjölmiðla. Á blaðamannafundi fyrir grannaslaginn gegn Everton hvatti hann Coutinho sem og hina sóknarmenn Liverpool, Sadio Mane, Mohamad Salah og Roberto Firmino til að vera nokkur ár til viðbótar í Liverpool. Undir hans stjórn geti þeir hámarkað hæfileika sína. Hafa þeir skorað samanlagt 25 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og skal því engan undra að Klopp vilji halda þeim á Anfield um ókomna tíð. „Það mun ekkert stoppa þessa orðróma en ég hef ekkert að segja um þá. Það mun ekki breytast. Ég er nokkuð viss um að leikmennirnir vita hvernig leikur þeirra getur haldið áfram að þróast undir minni stjórn. Þeir vita líka hvert mikilvægi þeirra fyrir félagið er. Það er ekki eins og ég þurfi að koma með dæmi og benda á það hvað ég hef gert fyrir feril annarra leikmanna. Árangur minn sem þjálfari segir allt sem segja þarf.“ Klopp tjáði sig einnig um nýjan þjálfara Everton, Sam Allardyce, og þá hættu sem stafar af aukaspyrnum Gylfa Þórs Sigurðssonar. „Við höfum sýnt á þessu tímabili að við getum spilað vel gegn liðum sem verjast aftarlega á vellinum. Það kemur okkur ekki á óvart lengur þegar að lið beita þessari taktík gegn okkur. Við vitum að það verður leikplan Everton á morgun. Þá verðum við að passa okkur að brjóta ekki á leikmönnum Everton á hættulegum stöðum. Aukaspyrnur Gylfa eru hættulegar og ef við höfum ekki varann á getum við fengið á okkur mark eftir eina slíka.“Grannaslagur Liverpool og Everton er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og byrjar útsendingin kl 14:05.
Fótbolti Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti