Miles var þekktastur fyrir lag sitt, Children, sem kom út árið 1995 og komst í efsta sæti vinsældalista í tólf löndum og annað sæti þess breska árið 1996.
Í frétt BBC kemur fram að Miles hafi unnið til Brit-verðlauna sem besti alþjóðlegi nýliðinn árið 1997.
Hann fæddist Roberto Concina í Sviss þann 3. nóvember 1969 en foreldrar hans voru ítalskir.